Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 188
180
REKSTURINN
Rekstur hestaleigu er mjög margþættur og flókinn. Hafa verður helst x huga, aðhald og hagsýni
í hvívetna. Þama koma inn ótal liðir svo sem:
1. Auglýsingakostnaður.
2. Hutningur fólks og hrossa milli staða.
3. Innkaup fyrir hreinlætis- og matvöru.
4. Gistingar.
5. Hestakostur lánaður, keyptur eða leigður.
6. Reiðtýgi, hnakkar, beisli, reiðmúlar, skeifur.
7. Regngallar, öryggishjálmar.
8. Vinna.
VINNA
1. Framkvæmdastjóri með góða yfirsýn yfir alla þætti rekstursins. Góður hestamaður,
með skilning á eðli og þörfum hestsins, auk almennrar þekkingar á rekstri fyrir-
tækja.
2. Leiðsögumenn með staðgóða þekkingu á hestamennsku, málakunnáttu og kunnáttu
á landinu og sögu þess.
3. Hestasveinar, jámingamenn og aðstoðarfólk við rekstur og töku hestanna.
4. Matreiðslumann.
5. Bflstjóra.
Halda verður sérstaklega að þessum vinnukrafti að hann sýni hlýlegt viðmót við gesti,
kurteisi í hvívetna og þjónustulund. í rekstri sem þessum má í mörgum tilfellum fá starfskraft
utanlands ffá vegna þeirra mörgu sem vilja vinna og læra í sambandi við hestamennskuna, oft á
tíðum er þetta ódýrara vinnuafl.
TÍMI
Sumrin eru stutt hér á landi. Daginn fer að stytta um miðjan ágúst, veður að breytast og grös
að sölna. Þetta veldur því að hestamir þyngjast og dofna. Tími lengri ferða er þessu háður.
Úthald því um það bil átta til níu vikur í það mesta. Með lengingu þessa tírna bætist
óhjákvæmilega við nokkur kostnaður sem felst í fóðurkaupum fyrst og fremst, betra viðurværi
og skjóli fyrir hestana og einnig auknum öryggisbúnaði í bílakosti og strangara eftirlit ffá
bækistöð. Þó hafa auknar eftirspumir verið fyrir ferðum í maí og september. Að sjálfsögðu
verður reynt að verða við þeim eins og unnt er. Styttri ferðir em aftur á móti teknar allt árið og
eftirspum eftir þeim eykst jafnt og þétt.
GÆÐIOG NÁKVÆMNI
Hvað vill þetta fólk? Hvemig þjónum við því sem best? Hvers væntir það af okkur?