Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 219
211
5. tafla. Háarspretta tegunda 1993 með og án 40 kg/N eftir 1. slátt. Allir liðir fengu 120 kg N/ha að vori. Fyrri
sláttur var 2. júlí, seinni sláttur 20. ágúst.
Áburður Beringsp. Fylking Leik Rubin Korpa Adda Snanrót
120 24,5 24,4 9,9 10,6 6,2 7,2 13,8
120+40 30,1 28,9 14,5 16,9 9,2 11,3 17,9
Mism. 5,6 4,5 4,6 6,2 3,0 4,1 4,2
Uppskeruaukinn fyrir viðbótaráburð er býsna stöðugur, en aðeins helmingur þess sem
fékkst í tilraunum 811-91 og 812-92. Hafa þarf þó í huga að í þeim tilraunum var 1. sláttur
sleginn 12 dögum fyrr.
SPRETTUFERILL HÁAR
Áður er sagt að í tilraun 438-76 var háarspretta fyrri hluta september h'til og engin síðari
hlutann. Sá galli var á gjöf Njarðar að fyrri sláttur var samtímis á öllum liðum. í tilraunum 811-
91 og 812-92 eru upplýsingar um uppskeru eftir mislangan sprettutíma eftir mismunandi
tímasetningu 1. sláttar. í 6. töflu eru meðaltöl slíkra liða; þriggja ára fyrir 811-91 en tveggja
ára fyrir 812-92. Hvorki skeikar miklu milli tilrauna eða ára.
6. tafla. Spettuferill háar í tilraunum 811-91 og 812-92. Meðaltöl 1991-1993.
Fyrri sláttur Miður ágúst Seinni sláttur Lok ágúst Miður september
20.júní 17,8 21,4 18,2
l.júlí 14,3 12,4
lO.júlí 9,2
Þarna virðist vera nokkur spretta seinni hluta ágúst þó lítil sé, en í september er sölnun
meiri en spretta. Á þessa reiti var ekki borið miili slátta, en eins áður er nefnt veldur áburður
eftir slátt því að meiri uppskera fæst um miðjan september en miðjan ágúst. Hvenær sá vöxtur
á sér stað svarar tilraunin ekki.
ORKUGILDI HÁRINNAR
Til þess að gera litlar upplýsingar eru til um meltanleika háar og í þeim tilraunum sem hér hafa
einkum verið gerðar að umtalsefni hefur hann ekki veið kannaður. Lausleg skoðun á meltan-
leika háar í ýmsum tilraunum bendir til nokkuð hás orkugildis. Þannig er fátítt að meltanleiki
fari niður fyrir 70% þó mjög seint sé slegið. Friðrik Pálmason (1970) rannsakaði sykmmagn
íslenskra grasa. í heildina séð var sykrumagn háar tvöfalt hærra en fyrsta sláttar, og sykru-
magnið hækkaði ffá septemberbyijun sem væntanlega tengist vetrarundirbúningi grasanna.
Þetta getur skýrt háan meltanleika þótt uppskeran sé orðin mikið sölnuð.