Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 220
212
EFTTRHRIF TVÍSLÁTTAR
Áhrif sláttutíma á endingu vallarfoxgrass er vel þekkt (Jónatan Hermannsson og Áslaug Helga-
dóttir 1991). Allajafna hafa þessi hrif verið eignuð tímasetningu fyni sláttar, enda sjaldnast
kostur á að greina áhrif sláttutíma fyrri sláttar og tvíslátt eða tímasetningu seinni sláttar. Þetta
er meginspuming tilrauna 811-91 og 812-92; skipan tilraunarinnar er þannig að annað hvert ár
er einskonar eftirverkunarár. Þann 20. jútí hvert ár er mæld uppskera reita sem fengu mismun-
andi sláttutímameðferð árið áður samtímis. f 7. töflu eru meðaltöl tveggja ára úr tilraun 811-91
og eins árs úr 812-92.
7. tafla. Eftirhrif í tilraunum 811-91 og 812-92. Dagsetningar í töflunni sýna sláttutíma undanfarandi
ár. Allir liöir slegnir 20. júlí.
Fyni sláttur Miður ágúst Lok ágúst Miður september Ekki slegið
20.júní 57,3 58,0 59,5
30.júnl 57,5 60,5
lO.júlí 57,9 63,8
20. júlí 65,4
Staðalskekkja talna í töflunni er 1,61 hkg þe./ha nema á tölunni 65,4. Staðalskekkja hennar er 1,14.
Með góðum vilja má segja að neikvæð eftirhrif minnki eftir því sem seinna er slegið.
Svipuð dæmi má finna í öðrum tilraunum. Vorið 1993 voru til dæmis liðir sem slegnir vor 30.
ágúst 1992 til muna lakari á að títa en liðir sem slegnir voru 20. september. Munurinn milli
eftirhrifa einsláttar og tvísláttar eru hins vegar greinileg; 6,1 hkg þe./ha. Sá munur er hámark-
tækur.
Þessi eftirhrif staðfesta það sem oft hefur verið auðsýnilegt í vallartilraunum á vorin; að
reitir sem einslegnir voru árið áður fara betur af stað en aðrir. Sem dæmi má nefna tilraunir
582-82 og 583-83a sem báðar voru með vallarfoxgras og tilraun 583-82 (vallarsveifgras) árin
1985-1987 (Tilraunaskýrslur frá Hvanneyri) og einnig hefur þetta komið ffam í eftirhrifa-
mælingum eftir einslátt og tvíslátL
Til þessa hafa neikvæð hrif tvísláttar (eða snemmslegins fyrri sláttar) einkum verið tengd
vallarfoxgrasi enda oft verið augljós í endingu. Ýmislegt bendir þó til að aðrar tegundir séu
ekki síður viðkvæmar. Það er til dæmis varla einleiláð hve beringspuntur gefur mismikla
uppskeru í fyrsta slætti einstök ár. Á Hvanneyri a.m.k. hefur léleg frammistaða beringspunts
ávalt fylgt tvíslætti. í tilraunum 814 til 820-93 á Hvanneyri er leitað eftir eftirhrifum einstakra
tegunda, en fyrstu niðurstöður koma næsta sumar.