Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 48
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Börn skila sér betur tiltannlæknis eftir að tann-lækningar barna urðugjaldfrjálsar. 1. janúar bættust fjögurra og fimm ára börn í hóp þeirra sem falla undir gjald- frjálsar tannlækningar samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og tannlækna sem tók gildi vorið 2013. Nú nær samningurinn til allra barna á aldrinum 3 til 17 ára en hann var innleiddur í skref- um. Í upphafi samningsins tók hann til 15, 16 og 17 ára barna. Í áföngum hafa fleiri aldurshópar bæst inn og frá og með 1. janúar 2018 verða öll börn komin með fulla greiðsluþátttöku SÍ en um næstu áramót bætast yngri en 3 ára í hóp- inn. Færri viðgerðir í heimsókn „Samningurinn hefur gengið mjög vel og það er almenn ánægja hjá foreldum og svo sjáum við tannlæknar líka miklu betri heimt- ur hjá börnum og það sýna líka töl- ur frá Sjúkratryggingum að þau eru að skila sér mun betur,“ segir Sigurður Benediktsson tannlæknir en hann situr í stjórn Tannlækna- félags Íslands og var í vinnuhópi samningsins. „Áður en samning- urinn kom var ákveðinn hópur sem hafði ekki mætt til tannlæknis í nokkur ár. Það var orðin töluverð uppsöfnuð þörf, sem við vissum fyrirfram að yrði, og töluverður kúfur sem þurfti að vinna þegar samningurinn komst á. En núna virðist eðlilegra ástand á þessu og samkvæmt tölum frá SÍ eru nú færri viðgerðir í hverri heimsókn hjá barni.“ Meðfylgjandi mynd sýnir þró- un í fjölda barna sem SÍ greiddu tannlækningar fyrir á hverju ári frá 2006 til 2015 og meðalfjölda við- gerða hjá hverju barni. Búist var við kúfinum á grænu línunni árið 2014 en hann merkir að fjöldi barna hefur ekki haft efni á að leita til tannlæknis fyrr en samning- urinn tók gildi árið 2013. Með- alfjöldi viðgerða minnkaði strax aftur árið 2015 og er búist við að hann hafi haldið áfram að minnka 2016 en þær tölur eru ekki komnar. Sigurður hefur ekki áhyggjur af því að börn og foreldrar verði kærulausari í tannumhirðu nú þeg- ar ekki þarf að borga fyrir tann- viðgerðir, þvert á móti veiti heim- sókn til tannlæknis ákveðið aðhald og fræðslu þannig að börnin verði meðvitaðri um tannheilsuna. Hann segir kerfið líka orðið miklu skil- virkara með tilkomu samningsins og nú sé hægt að pikka í þau börn sem skila sér ekki til tannlæknis. Forsenda greiðsluþátttöku SÍ er að barnið sé skráð hjá heimilist- annlækni, vegna þess sést í kerfinu ef barnið hefur ekki komið í langan tíma í eftirlit og getur heimilist- annlæknirinn kallað í það. „Við höfum tæki núna til að ná í þessi börn og ef það gengur ekki þá er það mögulegt með aðstoð í gegnum skólahjúkrunarfræðing eða slíkt. Kerfið er orðið miklu betra og veitir meira aðhald,“ segir Sigurður. Horfir allt til betri vegar Miklar áhyggjur voru uppi um tannheilsu barna fyrir nokkrum árum en Sigurður segir að það horfi nú allt til betri vegar. „Almennt séð eru börn að skila sér mun betur til tannlæknis og tannheilsan fer batnandi vegna samn- ingsins. Auðvitað er alltaf einhver hópur sem er í vandamálum en hann hefur einangrast og orðið skilgreindari.“ Meira aðhald í kring- um tannheilsu barna Fjöldi barna og viðgerða hjá tannlæknum með kostnaðarþátttöku SÍ 2006-2015 Heimild: Sjúkratryggingar Íslands Fj öl di ba rn as em ko m u til ta nn læ kn is Fj öl di við ge rð ap r.b ar n 60.000 55.000 50.000 45.000 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 1,50 1,25 1,00 0,75 0,50 0,25 0 Fjöldi barna sem komu til tannlæknis Fjöldi viðgerða pr. barn 48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ætla má aðeitthvaðá annan tug milljarða í út- flutningstekjum hafi tapast vegna sjómannaverkfallsins sem nú hefur staðið í þrjár vikur. Í dag funda deilendur í fyrsta sinn eftir langt hlé og vonir um jákvæða niðurstöðu eru því miður ekki miklar. Sjómenn hafa í tvígang fellt samninga sem forysta þeirra hefur gert við Samtök fyrirtækja í sjávar- útvegi og veldur þetta veruleg- um vanda við lausn deilunnar, annars vegar vegna þess að þetta bendir til að þeir sem semja fyrir hönd sjómanna séu ekki í nægilega góðum tengslum við umbjóðendur sína og hins vegar vegna þess að óljóst virðist hvað þarf til að samningar náist. Ástandið er þess vegna graf- alvarlegt og miklir hagsmunir í húfi, ekki aðeins fyrir sjómenn og útgerðir, heldur einnig fyrir landverkafólk, sem hefur misst vinnuna vegna ástandsins, og þjóðfélagið í heild. Sjávar- útvegurinn hefur gengið prýði- lega undanfarin ár, en þó er það ekki svo að hann hafi ekki glímt við neina erfiðleika. Nefna má sem dæmi lokun markaða í Rússlandi, erfið- leika á sumum öðrum mörk- uðum og hækkandi gengi krón- unnar. Við þetta bætist svo sífelld óvissa vegna krafna stöku aðila um að eyðileggja stjórnkerfi fisk- veiða, með tilheyr- andi tjóni fyrir sjávarútveginn. Vandi af þessu tagi er alveg nægur þó að ekki bætist við stórfellt tekjutap vegna langvarandi verkfalla. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að þó að hluta af tapinu megi vinna til baka með því að veiða fisk- inn síðar, þá er það tap sem verður ef erlendir markaðir fara að tapast í stórum stíl enn alvarlegra. Það gleymist oft í um- ræðunni hér heima að íslensk- ur sjávarútvegur hefur lagt í mikinn kostnað og náð gríð- arlega góðum árangri við að vinna markaði og tryggja gott verð fyrir afurðirnar. Þetta á til að mynda við um ferskan fisk sem fluttur er út daglega með flugi. Markaðir af því tagi eru viðkvæmir og geta hæg- lega tapast liggi íslenski flot- inn áfram bundinn við bryggju. Ábyrgð deilenda er mikil og þeir verða að gera sér grein fyrir að ekki er hægt að búa við slíkt ástand til langs tíma. Nú hafa þeir haft langan und- irbúningstíma vegna samning- anna í dag. Víst er að lands- menn munu fylgjast grannt með hvort sá tími hefur verið nýttur til gagns og hvort þeir setjast að samningaborðinu með einbeittan vilja um að ná samningum. Annað væri óvið- unandi. Kjaradeila sjómanna hefur þegar staðið allt of lengi} Óviðunandi ástand Nýársávörp erumisjafnlega uppbyggileg. Eitt það lakasta þessi áramótin flutti Kim Jong-un, leið- togi harðstjórn- arinnar í Pyongyang, þegar hann færði heimsbyggðinni þau tíðindi að Norður-Kórea muni bráðlega geta gert til- raunir með langdrægar eld- flaugar sem flutt geti kjarn- orkusprengjur. Tilgangurinn með slíkum flaugum er einkum að geta ógnað Bandaríkjunum, sem hingað til hafa verið utan færis flauga Norður-Kóreu. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, brást hart við þessu og sagði að þetta yrði aldrei. Þá gagn- rýndi hann kínversk stjórn- völd fyrir að beita sér ekki nægilega gegn stjórnvöldum í Pyongyang í þessum efnum. Hvað sem mönnum kann að finnast um það að verðandi forseti sendi út skilaboð á Twitter um slík málefni, verð- ur ekki framhjá því horft að Trump hefur mikið til síns máls. Fyrir Bandaríkjamenn hlýtur að vera óhugsandi að búa við það að stjórn- völd á borð við þau í Norður-Kóreu geti hótað þeim kjarnorku- árás. Og það er líka staðreynd að kínversk stjórnvöld eru þau sem helst geta haft áhrif á stjórnvöld í Norður-Kóreu og þó að þau geti bent á að þau hafi reynt að fá Kim Jong-un ofan af áformum sínum um uppbyggingu kjarnorkuvopna, er ljóst að þau gætu gert bet- ur. Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru háð Kína og væri Kínverj- um alvara er erfitt að sjá að Kim hegðaði sér með þeim hætti sem hann hefur gert. Á nýliðnu ári sprengdu norðurkóresk stjórnvöld tvær kjarnorkusprengjur í tilrauna- skyni og sendu á loft fjölda eldflauga sem mögulega geta borið slík vopn. Fyrir umheim- inn er þetta óþolandi ástand sem nauðsynlegt er að grípa inn í áður en það verður um seinan. Harðstjórnin í Norður-Kóreu er farin að ógna æ fleiri jarðarbúum} Kim gerist enn hættulegri M eð síðustu verkum mínum á liðnu ári var að halla mér aftur í Háskólabíó og fylgjast með uppistandssýningunni Ára- mótaskop hjá spéfuglinum geðþekka Ara Eldjárn. Hef tekið verri ákvarð- anir á stuttri ævi og sá ekki eftir þeim fimm- þúsundkallinum. Ég velti því fyrir mér hvort Ari sé orðinn næstfyndnasti núlifandi Íslendingurinn á eftir Eggerti Þorleifssyni. Þannig blasir staða hans við mér ef horft er í gegnum mín gríngleraugu. Áhorfendur átu gersamlega úr lófa Ara og fyllti hann aðalsalinn í fjögur skipti eftir því sem mér skilst. Ég man ekki eftir því að hafa séð íslenskan uppistandara með slíkt tak á stórum sal síðan ég sá Ég var einu sinni nörd hjá Jóni Gnarr sem mig minnir að hafi verið í Loftkastalanum sáluga. Ari hefur hins vegar stærra vopnabúr en Jón, að mér finnst, þegar kemur að uppistandinu sem slíku. Jón hefur á hinn bóginn svo margt annað með sér í gamanleik eins og ævintýralega persónusköpun og hinar mikilvægu tíma- setningar sem ekki er víst að Ari eða aðrir uppistandarar búi yfir. Eitt sem einkennir Ara í uppistandinu er hraðinn. Hann veður áfram úr einum brandara í annan án þess þó að fólk eigi erfitt með að halda þræðinum, því hann leggur vinnu í að tengja vel á milli brandara. Handboltaþjálfarar kalla þetta „tempó“ og kannski viðeigandi að vitna í þá starfsstétt því Ari tók hana hressilega fyrir. Sýningin var um það bil tveir tímar og maður hefði haldið að kappinn væri úrvinda eftir kvöldið. En ef til vill er þetta honum eðlislægt. Ég man eftir því að hafa séð Ara taka svona syrpur áður en hann lagði uppistandið fyrir sig með formlegum hætti. Störfuðum við þá á sömu auglýsingastofu um hríð. Þegar honum tókst einna best upp í óundirbúnum atriðum sínum á vinnustaðnum varð hálfgerð vinnustöðvun. Nærstaddir voru óvinnufærir en líklega var Agga og Viggó ekki skemmt. Þá sá maður strax ýmislegt í vopna- búri Ara eins og hæfileikann til að herma eftir fólki, tala með ýmsum hreim og framkalla alls kyns hljóð til að gefa atriðunum meiri vigt. Ari endaði sýninguna á því að grípa í gítar- inn og bjóða upp á tónlistaratriði. Ef til vill svolítið í anda Bretans snoppufríða Bills Bailey, sem notar hljóðfæri óspart í uppistandi sínu. Ég man ekki eftir því að hafa heyrt Ara spila á gítar fyrr, en man eftir því að hafa séð hann berja húðir með hljómsveitinni Ég í sjónvarpssal. Ef ég á að setja út á skemmtikraftinn Ara má helst nefna hvernig hann hefur gengisfellt skáldið Þórarin Eld- járn með fíflagangi sínum undanfarin ár. Ég hafði lengi lit- ið á Þórarin sem stórgreindan mann og einn af okkar allra snjöllustu pennum. Eða þar til Ari fór að hæðast að honum á skemmtunum og dró upp mynd af Þórarni sem hálf- gerðum kjána sem gerði ýmsar mislukkaðar tilraunir til að vera fyndinn. Mér var því létt að ofalinn kálfurinn skyldi láta það eiga sig að taka föður sinn fyrir í Áramóta- skopi. kris@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Étið úr lófa Ara Eldjárns STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Markmið samnings Sjúkratrygg- inga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna er að börn yngri en 18 ára fái nauðsynlega tannlæknaþjónustu óháð efnahag foreldra. Réttur til þjónustunnar fellur niður á 18 ára afmælisdegi einstaklingsins. Sigurður myndi vilja sjá samn- inginn gilda örlítið lengur en til 18 ára aldurs. „Það mætti alveg vera 21 árs aldurstakmark á þessu. 18 ára er aðeins knappt því þetta er krítískur tími, þau eru farin að ráða sér sjálf og hvað þau borða og þurfa oft svolítið aðhald á þessum árum. Það er mjög oft að maður missir af þessum krökk- um í einhver ár þeg- ar þau verða sjálf- ráða og detta út úr kerfinu en þau fara að koma aft- ur um 25 til 27 ára aldur.“ Missir af þeim 18 ára ALDURSTAKMARKIÐ Sigurður Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.