Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 159
151
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Skráning fjósa
Torfí Jóhannesson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
og
Jón Viðar Jónmundsson
Búnaðarfélagi íslands
INNGANGUR
Rannsóknir í byggingafræði og á samspili bygginga og búfjár eru að mörgu leyti torveldar.
1. Tilraunaaðstaðan er að jafnaði dýr.
2. Vinnubrögð eru nátengd því umhverfi sem vinnan fer fram í.
3. Rannsóknir á endingu byggingahluta taka langan tíma.
4. Áhrif bygginga á ffamleiðslu búfjár eru oft lítil til skemmri tíma en koma fram í
atriðum eins og endingu gripa, hreysti, frjósemi o.fl.
5. Kröfur bænda til bygginga eru breytilegar.
Þessi og fleiri atriði gera það að verkum að hefðbundnar skipulagðar rannsóknir henta
illa þegar afla á upplýsinga um byggingar. Árangursríkara er að taka stærri úrtök og safna
upplýsingum af vettvangi, sbr. athuganir á básum og flórristum (Magnús Sigsteinsson o.fl.,
1972; Gunnar M. Jónasson og Grétar Einarsson, 1985) vinnurannsóknir í fjósum og
fjárhúsum (Grétar Einarsson, 1976a; Grétar Einarsson, 1976b; Grétar Einarsson og Ólafur
Jóhannesson, 1981), athuganir á loftræstingu í fjósum (Bjöm Halldórsson, 1981; Grétar
Einarsson, óbirtar niðurst.), athuganir á loðdýrahúsum (Grétar Einarsson, 1985; Magnús
Sigsteinsson, 1985; Unnar Jónsson, 1985) og athuganir á sambandi sjúkdóma og bygginga
(Ólafur Jónsson, 1990; Torfi Jóhannesson, 1993). Fjöldi erlendra athuganna hefur einnig
verið gerður á þennan hátt og ástæða er til að nefna sérstaklega norsku "miljpkortin" (Ny-
gaard o.fl., 1981). Þar var safnað gögnum um umhverfi og aðbúnað nautgripa frá iíflega
1300 bæjum. Gögnin voru síðan borin saman við sjúkdómaskýrslur frá sömu bæjum og
þannig fengust dýrmætar upplýsingar sem leiðbeiningaþjónustan hefur síðan nýtt sér með
góðum árangri.
Hér á landi er nú hafinn undirbúningur að samræmdu skráningarkerfi fyrir fjósbygg-
ingar. Skráningin er byggð á svipuðum grunni og norsku "miljpkortin" en er töluvert
ítarlegri. Fulltrúar Búnaðarfélags íslands, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Embættis
yfirdýralæknis og Búnaðarsambands Suðurlands hafa skipað starfshóp sem hefur unnið að
verkefninu. Markmiðið er að safna á tölvutækt form byggingatæknilegum upplýsingum um
flest fjós í landinu.