Ráðunautafundur - 15.02.1994, Síða 184
176
aukningu á öðru gistirými og yfirleitt allri þjónustu, auk þess sem hjólhýsi og tjaldvagnar hafa
komið til sögunnar í ríkum mæli.
SKÝLI OG SNYRTIAÐSTAÐA
Það er því nauðsynlegt að koma upp einhverri lágmarks aðstöðu við vötnin, eins og skipulögðu
tjaldsvæði og afmörkuðu bifreiðastæði. Þar væri hentugt að koma upp einföldum skálum eða
opnum skýlum, er salemisaðstaða væri tengd við og unnt væri að losna við rusl, svipaður
búnaður og komið hefur verið upp víða um land við aðrar aðstæður.
Hafa ber í huga f þessu sambandi, að fólk gerir sér í dag aðrar væntingar, en fyrr á
öldinni í þessum efnum, þegar það er á ferðalagi, auk þess sem krafan um bætta umgengni við
landið er efst á baugi um þessar mundir. Ljóst er að þrándur í götu er, hversu vertíðin er í raun
stutt, að vísu er vaxandi áhugi á dorgarveiði í vötnum að vetrinum. Leita verður allra leiða til
að gera þetta á haganlegan hátt og forðast meiriháttar mannvirkjagerð sem næst vötnunum.
FRÆÐSLA OG UPPLÝSINGAR
Þeim sem eru að leita eftir veiðisvæði þarf að vera hægt að veita hagnýtar upplýsingar: hvar
séu seld veiðileyfi og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. í þessu sambandi má nefna upplýsinga-
miðstöð ferðamála (i) og þar sem seldar eru veiðivörur. Þar þurfa að liggja frammi sem víðast,
hvar unnt sé að komast í veiði.
Best væri að geta afhent viðkomandi veiðimanni yfirlitskort af veiðisvæði, en það er
ákaflega hentugt form fræðslu. Mikilvægt er við silungsveiðiþjónustu, að hægt sé fyrir veiði-
menn að snúa sér til ákveðins aðila á staðnum eða nærri honum með fyrirspumir og hugsanlega
aðstoð, ef á henni þarf að halda. Slíkur aðili gæti jafnframt haft með höndum skrásetningu á
veiði, en slík gagnasöfnun er mikilvæg varðandi framtíðina.
SALA SILUNGSVEIÐILEYFA
Sala veiðileyfa í silungsvötn fer ffarn með ýmsum móti. Algengast er að veiðileyfi sé selt á
heimavelli af veiðibónda eða umboðsmanni eigenda. Þá ráðstafa leigutakar, stangarveiðifélög
eða klúbbar leyfum til sinna félagsmanna og annarra, eftir því sem aðstaða er til hveiju sinni.
Auk þessa er algengt að veiðileyfi í silungsvötn séu seld hjá sportvöruveiðiverslunum og í
söluskálum við þjóðveginn og auk þess í tengslum við gistingu bæði hjá ferðaþjónustu bænda
og öðrum hótelrekstri á landsbyggðinni. Með aukinni tölvuvæðingu opnast möguleiki á að
veiðileyfi verði einnig seld f pósthúsum í þéttbýlinu.
NAUÐSYN MEIRI ÁHUGA OG SAMVINNU
Það er auðvitað lykilatriði í þessu sambandi, að veiðibændur og aðrir eigendur silungsvatna
hafi skilning og áhuga á þessu málefni, ella er til einskis barist fyrir umbótum á þessu vettvangi.
Það verður því miður að segja það, að deyfð og áhugaleysi virðist ríkja meðal margra