Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 144
136
Tilraunin hófst haustið 1992. Hún var framkvæmd á tilraunastöð Rala á Möðruvöllum, í
sláturhúsi KEA á Akureyri og á Keldnaholti. Hún var skipulögð af Gunnari Ríkharðssyni,
Þóroddi Sveinssyni, Ólafi Guðmundssyni og Guðjóni Þorkelssyni. Þóroddur bar ábyrgð á
daglegum rekstri tilraunarinnar og Gunnar sá um uppgjör á því sem sneri að uppeldi og fóðrun
gripanna. Um þessa þætti hefur verið fjallað í öðrum erindum á fundinum (10, 11).
Höfundur þessa erindis bar ábyrgð á skipulagi og framkvæmd og á mælingum kjöt-
gæðum. Emma Eyþórsdóttir sá um bráðabirgðauppgjör á þessum hluta tilraunarinnar.
Fjölmargir starfsmenn Rala og KEA komu að þessari rannsókn og er þeim þakkað fyrir
samstarfið og vel unnin störf. Tilraunin var kostuð af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og
styrkt með framlagi úr Þróunarsjóði nautgriparæktarinnar.
TILGANGUR
Tilgangur þessa hluta verkefnisins var að kanna áhrif stofna, fóðrunar og sláturþunga á nýtingu
sláturskrokka, og á bragðgæði og efnasamsetningu nautakjöts.
EFNI OG AÐFERÐIR
Um var að ræða mælingar og mat á skrokkum af ungneytum sem sem fóðruð voru á
Möðruvöllum. í tilrauninni voru 36 nautkálfar, 18 íslenskir og 18 blendingar. Hvorum hóp var
skipt í þrjá fóðurhópa, þ.e. hóp sem fékk 100% þurrhey, hóp sem fékk 85/15 þurrhey/-
kjamfóður og hóp sem fékk 70/30 þurrhey/ kjamfóður.
Gripunum var slátrað við þrenns konar lifandiþunga, 350, 400 og 450 kg. Fóðmn og
meðferð gripanna er nánar lýst í fyrri erindum (10, 11).
XJndirbúningur
Starfsfólk fæðudeildar Rala leitaði samstarfs við rannsóknastofnanir á Norðurlöndunum við
undirbúning tilraunarinnar. Ragnheiður Héðinsdóttir sem sá um bragðprófanir var í starfs-
þjálfun og upplýsingaöflun hjá Köttforskningsinstituttet í Kavlinge í Svíþjóð í tvo mánuði í
sumarið 1992. Guðjón Þorkelsson og Óli Þór Hilmarsson fóra í heimsókn á Slagteriemes
forskningsinstitut til að kynnast og læra aðferðir við nýtíngar- og gæðamælingar í stofna-
prófunum nautgripa í Danmörku. Skipulag tílraunarinnar, aðferðir við mælingar og mat
byggðu svo á þessum upplýsingum.
Mœlingar í sláturhi'isi
Ungneytunum var slátrað næsta fimmtudag eftir að væntanlegum sláturþunga var náð. Nautín
vora öll flutt í sláturhús KEA á Akureyri, þar sem þeim var slátrað samdægurs, nema tvö en
flutningur á þeim tafðist vegna ófærðar. Þess var gætt að hafa þau bundin á flutningskerra, í
stíum í sláturhúsi og þau væra ekki látin bíða lengi fyrir slátran tíl að minnka hættuna á streitu.
Eftir slátrun var þess gætt að hití í kæli fyrstu 5-6 tífnana eftir slátran væri um 10 stíg til að