Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 187
179
MARKHÓPAR
Hvað markhópa snertir verður að gera greinarmun á lengri og skemmri ferðum. Við styttri
ferðir verður helst um ferðafólk að ræða með auðan tíma sem það vill fylla upp í og kemur oft
inn af götunni í leit af afþreyingu.
í flestum tilfellum er hér um að ræða fólk sem er óvant hestum og reynir þetta af forvitni
einni saman, jafnvel að fara á hestbak í fyrsta sinn. Fjölskyldur sem láta undan þrábeiðni bama
sinna eða foreldra sem hafa kynnst hestum og sveitalífi sem unglingar og vilja gefa sínum
bömum þessa tilfinningu. Hér er um jafnt Islendinga sem erlenda gesti að ræða.
Þegar vel tekst tíl við þessa gesti er þama kominn möguleiki fyrir framhaldi, því að ekki
þarf mikinn neista til að kveikja bálið, og oftar en ekki koma þessir einstaklingar síðar og þá í
lengri ferðir. Hér þurfa því kynningarbæklingar að liggja frammi sem víðasL
í lengri ferðum er fólk sem hefur gert áætlun um sín fií langt ffam í tímann, oft pantað
með árs fyrirvara. Þama er um fólk að ræða sem oftar en ekki er þrælvanir hestamenn. Fjöldi
þeirra em eigendur hesta, stórra eða smárra og margir eiga íslenska hesta. Þetta fólk hefur í
mörgum tilfellum stundað reiðskóla frá bamsaldri og því afbragðs góðir knapar. Áhugi er því
mikill að kynnast þessari undursamlegu dýrategund í sínu upprunalega umhverfi.
Óskir og vonir þessa fólks em: Að vita meira og meira um hestinn, uppmna hans og lff
og þróun í þessi rúmlega 1100 ár sem ísland og íslensk veðrátta hefur mótað hann. Hjá þessum
hópi er mesta aðdráttaraflið fólgið í hestinum sjálfum og þarf því að vanda hestakostinn sem
mest. Oft á tíðum koma einnig ævintýramenn sem vilja prófa eitthvað nýtt, en enginn hefur
þurft að yfirgefa hópinn þótt óvanur sé.
MARKAÐSSETNING
Helstu möguleikar:
1. Em að byggja kerfið upp með sjálfsölu. Slík vinna skilar litlu og getur því aðeins
komið að gagni eftir lengri starfstíma, eða þegar markaðshópurinn er orðinn stór.
2. Að nota ferðaheildsalana, ferðaskrifstofur, sem er það algengasta.
3. Einnig em möguleikar á að koma sér inn í bæklinga hjá þeim stóm en það er
auðvelt eftir að fyrirtækið hefur sannað sig og sína þjónustugetu.
4. Þá er að ráðast í eigin útgáfu á kynningarritum, bæklingum og er það einn dýrasti
liðurinn en jafnframt sá sem mestu skilar.
5. Þá er að nefha ferðaráðstefnur og sýningar tengdar ferðamálum og landkynningar
hvers konar. Slikar kynningar em ætíð árangursríkar en kostnaðarsamar en segja
má að öll markaðssetning sé dýr bæði í útlögðum peningum og tíma ekki síður.
6. Þá er hér ótalin sú leiðin sem einna best reynist en það er orðsporið. Slík auglýsing
er sú besta og óbrigðulasta sem völ er á. Ánægður ferðamaður verður alltaf besta
auglýsingin.