Ráðunautafundur - 15.02.1994, Síða 201
193
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Áhrif áburðar og sláttutíma á efnainnihald í grasi
Hólmgeir Bjömsson
og
Friðrik Pálmason
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Um og upp úr 1980 voru tilraunir með áburðar- og sláttutíma veigamikill þáttur í tilrauna-
starfseminni, bæði á tilraunastöðvum Ra.la. og á Hvanneyri, m.a. vegna þeirTar niðurstöðu
tikanreikninga, að mjólkurframleiðslan væri miklum mun hagkvæmari, ef snemma er slegið en
seint (Gunnar Sigurðsson o.fl. 1980, Hólmgeir Bjömsson 1985). Af niðurstöðum þessara og
eldri tilrauna með áburðar- og sláttutíma hefur mælingum á uppskeru, próteini og meltanleika
verið gerð best skil (Hólmgeir Bjömsson og Jónatan Hermannsson 1983, Guðni Þorvaldsson
og Hólmgeir Bjömsson 1990).
Af helstu niðurstöðum um grasvöxt má nefna, að mismun milli ára í heyfeng um 1. júlí
má skýra með hita undanfarandi vetrar, sem nemur 769 kg/ha af þurrefni hjá vallarfoxgrasi og
606 kg/ha hjá vallarsveifgrasi fyrir hveija 1°C í meðalhita október til maí (Guðni Þorvaldsson
og Hólmgeir Bjömsson 1990). Eru þessar niðurstöður í ágætu samræmi við eldri niðurstöður
þar sem unnið var úr langtímatilraunum tilraunastöðvanna (Hólmgeir Bjömsson og Áslaug
Helgadóttir, 1988). Hjá vallarfoxgrasi fundust áhrif af hita og. geislun á sprettutímanum á
vaxtarhraðann. Innan þeirra marka, sem þessir veðurþættir breyttust milli 2-3 vikna tímabila,
eins og oftast liðu milli sláttutíma, gátu þeir hvor um sig skýrt mismun á vaxtarhraða sem
nemur allt að 50 kg/ha/dag, en að meðaltali var hann 113 kg/ha/dag. Að öðru leyti er vöxtur
vallarfoxgrass því sem næst hnulegt fall af trma þann hluta sumars, sem tilraunimar hafa náð til,
oftast frá júnílokum til ágústbyrjunar. Aðrar grastegundir spretta hægar, a.m.k. á seinni hluta
vaxtartímans. Hjá vallarsveifgrasi fannst nokkurt samband við vetrarhita (des.-mars, neikvætt)
og vorhita (apríl-maí, jákvætt) (Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir Bjömsson 1990).
Áburðamotkun náði hámarki hér á landi um og eftir 1960. Þá höfðu staðið yfir
umfangsmiklar áburðartilraunir undanfarinn áratug og var þeim haldið áfiram firam á 8. ára-
tuginn í svipuðum mæli. Þessar tilraunir ásamt eldri tilraunum hafa verið grundvöllur leiðbein-
inga um áburðamotkun hér á landi, hvort sem þær hafa byggst beint á tilraunaniðurstöðum
(notkun nituráburðar) eða jarðvegsefnagreiningum (fosfór- og kalíáburðar).
Kannaðir vom möguleikar á að nota mælingar á próteini, fosfór og kalí í grasi til þess að
meta áburðarþörf og var í fyrstu stuðst við niðurstöður tilrauna frá tilraunastöðvum jarðræktar
á ámnum 1961-69 (Friðrik Pálmason 1972). Notagildi þeirra rannsókna var síðan prófað í
svonefndri 11-bæja rannsókn á Suðurlandi á ámnum 1972-76, m.a. með samanburði við jarð-
vegsaefnagreiningar (Friðrik Pálmason 1982). Sú rannsókn náði einnig til heygæða og