Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 194
186
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Brennisteinn í áburði og jarðvegi
Bjami Helgason
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Brennisteinn er svo nauðsynlegur vexti og viðhaldi plantna, að stundum hefur verið talað um
hann sem fjórða mikilvægasta næringarefnið á eftir köfnunarefni, fosfór og kalí. Hann er
ómissandi fyrir myndun eggjahvítuefna og vissra vítamína.
Brennisteininn, sem plöntumar nærast á, fá þær að einhverju leyti úr hinni náttúmlegu
hringrás þar sem bergefni og steindir veðrast og lífræn efni brotna niður. Lítilsháttar berst
með úrkomu og andrúmslofti. Hlutdeild hins síðastnefnda jókst þó verulega með iðnbylt-
ingunni og kolaiðnaðinum allt fram undir þennan áratug.
BRENNISTEINN í ÁBURÐI
Brennistein í áburði var fyrst og fremst að fá í ammóníum súlfati, öðra nafni brennisteinssúra
ammóníaki, og í venjulegu súperfosfati. Á síðustu áratugum hefur ammóníum nítrat að mestu
leyti komið í stað brennisteinssúrs ammóníaks og þrífosfats, sem inniheldur aðeins um 1,5%
brennistein (S) í stað stað súperfosfats, sem inniheldur 17-18% brennistein (S). Og síðastar
eru svo áburðarblöndumar, sem byggja að veralegu leyti á ammóníumfosfati um leið og þær
eru enn hreinni hvað aukaefni snertir.
BRENNISTEINN í ANDRÚMSLOFTINU
Breytingar á viðhorfum til Ioftmengunar á seinustu áram hafa leitt til þess, að langtum minna
magn af brennisteini berst nú út í andrúmslofdð en t.d. kringum 1970. Sem dæmi má nefna,
að bara á síðasta áratug minnkaði brennisteinsmagn í úrkomu í Noregi um 33-43% (Singh
1993) og í Mið-Svíþjóð um fimmtung (Simán 1993).
Þessar viðhorfsbreydngar eiga m.a. verulegan þátt í því, að brennisteinsskort í ræktun
er nú að finna um allan heim, meira að segja í námunda við þau iðnaðarsvæði Evrópu, sem til
skamms tíma spúðu hvað mestri mengun út í andrúmslofdð. Gott dæmi í því sambandi er
Slésvík-Holstein svæðið í Þýskalandi, þar sem hreinn brennisteinn í úrkomunni hefur
minnkað úr 80 kg S/ha á áranum 1955-56 niður í 20 kg S/ha þrjátíu áram síðar (Schnug
1991). Að sjálfsögðu koma hér líka til sögunnar uppskerumeiri plöntur og um leið áburðar-
frekari en áður var.
BRENNISTEINSÞORF
Brennisteinsþörfin er í beinum tengslum við notkun köfnunarefnisáburðar og þar af leiðandi