Ráðunautafundur - 15.02.1994, Qupperneq 182
174
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Vatnaveiði - Um stangarveiði í silungsvötnum
Einar Hannesson
Landssambandi veiðifélaga
Oft heyrast raddir sem telja að íslensk silungsvötn geti í framtíðinni laðað að sér mikinn íjölda
veiðimanna, bæði innlenda og útlenda, og þannig orðið vaxandi þáttur í ferðaþjónustu. Þar séu
nær ótakmarkaðir möguleikar á að opna rými fyrir veiðimennina. Á hitt er sjaldnar minnst hvað
þurfi að gera á heimavelii og annarsstaðar, áður en að til þessa komi, á að ört vaxandi fjöldi
veiðimanna leggi leið sína að vötnunum. Á þessu sviði er mikið verk óunnið. Hér á eftir verður
mál þetta skoðað nánar.
GNÆGÐ VATNA OG BESTU TEGUNDIR FISKA
Stöðuvötn stærri en 0,1 ferkílómetri að flatarmáli (10 hektarar) munu vera um 1.850 talsins
hér á landi, samkvæmt ritinu "Stöðuvötn á íslandi", sem Vatnsorkudeild, Orkustofnunar gaf út
1989. Talið er að flatarmál allra vatna á landinu sé um 1.300 ferkílómetrar eða 1,3% af
flatarmáli landsins. Vötnin eru dreifð nokkuð jafnt á landið allt og eru bæði á láglendi og á
heiðum uppi. Af heildarfjölda vatnanna eru 190 þeirra stærri en einn ferkílómetri.
Tiltölulega fáar tegundir af fiski eru í stöðuvötnum hér á landi, miðað við nágranna-
löndin. En við höfum þær verðmestu, bleikju, urriða, lax og ál. Oft er eingöngu önnur tegundin
í vötnum, bleikja eða urriði, en í öðrum tilvikum þær báðar. Þá eru sjógengin afbrigði þessara
tegunda, sem og lax og áll víða í vötnum, sem hafa samgang við sjó.
Silungur í stöðuvötnum getur vissulega verið gjöful auðlind, hliðstætt við önnur gæði
landsins. Mikilvægi hennar felst í því að hún endumýjar sig sjálf, en á hinn bóginn er verðmæti
hennar í takt við veiðiástundunina hveiju sinni, hvort heldur sem er atvinnuveiði eða stangar-
veiði. Atvinnuveiðar þurfa ekki að spilla möguleikum til stangarveiði í veiðivatni nema síður sé,
fiskstofnsins vegna, enda er þá veitt í net utan aðalstangarveiðitímans eða aðskilja vel netaveiði
og stangarveiðisvæði í viðkomandi veiðivatni.
SUMARHÚS VIÐ VEIÐIVÖTN
Þegar á heildina er litið, má segja að afdrep við silungsvömin hér á landi fyrir aðkomandi
veiðimenn, sé víðast hvar ekkert. Við mörg vötn hafa þó verið reist mannvirki í þessu skyni.
Við silungsvötn eru oft sumarbústaðir, eins og kunnugt er, t.d. við Þingvallavatn og
Meðalfellsvatn í Kjós, svo tvö þekkt vötn séu nefnd. Ljóst er að fólk hefur tryggt sér aðstöðu
til sumardvalar nærri veiðivatni til að eiga þann mögúleika að stunda þar veiðiskap.