Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 203
195
um sýnatöku úr áburðartilraunum árin 1973-1977. Sumrin 1978-1980 var enn safnað sýnum af
nokkrum grastegundum og stofnum á Korpu, vikulega tvö seinni sumrin, og þá voru þrir
áburðartímar. Aðkomugróður var ekki hreinsaður úr þessum sýnum. Niðurstöður mælinga á
meltanleika og nitri í sýnunum frá 1978-1980 hafa verið notaðar í þeim heimildum, sem vitnað
var til hér á undan. Steinefni voru ekki mæld, og ekki tókst að ljúka mælingum með þeim
fyrirvara sem gafst frá því að ákveðið var að fjalla um þetta efni á ráðunautafundi. Síðastliðið
sumar hófu Tryggvi Eiríksson og Guðni Þorvaldsson sýnatöku á 6 grastegundum. Er mjög til
þeirrar sýnatöku vandað, allur aðkomugróður hreinsaður úr, og þurrkun og mölun hagað svo,
að allar mælingar á lífrænum efnum verði sem áreiðanlegastar.
BREYTING Á EFNAINNEHALDI MEÐ VEXTI
Niðurstöður mælinga Gunnars Ólafssonar (1979) um efnasamsetningu 7 grastegunda af þeim
10, sem hann tók sýni af voru valdar til úrvinnslu. Sleppt var fyrstu og síðustu sýnitökuvikunni
bæði árin, enda vantaði þá sýni af sumum tegundanna. Á þeim tíma sem þessi hluti
sýnatökunnar spannaði, 13. júní til 29. ágúst 1966 og 15. júní til 31. ágúst 1967 eða 77 daga
hvort ár, fundust engin merki annars, en að allar grastegundimar fylgdust að með breytingar á
efnainnihaldi, nema helst hvað varðar kalsíum. Þess vegna verða niðurstöður skýrastar, ef
unnið er með meðaltöl allra tegunda og beggja ára. Þótt gert sé ráð fyrir að tegundirnar fylgi
samsíða ferlum, gættí nokkurrar fylgni milli frávika bæði hjá tréni við meltanleika (neikvæð) og
hjá próteini, P, Ca, Mg, innbyrðis milli allra efna, og hjá K er h'tils háttar fylgni við prótein og
P. Bendir þessi fylgni til, að um raunveruleg frávik eða þriggja þátta samspil tegunda, ára og
vikna sé að ræða, þótt það hljóti að vera lítið.
Breyting á efnamagni þegar á h'ður sumarið samkvæmt rannsóknum Gunnars Ólafssonar
(1979) er sýnd á 1. mynd. Auk vikulegra meðaltala eru dregnar beinar línur, sem sýna breyt-
inguna á því bili sem beinnar línu nálgun á við. Meltanleikinn hefur fallið línulega framundir
sumarlok (1. mynd a). Prótein fellur ört fram um miðjan júlí. Þegar frumumar stækka kemur
tréni í stað frymis. Á 1. mynd b sést, að ekki er fjarri lagi, að summa þessara efna haldist
stöðug, þótt heldur fari hún lækkandi. Fosfórinn fellur með svipuðum hætti og próteinið, en
hraðfara fall hætti þó um viku fyrr og við það hækkar hlutfallið P/N, sjá 1. mynd c. Af
málmjónunum eru eingildu jónimar lausar bundnar í jarðvegi en þær tvígildu og fyrr teknar
upp, a.m.k. K, sem fellur ört þegar h'ður á sumarið, þó hægar en prótein og P (1. mynd d). í
þessari rannsókn kom ekki fram marktæk breyting á Mg og Ca með ti'ma (1. mynd e). Eins og
áður kom fram fylgjast þessi efiú samt að. í öðrum tilraunum hefur komið fram breyting á
þessum efnum þegar líður á sumarið, ýmist hækkun eða lækkun. í þeim tihaunum, sem fjallað
er um í næsta kafla, var umtalsverð lækkun.