Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 205
197
Hér hefur verið rætt um efni sem hlutfall af þurrefni eins og oftast er gert. Með tilliti til
fóðrunar getur verið eðlilegra að miða við meltanlegt þurrefni eða fóðureiningu. Af 1. mynd
blasir við, að prótein og fosfór falla örar en meltanleikinn framan af sumri, en hægar úr því.
Styrkur þeirra miðað við meltanlegt þuirefni fer því minnkandi ffaman af, en vex á ný er h'ður á
sumarið. Svipað á við um kah', þótt það falli hægar og umskiptin verði seinna. Hins vegar lætur
nærri, að styrkur kalsíums, magníums og natríums vaxi að því skapi sem meltanleikinn fellur, ef
miðað er við meltanlegt þurrefni.
Hér hefur aðeins verið rætt um þróun efnasamsetningar ffam að slættí, en rétt er að
minna á, að við heildarmat á sláttutímaáhrifum verður að hafa endurvöxtínn og nýtíngu hans í
huga.
ÁBURÐARTÍMI
Niðurstöður tilrauna hafa að jafnaði sýnt minni uppskeru eftir því sem seinna er borið á að vori.
Fyrstí áburðartífninn hefur oftast verið í maíbyijun, en sá síðasti um 10.-15. júní. Tilraunir sem
hafa verið gerðar eftír að árferði tók að kólna á ný hafa ekki gefið jafh eindregnar niðurstöður
að þessu leytí. Þegar tilraunimar voru flokkaðar eftir því hvort vorin væru hlý eða köld kom í
ljós, að htlu munaði hvort borið var á 5. eða 25. maí á köldu vori, en samt gafst jafn illa að
draga áburðardreifingu fram undir miðjan júní og á hlýju vori. Þegar tekið var tilht til þess, að
styrkur niturs og þar með hrápróteins er meiri eftir því sem seinna er borið á og að þá er
jafnffamt eðlilegt að seinka slætti lítihega, reyndist áburðardreifing um 25. maí ívið betur en 5.
maí á köldu vori, heildarmagn niturs varð þá meira (Hólmgeir Bjömsson og Jónatan Her-
mannsson 1987). Rétt er að taka fram, að sömu dagsetningar eiga ekki við alls staðar, en
meðal ályktana sem voru dregnar af þessum niðurstöðum er, að í erfiðu árferði sé mikilvægt að
bera á við fyrstu hentugleika, en meira svigrúm gefist þegar vel vorar.
í því uppgjöri á tilraunum með áburðartíma, sem ffá var greint, þótti nauðsynlegt að nota
mælingar á niturupptöku til að rétta af þá skekkju í samanburði sem verður við, að ekki er
hægt að mismuna áburðartímaliðum með sláttutíma í tílraunum. Einnig hefur áburðartími haft
umtalsverð áhrif á meltanleika, þannig að hann fehur seinna og hægar eftir því sem seinna er
borið á. Samkvæmt niðurstöðum einnar tilraunar reyndist hálfsmánaðarseinkun áburðartí'ma
vinna upp það fall meltanleikans sem varð við seinkun sláttar um sex daga, og vorbeit hefur
áhrif í sömu átt (Hólmgeir Bjömsson og Jónatan Hermannsson 1983).
í 1. og 2. töflu eru niðurstöður efnamælinga á sýnum úr áburðartí'matilraunum. Mæhngar
á steinefnum, P, Ca, Mg, K og Na, voru gerðar nú í janúar. Niðurstöðumar eru sýndar bæði
sem hlutfallstölur og upptekið magn efnis í kg/ha. í 1. töflu eru niðurstöður mælinga á sýnum
frá 1982 og 1983 í tilraun nr. 02-567-81. Valdir voru tilraunahðir þar sem sáð var hreinum
tegundum, Öddu vallarfoxgrasi, Fylkingu og 06 vallarsveifgrasi (íslenskt), Leik túnvingli og N-