Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 218
210
ÁBURÐUR EFTIR SLÁTT
Þegar nota á há til beitar hefur jafnan verið ráðlagt að bera á eftir slátt, og það jafnvel talin
forsenda þess að lömb nái bata af hánni, ella verði próteinhlutfall of lágt (Ólafur Dýrmundsson
og Ólafur Guðmundsson 1987). í nokkrum tilraunum hefur árangur þess að bera á milli slátta
verið kannaður. Magnús Óskarsson og Bjami Guðmundsson (1971) fundu að skipting áburðar
hafði nær engin áhrif á samanlagða uppskeru, en hlutfall seinni sláttar af heildinni jókst.
Próteinhlutfall var lægra við fynri slátt en hærra í seinni slætti ef áburðinum var tvískipt, en
heildaruppskera próteins var hin sama. Svipað fundu þeir Hólmgeir Bjömsson og Jónatan
Hermannsson (1987) hvað uppskeru varðar. Langtímatilraun á Hvanneyri með Fylking vallar-
sveifgras gefur einnig sömu niðurstöðu (Tilraunaskýrslur frá Hvanneyri). I einni tilraun (438-
76) hefur beinlínis verið leitað eftir áhrifum meðferðar á magn og efnamagn háar (Ríkharð
Brynjólfsson 1982). Þar var prófað hvort tímasetning áburðargjafar eftir slátt hefði áhrif á
sprettuferil háar í september. Niðurstaðan var að dráttur áburðargjafar eftir slátt leiddi til minni
endurvaxtar, sprettuhraði í september jókst ekki; var í raun mjög lítill og enginn eftir miðjan
mánuð, og meltanleiki og fall hans var óháð tímasetningu áburðargjafar, en próteinmagn upp-
skemnnar var nokkm meiri er seint var borið á eftir slátt.
í tveim systurtilraunum á Hvanneyri hefur m.a. verið prófuð áhrif þess að bera á
aukaskammt N (40 kg/ha) til viðbótar við 120 N að vori. Að meðaltali yfir tvær tilraunir og
árin 1992 og 1993 fást niðurstöðurnar í 4. töflu.
4. tafla. Uppskera og efnamagn háar í tilraunum 811-91 og 812-92. Uppskera er meðaltal 1992 og 1993 en
efnagreiningar frá 1992.
Seinni sláttur N Uppsk. %prót. %P %Ca %Mg %K %Na
Miður ágúst 120 17,4 11,8 0,27 0,44 0,26 0,95 0,13
Miður ágúst 120 + 40 26,2 12,3 0,27 0,41 0,25 0,98 0,20
Miður september 120 18,9 10,8 0,24 0,42 0,26 0,85 0,10
Miðurseptember 120 + 40 30,2 10,1 0,23 0,44 0,26 0,77 0,19
Áhriftn á uppskeru em greinileg, kringum 10 hkg þe./ha, og áburðargjöfin virðist hafa
orðið til þess að spretta heldur lengur áffam. Það er hins vegar athyglisvert að próteinmagn
uppskerannar er engu meira þótt borið hafi verið á. Þessi uppskeraauki er meiri en vænta
mætti en ef allur áburðurinn hafi verið borinn á að vorinu, en köfnunarefnið skilar sér illa,
aðeins um 40%. Gróður var að hálfu vallarfoxgras en annars var mest um sveifgrös, túnvingull,
snarrót og knjáliðagras.
Áður hefur verið minnst á tilraunir 814-93 til 820-93. í þeim eru einnig könnuð áhrif
áburðargjafar milli slátta á hreinar tegundir. Niðurstöður 1993 eru í 5. töflu.