Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 147
139
Áhrif stofna
Holdablendingar höfðu meiri vaxtarhraða og voru yngri við slátrun og höfðu hærri kjöt-
prósentu og fallþunga en gripir af íslenska stofninum. Skrokkar holdablendinga voru styttri en
að öðru leyti var enginn munur á stofnum. Fita ofan á hrygg og lengd þverskurðar hryggvöðva
var meiri í holdablendingum en íslendingum og við flokkun samkvæmt nýja kjötmatinu komu
þeir mun betur út. Munur við úrbeiningu var sárlítill. Meiri fituafskurður og minni bein voru í
holdablendingunum. Þetta uppgjör var miðað við að fitusnyrta alla vöðva algjörlega, sem er hin
hefðbundna íslenska leið. Ef vöðvamir væru seldir ósnyrtir kæmu holdablendingamir betur út.
Enginn munur var í verðmæti eftir úbeiningu. Meiri fita var að öllu jafnaði í afurðum
holdablendinga en lítill munur var á bragðgæðum. Þó mældist hryggvöðvinn úr holdablend-
ingunum aðeins bragðbetri.
Áhriffóðrunar
Samhliða meiri vaxtarhraða og hækkandi kjötprósentu jókst aUs konar fita með aukinni kjam-
fóðurgjöf, þ.e. nýrmör, fita ofan á hrygg, og fituafskurður. Nýting og verðmæti eftir úrbeiningu
fór einnig minnkandi. En hér gilda sömu fyrirvarar og áðan. Uppgjörið byggir á vinnsluaðferð
sem nýtir fitu mjög illa. Bóndinn fær hins vegar hærra innlegg og betri flokkun með vaxandi
kjamfóðurgjöf. Fita í afurðum vex t.d í hryggvöðva en þau áhrif koma ekki fram í bragð-
prófunum.
ÁLYKTANIR
Stofnar og kjamfóður hafa töluverð áhrif á þau atriði kjötgæða sem snúa beint að bóndanum,
þ.e. kjötprósentu og gæðaflokkun. Áhrifin á þau gæði sem snúa að vinnslunni, þ.e. á nýtingu
og vinnslueiginleika er sáralftil og kjamfóðurgjöf hefur þar neikvæð áhrif allir vöðvar em
fitusnyrtir. Áhrifin á bragðgæðin em mjög lítil. Hér hafa aldur og þungi mun meiri áhrif en áhrif
þessara þátta hafa ekki verið reiknuð út. Niðurstöðumar sýna líka að mjög mikill breytileiki er í
báðum stofnunum og má segja hann hafi haft meiri áhrif en munurinn á milli þeirra.
HEIMILDIR
1. Jensen, R.L. (1992). Faktorer der pavirker slagte- og ködkvalitet. Kreaturer.-Avl og fodring. Arbejde nr.
01.649. Mödebilag. Slagteriemes Forskningsinstitut.
2. Judge, M. (1989). Principles of Meat Science. bls. 73. Kendall/Hunt Publishing Co.
3. Pedersen, J.W. (1982). Köd som levnedmiddel, bls. 58-68. DSR Forlag.
4. Jónas Þ. Jónsson (1988). Sala og markaðssetning nautakjöts. Ráðunautafundur 1988: 252-254.
5. Kaufmann, R.G. (1993). Opportunities for the Meat Industry in Consumer Satisfaction. Food Technology. Vol.
47 No. 11, bls. 132-134.
6. Cross, H.R. & Sawell, J.W. (1994). What do we Need for a Value - Based Beef Marketing System. Meat
Science Vol. 36, bls. 19-29.