Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 199
191
S(kg/ha/mánuð)
1,7
1,1
Jan Feb Mar Apr Maí Júní Júlí Ágúst Sept Okt Nóv Des
sjór 'fy'/Á 0,9 1,2 0,5 0,4 0,1 0,2 0 0,2 0,2 0,4 0,5 0,7
lott Hi 0,4 0,5 0,5 0,7 0,5 0,3 0,5 0,3 0,3 0,4 0,4 0,4
4. mynd. Brennisteinn í úrkomu, meðaltöl mánaða að írafossi 1980-1991, sem loftmengun
og með sjávarroki.
EFNAGREININGAR OG BRENNISTEINSSKORTUR
Rannsóknir hafa sýnt, að jarðvegsefnagreiningar til að sjá fyrir brennisteinsskort hafa enn
mjög takmarkað gildi. Það er m.a. vegna þess, að þær gefa ekki mat á hina óútreiknanlegu
veðurfarsþætti eða hve mikið muni berast með úrkomunni. En fyrst og fremst er það, að
súlfatið í jarðveginum er einkar óstöðugt - brennisteinnin, sem plönturnar taka úr jarðveg-
inum er í formi súlfats - og hripar hratt niður gagnstætt t.d. fosfómum. Breytingar á súlfat-
innihaldinu yfir vaxtartímann geta því í senn verið miklar og óútreiknanlegar. Öraggasta
leiðin í þessu sambandi eru blaðefnagreiningar í lok vaxtartímans og þá skiptir máli, að teknir
sé yngstu þroskuðu vaxtarsprotamir (Withers 1993).
Undir lokin skal bent á að við blað- eða heyefnagreingamar er annars vegar skoðað
brennisteinsinnihaldið í heyinu og hins vegar hlutfallið milli köfnunarefnis (N) og brenni-
steins (S). í grein þeirra Áslaugar, Hólmgeirs og Friðriks, sem áður er vitnað til, kemur fram,
að í nokkrum tilraunanna reyndist þetta N/S hlutfall vera milli 10 og 20 og í kringum 16 við
hámarksuppskeru. Eins og þau bentu á var þessi síðastnefnda tala í góðu samræmi við
erlendar niðurstöður.
Nú 25 árum seinna, þegar brennisteinsskortur í grasrækt er orðinn jafn algengur og
raun ber vitni, gera Bretar t.d. ráð fyrir að þetta N/S hlutfall eigi að vera 15,5. Búast má við
uppskeruauka fyrir brennisteinsáburð, ef þetta hlutfall verður hærra en sé hlutfallið lægra á
hins vegar allt að vera í lagi (Chaney 1993). Finnar, sem hafa skoðað vallarfoxgras sér-
staklega og eru með mjög svipaða þurrefnisuppskera og við, telja N/S hlutfallið 13-14
fullnægjandi. Hins vegar er markgildi fyrir brennisteininn breytilegt eftir því, hve mikið