Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 130
122
Þar sem upplýsingar um fæðingarþunga kálfanna voru ekki fyrir hendi var miðað við að
fæðingarþungi allra íslensku kálfanna væri 28 kg og blendinganna 32 kg .
Heygæði á þessu túnabili voru 1,41 kg þe./Fe með 18,4% próteini í þe. en meðalgæði
heildarfóðurs voru 1,02 kg þe./FE með 206 g prótein/kg eða 158 g meltanlegt prótein/FE.
Upplýsingar um heildarfóðurát á þessu tímabili má sjá í 1. töflu en að meðaltali hafa kálfamir
(að 4 mán. aldri) étið 1,13 kg þe. af heyi, 0,52 kg af kjamfóðri og fengið tæpa 2 1 af mjólk á
dag eða alls 1,87 kg af þurrefni á dag. Kjamfóðurgjöfin var að meðaltali um 340 g/dag þann
tíma sem kálfamir fengu mjólk en um 850 g/dag það sem eftir var af undirbúningstímanum en
meðal kjamfóðurgjöf á undirbúningstíma var um 520 g/dag. Af heUdarþurrefnisáti á þessu
tímabili er hey um 61%, kjamfóður um 25% og mjólk um 14%. Vegna þess að eingöngu er um
meðaltöl hópa að ræða er erfitt að greina nákvæmlega hvemig átgetan breytist með aldri eða
þunga kálfanna á þessu tímabUi.
Meðalvaxtarhraði á þessu túnabili reiknast 658 g/dag og fóðumýting 2,8 FE/kg vöxt sem
er mjög gott, enda vöxtur hjá gripum á þessum aldri að mestu fólgin í aukningu á beinum,
vöðvum og vatni í skrokkum.
Vegna aðstæðna vom kálfamir ekki jafngamlir né jafn þungir þegar þeir voru færðir á
bása og einstaklingsfóðrun hófst og því var kannað hvort einhver munur hefði verið á aldri,
þunga og fóðumotkun milli hópanna við lok undirbúningstímans. Ekki reyndist svo vera og
ekki var munur á meðaltölum hópanna þegar tilraunatímabUið hófst, hvort heldur litið er á
aldur, þunga, vöxt, fóðumotkun eða fóðumýtingu (1. tafla).
FÓÐURGÆÐI, FÓÐRUNARTÍMI OG ÁT
Fóðurgœði
í 2. töflu má sjá yfirlit yfir fóðurgæði á tilraunatímanum og hlutfall heyleifa af heygjöf. Eins og
áður hefur komið fram var gefið orkuríkara hey þegar leið á fóðmnartímann og því aukast
heygæðin eftir því sem sláturþunginn hækkar og kjamfóðurgjöfin minnkar, því í báðum
tilfellum lengist fóðranartíminn. Þótt raunhæfur munur sé á heygæðum milli tilraunaflokkanna
þá er erfitt að segja til um hvort þessi munur er af þeirri stærðargráðu að hann hafi haft einhver
áhrif á át eða fóðumýtingu. Ef einhver slík áhrif em fyrir hendi þá ættu þau að vera í þá átt að
auka vaxtarhraða og þar með bæta fóðumýtingu hjá þeim gripum sem lengstan fóðrunartíma
þurftu, þ.e. þetta kæmi þyngstu íslensku kálfunum best sem eingöngu fengu hey.
Orkan í heildarfóðrinu eykst við aukna kjamfóðurgjöf og próteinið hækkar einnig
lítillega en nægjanlegt prótein var í fóðrinu hjá öllum hópunum miðað við erlenda staðla. Til
þess að tryggt sé að gripir hafi ftjálst át á fóðri þá er miðað við að þeir leyfi um 10-15% af
gjöf. Á tilraunatímanum hafa nautin að meðaltali leift um 12-13% af heygjöfinni sem er eins og
til var ætlast.