Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 196
188
BRENNISTEINN í INNLENDUM ÁBURÐI
Árið 1972 var farið að framleiða blandaðan áburð hér á landi. Árið 1974, þegar hluti af
þessum tilraunaniðurstöðum lá fyrir, ákvað Áburðarverksmiðjan því að koma til móts við
þessa nýju þörf, sem fram að þessu hafði eingöngu verið staðfest með vissu í túnum
norðanlands. Þetta var áburðarblandan Græðir 4+2 en talan 2 í þessu sambandi táknaði 2%
brennisteinsinnihald blöndunnar. En þegar svo staðfestum tilfellum um brennisteinsskort
fjölgaði, var ákveðið, að frá og með 1985 skyldu allar venjulegar túnblöndur Áburðarverk-
smiðjunnar innihalda 2% af brennisteini (S). f fyrstu var notað brennisteinssúrt kalí (kalíum
súlfat) til að koma brennisteini í blöndurnar en á seinni árum brennisteinssúrt ammóníak
(ammóníum súlfat).
En hvers vegna var ákveðið að halda sig við 2% en ekki t.d. 1% eða 3%? Samkvæmt
tilraunaniðurstöðunum virtust 8-10 kg/ha af brennisteini í áburðinum vera í flestum tilfellum
fullnægjandi (Áslaug, Hólmgeir og Friðrik 1977) og áburðarleiðbeiningamar voru almennt
miðaðar við 400-500 kg af áburðarblöndu á hektara. Miðað við þessar áburðarleiðbeiningar
var því víðast hvar vel séð fyrir hugsanlegri brennisteinsþörf í túnræktinni.
Hins vegar er það svo, að uppskeruauki fyrir brennistein í áburði og brennisteinsskortur
er ekki árvisst fyrirbæri og mun veðurfarsþátturinn trúlega valda þar mestu um. Brennisteinn-
inn í áburðarblöndunum er því fyrirbyggjandi aðgerð sem fyrst og fremst er hugsuð til að
koma í veg fyrir uppskerutap. En um leið verða menn að hafa það í huga, að brennisteinn
sýrir jarðveginn með tímanum þótt árleg notkun hans sé lítil.
Rétt er líka að minna á, að venjulega er talin lítil hætta á brennisteinsskorti þar, sem
mikill búfjáráburður er notaður. Engu að síður hefur verið bent á, að mikilvægi búfjáráburðar
í þessu sambandi geti verið verulega ofmetið, þótt dreift sé á gróandanum, sérstaklega þegar
notuð er haugsuga við dreifinguna (Myhr 1993).
Hér á landi sem víða annars staðar hefur brennisteinsskortur einkum verið bundinn við
hin úrkomuminni svæði. Hérna tengist hann helst móa- eða fokjarðvegi og sendnu landi,
m.ö.o. jarðvegi, sem regnvatn hripar hratt í gegnum.
BRENNISTEINN í ÚRKOMUNNI
Áður hefur verið vikið að því, að veðurfarsþátturinn kunni að valda miklu um hugsanlegan
brennisteinsskort og hvort uppskeruauki kunni að fást fyrir brennistein í áburði eða ekki. I
þessu sambandi beinast augun að því hve mikill brennisteinn kunni að berast með úrkomunni
á ári hverju. Veðurstofan hóf ýmiss konar efnamælingar á úrkomu árið 1958 á Rjúpnahæð
við Reykjavík og árið 1960 að Vegatungu í Biskupstungum (Veðráttan 1958-1962, 1967,
1970, 1974, 1979). Rétt er að benda á, að Vegatunga er um það bil 45 km frá sjó.
Á 2. mynd má sjá breytileikann í því brennisteinsmagni, sem barst á ári hverju með
úrkomunni á Rjúpnahæð. Minnst varð það 3 kg af hreinum brennisteini (S)/ha og mest komst
það upp í 12 kg S/ha á því 20 ára tímabili, sem mælingar stóðu á þessum stað.