Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 225
217
Túnin voru flokkuð eftir aldri. Taflan hér á eftir sýnir þekju (%) helstu tegunda í mis-
gömlum túnum.
3. tafla. Þekja einstakra tegunda eftir aldri túnanna.
Tegund 1 árs n=37 2-5 ára n=173 6-1 ára n=174 11-20 ára n=304 21-30 ára n=264 Eldri en 30 ára n=338
Vallarsveifgras 5,3 26,7 42,3 33,0 28,8 20,1
Snarrót 2,3 4,9 7,0 15,7 19,1 23,2
Vallarfoxgras 58,8 33,6 16,3 11,7 9,0 1,1
Língresi 4,2 5,9 9,8 11,6 13,2 18,5
Túnvingull 5,3 9,1 7,9 9,3 9,5 17,1
Varpasveifgras 10,6 11,2 8,0 9,3 7,5 3,5
Háliðagras 0 0,4 2,0 3,2 6,0 5,8
Knjáliðagras 2,2 1,6 1,7 2,2 2,2 2,0
Haugarfi 8,0 2,7 1,1 1,1 0,8 0,8
Sóleyjar 0,1 0,5 0,4 0,5 0,6 1,9
Túnsúra 0,1 0,1 0,2 0,2 0,4 2,5
Fíflar 0,1 0,2 0,2 0,5 0,9 1,0
Vegarfí 0,2 0,3 0,8 0,8 0,7 0,6
Vallhumall + 0,3 0,2 0,1 0,1 0,6
Hvítsmári 0 + 0,1 0,1 0,2 0,7
Elftingar 0,1 0,1 + 0,1 + +
Maríustakkur 0 + + + + 0,1
Hrafnaklukka + + + + + +
ENDING VALLARFOXGRASS
Reynt var að meta áhrif ýmissa þátta á endingu vallarfoxgrass. Þetta var gert með aðhvarfs-
greiningu þar sem hlutdeild vallarfoxgrass var háða stærðin. í greininguna voru einungis tekin
tún sem þessum tegundum hafði verið sáð í. í greiningunni voru 770 tún og fást því marktæk
áhrif af litlum mun vegna mikils fjölda frítalna. Eftirtaldir þættir höfðu marktæk áhrif: Svæði,
raki, aldur, kal, hæð yfir sjó og vorbeit. Þessir þættir skýrðu um 44% heildarbreytileikans. Kal
og aldur vega þar lang þyngst
I 4.-6. töflu eru sýnd áhrif aldurs, kals og vorbeitar á hlutdeild vallarfoxgrass. Rétt er að
geta þess að áhrif kals og vorbeitar komu fram í öllum aldursflokkum. Áhrif rakans voru þau
að heldur minna var af valiarfoxgrasi í blautari túnunum en þeim sem voru þurr og hæfilega
rök. Áhrif hæðar yfir sjó voru þau að minna vallarfoxgras var í túnum eftir að komið var yfir
150 m.
4. tafla. Hlutdeild vallarfoxgrass eftir aldri túnanna.
Aldur (ár) Fjöldi túna Vallarfox- gras (%) Aldur (ár) Fjöldi túna Vallarfox- gras (%)
1 32 62,7 11-20 244 14,4
2-5 147 37,7 21-30 156 13,9
6-10 146 19,2 >30 47 4,9