Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 154
146
Fóðureiningar (FE) til viðhalds voru reiknaðar sem: þungi/200 + 1,5. Til að staðla
mjólkurmagn m.t.t. orkuinnihalds er oft talað um mælimjólk og er hún reiknuð skv. líkingunni:
mælimjólk (kg) = mjólk (kg) x (0,4 + 0,15 x fitu%). Við uppgjör voru notuð meðaltöl mæl-
inga úr annarri og þriðju viku hvers tímabils. Hjá hveijum grip á hveiju tímabili er því um að
ræða 4 mælingar á nyt (2 dagar í hvorri viku), 8 mælingar á efnainnihaldi mjólkur (kvölds og
morgna í 4 daga) og mælingar á áti í 10 daga og tvær vigtanir á gripnum. Þar sem heyið
kláraðist náðu mælingar þó ekki alveg út alla þriðju viku síðasta tímabilsins. Líkanið sem notað
var við tölfhæðiuppgjör innihélt þættina aldur, flokkur, tímabil, heytegund og samspil aldurs
við flokk, aldurs við heytegund og tímabils við heytegund.
Uppgefin skekkja er staðalskekkja meðaltals aldurs eða heytegunda hópa og að baki því
meðaltali eru 18 mælingar. Miða má við að raunhæfur munur sé á meðaltölum ef P-gildi er
minna en 0,05.
NIÐURSTÖÐUR
Við skoðun á niðurstöðunum má annars vegar beina sjónum að áhrifum grastegunda á át og
framleiðslu og hins vegar að áhrifum af aldri (stærð) gripa á sömu þætti. Samspilsáhrif milli
grastegunda og tímabila og grastegunda og aldurshópa reyndust hvergi raunhæf. í töflum má
bæði sjá hversu mikið af þurrefni og fóðureiningum (FE) kýmar átu af hverri fóðurtegund og
erþetta bæði gefið í einingum og sem hlutfall (%) (3. tafla). Við skoðun á áhrifum grastegunda
er vallarfoxgras sett sem 100 en við samanburð aldurshópa em eldri kýmar settar sem 100 og
annað gefið upp sem hlutfall af því. Átið er einnig gefið upp sem hlutfall (%) af lífþunga gripa
en slíkt auðveldar allan samanburð milli tilrauna og einnig milli kúakynja.
Áhrif grastegunda á át
Mikill munur kom fram á heyáti kúnna og átu kýmar mest af vallarfoxgrasinu en minnst af
túnvinglinum en átið á blöndunni var þama nánast mitt á milli. Þar sem nokkur munur var á
orkugildi heysins milli grastegundanna og þar sem mest var étið af orkumesta heyinu en minnst
af því lélegasta (sjá 2. töflu) þá eykst munurinn milli tegundanna ef litið er á fóðureiningar í
stað þurrefnis. Þá er einnig Ijóst að þetta er ekki bara samanburður á grastegundum heldur
einnig samanburður á mismunandi orkuríku heyi og ekki er hægt að greina þama á milli. Á það
má þó benda að grasið var slegið á þeim tíma þegar búist var við "besta" fóðrinu af hverri
tegund en um leið var sett sú krafa að ná "viðunandi" uppskerumagni. Jafnara fóðri hefði
sjálfsagt mátt ná með því að seinka slætti á vallarfoxgrasinu.
Að öðru jöfnu má búast við því að gróffóðurát aukist með hækkandi meltanleika á
fóðrinu þar sem fóðrið þarf þá styttri tíma í vömbinni til að meltast og fyrr losnar því pláss þar
fyrir meira fóður. Enginn munur var kjamfóðuráti milli grastegunda enda var kjamfóðurgjöfin
skipulögð óháð grastegundum eins og áður hefur verið lýsL