Ráðunautafundur - 15.02.1994, Síða 198
190
Mælingunum í Vegatungu var hins vegar hætt töluvert fyrr, þ.e. árið 1973. í megin-
dráttum voru niðurstöðurnar þar svipaðar og á Rjúpnahæð. Reyndar er minnsta brennisteins-
magnið fyrir Vegatungu 4,3 kg S/ha, meðan það fór niður í 3,6 kg S/ha á Rjúpnahæð fyrir
samsvarandi tímabil. Á hinn bóginn reyndist hæsta talan í Vegatungu 10,9 kg S/ha vera lægri
en á Rjúpnahæð þar sem til féllu 12,0 kg S/ha.
Skoðun á meðaltölum mánuðanna í áðurgreindum skýrslum Veðurstofunnar sýnir lítils-
háttar meiri sveiflur í Vegatungu en á Rjúpnahæð. Almennt fylgja þó breytingamar í brenni-
steinsmagninu breytingum í úrkomunni eins sést á 3. mynd varðandi Rjúpnahæð. Þar eru
sýndar meðaltölur hvers mánuðar bæði fyrir úrkomu mælda í mm og brennisteinsmagn
umreiknað í kg S/ha.
Nú er úrkoma hér yfirleitt mest á þeim tíma, sem jörð er meira og minna frosin, þannig
að brennisteinninn, sem þá berst kemur gróðrinum að litlu gagni, þar sem hann skolast burtu.
Þar við bætist, að það, sem fellur á þíða jörð utan vaxtartímans, skolast líka niður, vegna þess
að brennisteinninn er í formi súlfats og bindst því lítið í jarðveginum og ekkert, ef hann er
sendinn.
Brennisteinsþörfin er að jafnaði mest, þegar sprettan fer hratt af stað samtímis því, sem
rótarkerfi plantnanna er e.t.v. ekki enn nægilega öflugt. Tímabilið maí-júlí skiptir okkur því
væntanlega mestu og þá kemur í ljós eins og sést á 3. myndinni, að brennisteinsmagn það,
sem með úrkomunni hefur fallið á þessu tímabili, er ekki nema 0,6 kg S/ha til 2,3 kg S/ha.
Sama brennisteinsmagn mældist í Vegatungu fyrir þetta þriggja mánuða tímabil, þótt úr-
koman væri þar önnur. Það er því trúlega aðeins á úrkomumestu svæðunum, sem hugsanlegt
er, að brennisteinsþörf grasanna geti verið fullnægt gegnum rigninguna í meðalárferði.
Framan af var gjama litið svo á, að brennisteinn í úrkomunni væri til sanninda um loft-
mengun frá misfjarlægum iðnaðarsvæðum eða frá hverasvæðum eða jafnvel eldgosum langt í
burtu. - Skoðum þetta ögn betur.
Árið 1980, eftir að mælingunum á Rjúpnahæð var hætt, hóf Veðurstofan víðtækar mæl-
ingar varðandi ýmiss konar loftmengun á írafossi við Sog í Grímsnesi. írafoss er um 25 km
frá sjó. í mælingunum þarna hefur m.a. verið reynt að greina milli hvaðan brennisteinn í
úrkomunni geti verið upprunninn, þ.e.a.s. hve mikið kunni að vera af völdum beinnar loft-
mengunar og hve mikið kunni að eiga uppruna sinn í sjónum og berist með sjávarroki.
4. myndin sýnir nokkrar af niðurstöðunum, sem byggðar eru á gögnum Veðurstofunnar
(Veðurstofa íslands 1993). Þama kemur berlega í ljós, að brennisteinn sem hrein loftmengun
er þama ekki nema lítill hluti þess brennisteinsmagns, sem kemur niður með úrkomunni. í
vetrarmánuðunum, þegar hvassviðrin eru að jafnaði mest, nær hlutdeild sjávarroksins allt að
70% í brennisteinsmagni úrkomunnar. Og þegar hægir veður, minnkar hlutur sjávarins sífellt
í þessum efnum og kemur ekkert inn í myndina á miðju sumri.
Af þessum mælingum má því að álykta, að fjarlægð frá sjó geti skipt töluverðu máli
varðandi brennisteinsmagn úrkomunnar á hverjum stað. Áþekkar niðurstöður hafa fengist
annars staðar (Miller 1993).