Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 183
175
Þá hafa verið byggð sérstök veiðimannahús á nokkrum stöðum í eigu stangaveiðifélaga
eða klúbba veiðimanna, sem hafa veiðina á leigu.
Að lokum má minna á afréttarvötn, Veiðivötn á Landmannaafrétti, þar sem staðið hefur
verið vel í báða fætur að skipulagi og aðstöðu fyrir veiðimenn. Þama er þegar fengin áratuga
reynsla af starfsemi veiðifélags, sem skilað hefur góðum árangri.
SAMSTARFSNEFNDIN
Undanfarin ár hefur verið að störfum 5 manna nefnd um silungsveiði, sem í sitja fulltrúar frá
Búnaðarfélagi íslands, Ferðaþjónustu bænda, Landssambandi stangarveiðifélaga, Landssam-
bandi veiðifélaga og "Vatnafangi", félagi silungsveiðibænda. Þessi samtök hafa bæði fyrr og
síðar, á einn eða annan hátt, unnið að þessum málum, svo sem með hlunnindaráðgjöf, útgáfu
"Veiðiflakkarans", "Veiðidegi fjöldskyldunnar", útgáfu ritraðar "Vötn og veiði" og markaðs-
setningu atvinnuveiði.
Nefndin kynnti sér rækilega stöðu þessara mála og hefur lagt sérstaka áherslu á nauðsyn
þess að veiðimönnum sé auðvelduð aðkoma að veiðivötnum, að þar sé komið upp einhverri
lágmarksaðstöðu fyrir þá, veitt hefur verið ráðgjöf, auk þess sem urrnið hefur verið að
kynningu á silungsveiði. Við tvö veiðivötn hefur verið auðvelduð aðkoma að vatni og tvö
salemishús byggð við hvort vatn með tilheyrandi vatnsleiðslum. Þá kom út upplýsingaritið
"Fjöldskyldan og silungsveiðin", sem dreift var til allra 12 ára nemenda í gmnnskólum landsins
vorið 1993 í samráði við Menntamálaráðuneytið. Framleiðnisjóður hefur styrkt verkefni þessi
með fjárframlagi.
BÆTT VEGASAMBAND
Eitt af því sem veldur erfiðleikum um nýtingu silungsvatna er, hversu mörg þeirra eru x lélegu
eða engu vegasambandi við byggðina. Hér getur verið um stórt verkefni að ræða, eins og t. d.
vegagerð að Amarvatni stóra er gott dæmi um. En að því stóðu hreppamir, sem eiga afréttar-
landið. Er því viðbúið að það taki langan tíma að koma slíku í viðunandi horf.
Vegagerð að fjallavötnum, jafnvel þó að hún sé ófullkomin, er því einnig umhverfismál.
Eftir að vegur er kominn eða merktur slóði, er unnt að skylda menn, sem nota öflugustu
fjallabifreiðir, þó ekki sé talað um torfæmtröliin, til að fara um veg eða slóða og forða þar með
ffekari spjöllum á landinu.
AÐBÚNAÐUR VIÐ VÖTN
Víðast hvar er enginn aðstaða hvorki afdrep né hreinlætisbúnaður við vötn, eins og fyrr segir,
og gistiaðstaða bundin við þann búnað, sem veiðimaður kemur með sér, eins og tjald, svipað
og gilti yfirleitt um gistingu og annan fararbeina fyrr á ámm.
Segja má að einskonar bylting hafi orðið, hvað varðar þessa hluti almennt í stijálbýli
landsins hin seinni ár, með tilkomu Ferðaþjónustu bænda, eins og alkunna er. Jafnframt