Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 192
184
STÍGUR VIÐ FERÐAÞJÓNUSTBÆ
Ég tel æskilegast fyrir ferðaþjónustubændur að leggja 1-2 km langan malarborinn stíg með
skiltum með ákveðnum upplýsingum fyrir fræðslu og hvatningu eða hjálp við að skynja
umhverfið og auk þess að stika lengri leiðir sem væru lagaðar á stöku stað, brú yfir læki,
tréstígur yfir mýrarsund o.s.frv. Best er ef stígurinn er lagður í hring, þ.e. að fólki sé ekki ætlað
að fara sömu leið til baka.
Nánar um malarborinn stíg með svokölluðum póstum
Póstar eru staðir þar sem komið er fyrir upplýsingum af einhveiju tagi, t.d. skiltí með
upplýsingum eða stiku með númeri. Á póstunum eru veittar upplýsingar eða fólki bent á
ýmislegt sem hægt er að skynja í umhverfinu. Þá er átt við bæði það sem er sérstakt við staðinn
og það sem er venjulegt eða hversdagslegt.
Ég bendi á 3 aðferðir til að koma upplýsingum tíl þeirra sem nota stíginn:
1. Númeraða pósta sem vísa í bæklinga.
2. Upplýsingaskilti á póstunum sjálfum.
3. Númeraða pósta sem vísa til hljóðsnældu.
Fyrstí kosturinn er ódýrastur. Við stíginn, með 50-100 m millibili, er settur hæll með
númeri, sem vísar til texta í bæklingi. Ekki er nauðsynlegt að leggja út í dýra bæklingaútgáfu í
byijun, en mikilvægt að vanda innhald hans. Hægt væri að byija með fjölrit, þá er meira
svigrúm til að láta bæklinginn þróast eftir því sem reynslan gefur tilefni til.
Efni slíks bæklings gæti verið eitthvað á þessa leið:
1. Ávarp; "velkomin á staðinn...hann er ffægur fyrir...".
2. Kynning á gönguleiðinni, lengd hennar og hversu erfið/létt hún er.
3. Einfaldur uppdráttur af gönguleiðinni og afstöðumynd af bænum eða upphafs-
staðnum.
4. Aðaltexti sem á við hvem póst; skýringar, leiðbeiningar og upplýsingar um jarð-
sögu, lífríki, sögu, menningarminjar o.fl.. Hugsanlega skýringarmyndir.
Sú aðferð að setja skilti með upplýsingum á hvem póst er trúlega dýrari. Þar emm við að
tala um skilti ca 30x40 cm á kant með vönduðum texta upp á 40-50 orð. Skilti sem þola
veðráttuna hér em dýr, en hægt er að lengja endingartíma verulega með því að taka þau inn
yfir veturinn. Æskilegast er að kaupa fagmann til þess að hanna slík skilti. Handlagnir menn og
konur geta þó útbúið texta og uppdrætti á gott spjald og látið plastleggja það líkt og gert er
við kort. Upplýsingaspjaldið er sett á plötu úr vatnsheldum krossviði, lítið eitt stærri en
spjaldið, síðan er kíttað með glæm kítti hringinn og plexi-glerplata sett ofan á. Að lokum er
borað í gegn um allt og boltað saman. Snyrtilegt væri að ramma spjaldið inn. Undirstaða
skiltanna eru staurar t.d. 5x7 cm að sverleika og 60-70 cm á hæð frá jörðu, á þá boltuð
jámplata með sporðum og skiltin sjálf síðan boltuð á jámplötuna.
Ég vil ítreka mikilvægi þess að skiltin séu snyrtileg og samræmd að stærð og gerð.