Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 216
208
Hinn fyrsti er um það leyti sem örlar á skriði vallarfoxgrass og síðan tveim og fjómm
vikum síðar. í "snarrótartilrauninni" er nær engin snarrót. Fræið spíraði illa og undir nafninu
snarrót felst henn mesti óræstisgróður; knjáliða- og varpasveifsras, haug- og vegarfi, sóleyjar
og fleira ómeti.
Þessar niðurstöður koma væntanlega ekki á óvart; í grófum dráttum má skipta tegund-
unum í þrennt. Vallarfoxgras gefur langminnstan endurvöxt, og eftir sláttutíma 2 (nálægt
miðjun júlí) er endurvöxtur varla nýtanlegur til slægna, og sambærilegur að magni við það sem
aðrar tegundir gefa eftir slátt í júlílók. Sveifgras og beringspuntur gefa mestan endurvöxt en
túnvingull, língresi og "snarrót" em þar á milli.
Það er athyglisvert í 1. töflu að heildamppskera þegar snemma er slegin er nær hin sama
og fyrri sláttur við síðasta sláttutíma sömu tegunda. Þetta er í samræmi við reynslu úr sláttu-
tímatilraunum að heildamppskera annarra tegunda en vallarfoxgrass sé nær óháð sláttutíma 1.
sláttar (t.d. Ríkharð Brynjólfsson 1980). Þegar fyrri sláttur hefur verið í lok júlí eins og í þessu
tilfelli hefur háin oft fengið að standa óslegin. Uppskemtölur háar eftir síðasta sláttutíma í
töflunni að ofan blekkja nokkuð. Magn gróðurs á reitunum er í flestum tilfellum afar h'tið og
myndi ekki teljast slægja, en þurrefnishlutfall septemberslægju er mjög hátt og því er þurr-
efnisupskeran svo há.
Síðastliðið sumar hófust tilraunir þar sem meðal annars er mældur endurvöxtur tegunda.
Til hliðsjónar því sem að ofan greinir em í 2. töflu sýndar niðurstöður frá liðnu sumri.
2. tafla. Endurvöxtur í tilraunum 814-93 til 820-93 á Hvanneyri 1993, hkg þe./ha. Fyrri sláttur var 2.
júlí, seinni sláttur 20. ágúst.
Beringsp. Fylking Leik Rubin Korpa Adda Snarrót
1. sláttur 63,4 43,5 48,3 46,4 32,1 35,8 41,3
2. sláttur 24,5 24,4 9,9 10,6 6,2 7,2 13,8
Samtals 87,9 68,0 58,3 57,1 38,3 43,1 55,0
Niðurstöður eru hliðstæðar Sólvangstilraunum; vallarsveifgras og beringspuntur gefa
langmestan endurvöxt en vallarfoxgras minnstan.
GÆÐI UPPSKERUNNAR
Hér verður aftur leitað á mið Sólvangstilrauna hvað varðar próteinmagn, en aðrar mælingar á
efnamagni háarinnar liggja eklá fyrir. í 3. töflu em efnagreiningar frá árinu 1991 og 1992. Eftir
þeim að dæma er háin hið ágætasta fóður hvað próteinmagn varðar. Frávik ffá því em ein-
göngu vallarfoxgras og Fylking eftir 1. sláttutíma 1991.