Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 152
144
1. tafla. Aldur, þungi, vikur frá buröi, nyt og kjarnfóöurgjöf hjá kúm viö upphaf tilraunarinnar.
Hópur nr. Fjöldi kúa Aldurs- hópur Þungi kg Vikur frá buröi Nyt kg/dag Kjamfóður kg/dag
i 3 l.kálfs 355 10,0 15,8 4,4
2 3 l.kálfs 347 14,2 14,9 3,8
3 3 2.kálfs 405 19,4 16,4 3,6
4 3 2. kálfs 417 17,5 16,5 3,4
5 3 Eldri kýr 450 18,3 16,2 3,1
6 3 Eldri kýr 475 16,4 22,1 5,0
Alls 18 6 408 15,9 17,0 3,9
Fóður
í öllum tilvikum var um aö ræða hey af fym slætti sumarið 1992 og var allt heyið bundið í
bagga og súgþurrkað.
Túnvingullinn kom af um 5,5 ha túni sem er á bökkum Hvítár í vestur ffá bænum í átt að
ármótum Hvítár og Sogs en jarðvegur þar er nokkuð mikið sendinn. Túnvingullinn er af Leik
stofni og var sáð vorið 1990 með byggi sem skjólsáð. Engin uppskera fékkst af þessu það árið
því gæsimar sem halda til við ána allt sumarið átu byggið nokkuð jafnharðan og það óx.
Sumarið 1991 var túnið slegið 25. júní og varð uppskeran þá um 25 hkg þe./ha. Túnið var þá
ekki slegið aftur heldur beitt um haustið en fór samt frekar loðið undir það haust. Sumarið
1992 var stykkið tvíslegið, fyrst 20. júní og var uppskeran þá um 16 hkg þe./ha en um 19 hkg
þe./ha í seinni slætti eða alls um 35 hkg þe./ha. Tilraunaheyið var eingöngu af fyrri slætti og
var það hirt 26. júní og verkaðist mjög vel, en þar sem túnið hafði verið frekar loðið haustið
áður var dálítið rusl í heyinu.
Túnvingullinn skríður mjög fljótt og verður túnið þá mjög dökkt yfir að líta en uppskera
ekki mikil, en eina raunhæfa nýtingarleiðin virðist vera að slá það tvisvar. Túnvingullinn fékk
um 10 tn/ha af mykju vorið 1991 og um 15 tn/ha vorið 1992 en það ár var borið á um 140 kg
N/ha í skít og tilbúnum áburði og þar af um 30 kg N á milli slátta. Sumarið 1992 var meún
þekja á túninu og reyndist túnvingull þekja um 90% en língresi um 8%.
Vallarfoxgrasið kom af túni sem nefnt er Kallholt sem er um 4,2 ha að stærð og er á
samnefndu holti sem er við Hvítá í norður frá bænum, á móts við Öndverðames í Grímsnesi.
Var þar feija á ánni og mun væntanlega hafa verið kallað á feijumann af þessu holti. Jarðvegur
á Kallholti er djúpur móajarðvegur en stykkið virðist eitt það best fallna til ræktunar á jörðinni.
Stykkið var brotið haustið 1988 en sumarið 1989 var sáð í það vetrarrýgresi og fengust þá um
35 hkg þe./ha. Vorið 1990 var sáð vallarfoxgrasi af Öddu stofni í stykkið en það ekki upp-
skorið það ár en beitt h'tillega. Sumarið 1991 var hirt af túninu í vothey og var uppskera góð.
Sumarið 1992 var túnið slegið þann 2. júh' eða rétt um það leyti sem vallarfoxgrasið var að
byrja að skríða og hirt var af því þann 4. júh' og var uppskeran um 40 hkg þe./ha. Heyið var
hirt með um 55-60% þurrefni til að bjarga því undan rigningu en stærstur hluti af því verkaðist
vel, þó mygla væri í hluta heysins en eingöngu vel verkað hey var þó gefið í tilrauninni.