Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 226
218
5. tafla. Hlutdeild vallarfoxgrass eftir því hvort tún hefur kalið eða ekki.
Fjöldi túna Vallarfoxgras (%)
Skemmst af kali 366 13,0
Ekki skemmst af kali 407 28,2
6. tafla. Hlutdeild vallarfoxgrass eftir beit á vorin.
Fjöldi túna Vallarfoxgras (%)
Oftastfriðað 389 27,1
Oftast beitt 382 15,0
UMRÆÐUR
Blanda með 50% vallarfoxgrasi og 25% af hvoru fyrir sig túnvingli og vallarsveifgrasi hefur
verið ráðandi á markaðnum um allt land síðastliðin 20-30 ár. Vallarfoxgrasið er notað vegna
þess að það er uppskerumikið og gott fóðurgras. Hinar tegundimar gefa meiri endurvöxt og
það er ákveðin trygging fólgin í því að sá saman fleiri en einni tegund. Skilyrði geta verið
óhagstæð einni tegundinni þannig að hún hverfur fljótt, en hagstæð hinum sem þá lifa lengur.
Þá myndar vaOarfoxgrasið ekki eins góðan svörð og Ld. vaOarsveifgrasið.
Ef sáning tekst vel verður vaOarfoxgrasið mjög ríkjandi í fyrstu, en hlutdeild þess
minnkar síðan nokkuð ört næstu árin (3. tafla). Þetta er þó ekki adtaf svona, það eru til 20-30
ára gamiar sléttur með miklu vallarfoxgrasi. Þama skipta náttúrulegar aðstæður og meðferð
túnanna miklu. í heildina endist vallarfoxgrasið betur á Suðurlandi og þá sérstaklega í A-
SkaftafeOssýslu.
Þegar vaOarfoxgrasið lætur undan síga eykst hlutdeild vaOarsveifgrass í fyrstu en
minnkar svo aftur þegar tegundir sem ekki var sáð í túnin fara að hasla sér vöO (3. tafla). Af
grösum ber þar mest á língresi og snarrót en varpasveifgras og knjáOðagras koma þama einnig
við sögu og fer það mjög eftir landshlutum hver þessara tegunda tekur við af sáðgresinu. Af
tvíkímblöðungum má nefna túnsúm, fífla og sóleyjar.
Hlutdeild túnvinguls breytist ekki mikið með aldri túnanna nema hvaða hlutdeild hans er
mest í mjög gömlum túnum. Ekki er heldur mikiO munur eftir landshlutum. Mest er af honum
þar sem jarðvegur er þurr enda er túnvingudinn þurriendistegund.
í öllum landshlutum reyndist vallarsveifgras algengasta tegundin, en var þó algengari á
Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum heldur en á Suður- og Vesturlandi. Það virðist mjög
áberandi í túnum sem eru hátt yfir sjó, eins og til dæmis á Jökuldal.
Mest var af língresi á Suðurlandi og Vestfjörðum en í þessum landshlutum var hins vegar
minnst af snarrót. Á austanverðu Suðurlandi og miðsuðurlandi er mjög lítíð af snarrót í túnum.
Þegar komið er út í rrúðja RangárvaOasýslu fer hún að aukast og þekja hennar er töluverð í
Ámessýslu, einkum í uppsveitunum. Þá er mikið af snarrót á Vestur-, Norður- og Austurlandi.