Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Á UNGA FÓLKIÐ Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Afgreiðum samdægurs HUGSAÐUMHEILSUNA Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is J óga einfaldlega hjálpar iðk- endum sínum öðru fremur að komast betur í núið, að einbeita sér að vera hér og nú og hvergi annars stað- ar,“ segir Ásta María um ávinning þess að leggja stund á jóga. „Svo má ekki gleyma auknum liðleika sem jóga færir iðkendum sínum sem veitir oft ekki af í upphafi árs þegar við stöndum loks á fætur aftur eftir að hafa legið afvelta við sykurát undanfarinn mánuð,“ bætir Ásta María við og hlær. Slökun fyrir hugann, áreynsla fyrir líkamann Þeir sem litla – jafnvel enga – reynslu hafa af jóga hafa eflaust þá hugmynd í kollinum að jóga sé sjálfsagt kjörið til að koma sér í andlegt jafn- vægi en væntanlega síður heppilegt til að koma sér í form. Ásta María segir að jóga sé aftur á móti ekki alls varnað þegar lík- amsþjálfun er annars vegar; þvert á móti séu til fjölmörg mismun- andi afbrigði og æfingakerfi innan jóga og þar á meðal séu nokkur sem reyni ótrúlega á líkamann, að því marki að svitinn hreinlega bogi af þátttakendum. „Enda er það svo að jóga er stundum kallað hugleiðsla á hreyfingu. Að kyrra hugann er ótrúlega hollt og gott eitt og sér, og svo má líta á stóraukinn styrk og liðleika sem mjög ánægjulegan bónus,“ útskýrir Ásta. „Svo eru auðvitað lengra komnir jóga- meistarar í Tíbet og víðar sem segjast einfaldlega ná svo góðum tökum á líkamanum með hug- leiðsluþættinum að þeir hreinlega hugleiða sig í form, hvað sem það þýðir fyrir okkur hin! En lík- aminn er til þess að nota hann og ef hann er ekki í góðu ástandi er hugurinn það sjaldnast heldur.“ Virkar það þá ekki í báðar áttir, þannig að ef hugurinn er ekki í jafnvægi líður okkur sjaldnast vel í skrokknum heldur? Ásta María er skjót til svars. „Það er einmitt þannig. Algerlega. Þarna kemur jóga til skjalanna sem leiðin til að ná fókus á sjálfan sig, fullkomna einbeitinguna og vera algerlega í núinu. Hér og hvergi annars staðar.“ Kröftugt flæði í sókn Ásta bendir í framhaldinu á að einmitt þess vegna hafi allir gott af því að stunda jóga, og það sem meira er – bókstaflega allir geti stundað jóga. „Einmitt af því að afbrigðin og æfingakerfin eru svo margs konar og mismunandi geta allir fundið sér jóga við sitt hæfi, hvort heldur þeir vilja leggja áherslu á íhugun og hug- leiðslu eða líkamlega áreynslu með kröftugu flæði. Það gildir einu hversu vel eða illa fólk er á sig komið, allir eiga sér sinn byrj- unarreit og þaðan liggur leiðin bara upp á við.“ Að sögn Ástu Maríu eru jóga- æfingar með kröftugu flæði ein- mitt með vinsælasta móti þessi misserin. „Það er misjafnt hvaða afbrigði er vinsælast hverju sinni. Um þessar mundir er alls konar flæði- jóga vinsælast, alls konar Vi- nyasa, Ashtanga meðal annars. Þar er hægt að taka vel á því.“ Ashtanga er á margan hátt svipað því jógakerfi sem oft er unnið með í hot yoga-tímum, sem ætti að gefa mörgum hugmynd um hvað um er að ræða. „Margir fara einmitt þessa leið í jóga, að kynnast æfingunum í hot yoga-tímum og koma svo og prófa ashtanga í kjölfarið. Þá sér fólk líka að það er vel hægt að svitna í jóga þó að hitastigið í salnum sé ekki skrúfað í botn,“ bætir hún við og kímir. Að hafa bara sjálfan sig meðferðis – og mjúk föt Ásta María bendir að endingu á að öllum sé velkomið að mæta í Amara Yoga við Strandgötu í Hafnarfirði og fá frían prufutíma. Spurð út í mismunandi tíma segir hún dagskrána hafa mótast dálítið á þann veg að dagurinn byrji með morguntímum í mýkri kantinum en svo verði flæðið í tímunum kröftugra eftir því sem á líði. „Það eina sem fólk þarf að hafa meðferðis er það sjálft, og mjúk föt.“ Morgunblaðið/Eva Björk Kyrrð Flestir telja kannski jóga helst til þess fallið að öðlast innri frið en vel má finna æfingakerfi sem reyna vel á og koma svitanum fram. Líkaminn er til þess að nota hann  Heilsurækt er oftar en ekki miðuð við kílóafjölda og kaloríur, ekki síst við upp- haf nýs árs þegar margir koma afvelta af sykri, salti og reyk undan jólahátíð- inni  Ræktun hugans hefur þó meira að segja í þessum efnum en margan grunar, eins og Ásta María hjá Amara Yoga segir frá Vellíðan „Að kyrra hugann er ótrúlega hollt og gott eitt og sér, og svo má líta á stóraukinn styrk og liðleika sem mjög ánægjulegan bónus,“ segir Ásta María um jógaiðkun og jákvæð áhrif hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.