Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 223
215
sjö stöðum í hverju túni. Meðaltal þessara mælinga var látið gilda fyrir túnið. Tegundir sem
sáust í túnunum en komu ekki í hringina voru ekki taldar með. Venjulega var gengin homalína
yfir túnið og hringnum hent út á þeirri línu.
Á Austurlandi fór athugunin fram í ágúst (endurvöxtur) og ennfremur á nokkrum bæjum
á Vesturlandi, annars voru túnin skoðuð í júní og byrjun júlí.
TEGUNDASAMSETNING TÚNANNA
í 1. töflu sést í hve mörgum túnum einstakar tegundir eða tegundaflokkar fundust, óháð
þekjunni. í raun fundust fleiri tegundir en nefndar eru í töflunni því á bak við sum heitin eru
fleiri en ein tegund. Ekki er gerður greinarmunur á língresistegundum, en hálíngresi vegur þar
lang þyngst Ekki er gerður greinarmunur á brennisóley og skriðsóley en báðar þessar tegundir
falla undir það sem kallað er sóleyjar í töflunni. Þessum tegundum var haldið aðskildum í
þremur landshlutum. Þar var þekja skriðsóleyjar 0,2% en brennisóleyjar 0,8% og skriðsóley
stendur fyrir um 10% af tfðninni í 1. töflu. Mun meira var af skriðsóley á Suðurlandi en
Norðurlandi. Ekki er gerður greinarmunur á túnfffli og skarifífli í töflunni. Þessum tegundum
var haldið aðskildum á Norður- og Suðurlandi. Þar var þekja skarifífils um 0,2% (mun rneiri á
Suðurlandi en Norðurlandi) en túnfífils 0,6% og skarifífill stendur fyrir um 25% af tíðninni í 1.
töflu. Ekki var gerður greinarmunur á starategundum, en fyrst og fremst var þetta mýrastör, en
stinnastör og gulstör fundust einnig. Ekki er heldur í töflunni gerður greinarmunur á elftingum
eða möðrum. Af elftingum var mest af vallelftingu en klóelfting og mýrelfting fundust einnig.
Af möðrum fundust bæði gulmaðra og hvítmaðra. AIls hafa því komið í hringina liðlega 50
tegundir.
Þó einhver tegund hafi ekki fundist í hringjunum getur hún hæglega hafa verið í túninu,
hringimir spanna ekki nema brot af flatarmáli túnanna. Þessir tafla gefur þó góðar vísbendingar
um útbreiðslu tegundanna í túnunum.
í 2. töflu er sýnd þekja helstu tegunda eða tegundahópa í hvetjum landshluta. Það er
einnig mikill munur milli svæða innan hvers landshluta eins og fram kemur í áfangaskýrslunum.
0 þýðir að tegundin hafi ekki fundist en + að hún hafi fundist en sé ekki mælanleg með þeim
fjölda aukastafa sem hér er notaður.
Ef 1. og 2. tafla eru skoðaðar kemur í ljós að fyrstu 13 tegundimar eru þær sömu í
báðum töflunum þó svo að innbyrðis röð þeirra sé ekki hin sama í báðum. Einnig sést í 1. töflu
að það er nokkuð stökk frá þrettándu tegundinni í þá fjórtándu. Ef til vill má líta á þessar 13
tegundir sem einkennistegundir íslenskra túna. Grastegundimar eru 8; þ.e. vallarsveifgras,
túnvingufl, vallarfoxgras, snarrót, hálíngresi, vanpasveifgras, háliðagras og knjáliðagras. Tví-
kímblöðungamir era 5; vegarfi, túnfífill, haugarfi, brennisóley og túnsúra. Allar þessar tegundir
komu í hringina í meira en 20% túnanna og heildarþekja þeirra allra er meiri en 0,5%.
Þessi listi myndi eitthvað breytast ef nituráburðargjöf á túnin væri minnkuð, einkurn
myndi hlutur hvítsmára aukast.