Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 176
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Um afþreyingu á íslandi
Helga Haraldsdóttir
Upplýsingamiðstöð ferðamála
INNGANGUR
í mjög grófum dráttum má segja að þeir þættir sem ferðamenn nýta sér í ferðaþjónustu séu
þrír, þ.e. samgöngur, gisting/veitingar og afþreying. Að margra mati liggja möguleikar okkar í
síðastnefnda þættinum, afþreyingunni. Okkar styrkur liggur ekki aðeins í náttúru landsins
heldur er nokkuð víst að í framtíðinni munu leita hingað eldri ferðamenn en hingað til, fólk sem
hefur fengið nóg af sólarströndum og vill nota peninga sína í eitthvað nýtt og framandi.
Þar er áríðandi að byggja upp til þess að auka samkeppnisaðstöðu gagnvart öðrum
löndum og til að hafa eitthvað sem hvetur ferðamanninn til að eyða peningum um leið og hann
reynir eitthvað nýtt. Sé afþreyingin skemmtileg og peninganna virði að mati ferðamannsins
segir hann öðrum frá reynslu sinni og þannig koll af kolli.
í orðabók Menningarsjóðs er afþreying skilgreind sem dægrastytting, hugarhægð eða
huggun. Einnig mætti nota hugtakið dægradvöl. Orðið afþreying lætur e.t.v. ekki sérstaklega
vel í eyrum, hljómar næstum eins og einhvers konar ráð til að forða fólki frá því að drepast úr
leiðindum. Auðvitað er það ekki sú merking sem ferðaþjónustuaðilar leggja í það heldur miklu
frekar að um sé að ræða viðbót við náttúruskoðun, fjölskylduferð eða viðskiptaferð, eitthvað
sem gerir ferðina enn efdrminnilegri. Afþreying er tíleíni eða ástæða til að heimsækja einhvem
stað í styttri eða lengri tíma. Fyrir erlenda ferðamenn er tilefni íslandsferðar oftast náttúra
landsins en getur jafnframt því verið löngun til að reyna eitthvað nýtt, s.s. að fara á bak
íslenskum hesti, þeysa um á vélsleða eða fara í bátsferð á jökulá. Aðrir koma aðallega di að
sækja fund, fara á ráðstefnu eða tíl að heimsækja vini og ættingja en þykir ekkert verra ef
eitthvað af ofannefndri skemmtun eða dægradvöl fylgir í kjölfarið.
Það eru óteljandi ástæður fyrir því að fólk fer í ferðalag og þær eru breytilegar eftir
árstíðum. En flestir ætla sér þó að lenda í einhvers konar ævintýrum og þurfa þau ekki að vera
öll lífshættuleg því ævintýri geta verið af ýmsum toga. Við höfum öU t.d. séð aðdráttarafl Bláa
lónsins og greinilegt að margir líta svo á að það að fara í bað við slíkar aðstæður sé ævintýri í
sjálfu sér - það er eitthvað sem aðeins er hægt að prófa hér á landi og því láta fæstir erlendir
ferðamenn undir höfuð leggjast að skreppa þangað fyrst þeir eru á annað borð komnir tíl
landsins.