Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Ýmislegt 7.900 kr. 5.900 kr. 3.950 kr. 6.500 kr. 6.500 kr. 5.200 kr. Fylgstu með á Facebook Frú Sigurlaug Mjóddin s. 774-7377 Sundbolir • Tankini Bikini • Náttföt Undirföt • Sloppar Inniskór • Undirkjólar Aðhaldsföt Veiði Sporhömrum 3 • Reynsla • Þekking • Gæði Grásleppunet Flotteinar Blýteinar og margt fl. Lækkað verð Höfummilligöngu um nálfellingu á grásleppunetum S. 555 6090, 892 8655 heimavik.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Tek að mér ýmis konar húsaviðhald o.fl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smáauglýsingar Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is Hann var kallað- ur Holli af kunn- ingjum. Hann var tveim árum eldri en flestir sambekkingar hans og eftir því þroskaðri andlega, ekki síst að eigin mati. Hann talaði um bókmenntir heimsins eins og sá sem þekkinguna hafði og var langtum lesnari í heimspeki og stjórnmálum en flestir jafnaldrar. Hann skrifaði nokkrar smásögur og ljóð í Skólablað MR, oftast undir bókstöfunum S. K. sem var skammstöfun fyrir Sighvatur Kormáksson. Hann var manna næmastur á klassíska músík og lék sjálfur á fiðlu, þó mest fyrir sjálfan sig. Hann kynnti okkur líka muninn á hinum uppruna- lega dixieland-djassi og versl- unarmúsíkinni. Holli umgekkst í fyrstu eink- um intelligenta í efri bekkjum og var í kunnleikum við skáld og aðra listamenn utan skólans en fann smám saman efnilega lærisveina í neðri bekkjum og sat með þeim á kaffihúsum eða skipulagði gáfuleg kvöldspjöll í heimahúsum. Í mínum hópi má nefna bræðurna Ingva og Kristján Árnasyni, Jökul Jak- obsson og Þorgeir Þorgeirsson. Holli talaði oft á málfundum í skólanum og jafnan einkar spá- mannlega. Eitt gælunafna hans varð því Spái. Vorkunnsamlegt viðkvæði hans var „það er ekki von þið skiljið þetta“ og stundum bætti hann við í huggunarskyni „þið skiljið það seinna“. Það var ekki laust við að honum mislík- Þorvarður Helgason ✝ ÞorvarðurHelgason fæddist 18. maí 1930. Hann lést 7. desember 2016. Þorvarður var jarðsunginn 19. desember 2016. aði þegar læri- sveinar urðu smám saman uppástön- dugir og þóttust vita sínu eigin viti. Holli var einn örfárra í skólanum sem í kaldastríðs- heiftinni þorðu að kalla sig kommún- ista upphátt og dreif nokkra menn í leshring um sósí- alisma. Hann var einarður and- stæðingur hernaðar og lenti í því 30. mars 1949 að bera boð milli andófsmanna á Austurvelli og alþingismanna (þá voru ekki farsímarnir!). Af spámannlegu innsæi dró Holli snemma í efa að sovésk yfirvöld væru að framfylgja eiginlegum komm- únisma án þess þó að verða nokkurntíma hægriblók né ánetjast innrætingu gróðap- unga. Ævinlega studdi hann efnahagslegt réttlæti öllum til handa. Holli stundaði lengst nám í Vínarborg og lauk þaðan dokt- orsprófi í leikhúsfræðum. Hann var einn af stofnendum leik- hópsins Grímu og leiðbeinandi á ýmsum námskeiðum um leik- húsfræði. Hann skrifaði nokkr- ar skáldsögur og útvarpsleikrit og þýddi skáldverk úr þýsku og fleiri málum, einkum leikrit eft- ir merk samtíðarleikskáld. Skopskyn Holla lá ekki ætíð í augum uppi enda sló hann ekki um sig með flatbröndur- um, en það var á sínum stað. Þegar samtök undir heitinu Ný sjónarmið hófu vorið 1983 söfn- un til styrktar hinu bláfátæka svissneska álfélagi Alusuisse gerðist doktor Þorvarður tals- maður þeirra og var mönnum lengi minnisstæð hin hjart- næma orðræða hans um hin blautu skaut, sem höfðu stefnt efnahag Íslenska álversins í Straumsvík í bráðan voða, raf- skautin sem blotnuðu í hafi. Aðalstarf Holla eftir að hann sneri endanlega heim frá Vín- arborg var að kenna þýsku í MH. Nemendum var hann reyndar minnisstæðari fyrir þær stundir sem hann vék frá sjálfri málkennslunni og fór á flug um ýmis svið mannlífs og menningar. Það kom kunnug- um ekki á óvart að hann endaði skipti sín af félagsmálum í Líf- spekifélaginu. Árni Björnsson. Á árunum 1953-1958 var Þorvarður Helgason við nám í leikhúsfræðum í Vínarborg og aftur síðar er hann lauk dokt- orsprófi. Áður hafði hann verið nokkra mánuði í Flórens og París. Ég var honum samtíða í Vín í tvo vetur og áttum við þar sitthvað saman að sælda. Hann var þá þegar margfróður um stjórnmál, heimspeki, bók- menntir og listasögu og sparaði ekki að miðla þekkingu sinni til okkar hinna. Við áttum það sameiginlegt að hafa hallast að marxisma á unglingsárum. Hann hafði, er hér var komið sögu, brotist út úr þeim ramma en ég leitaði nýrra leiða. Við vorum báðir gefnir fyrir rökræður og varð margt að umræðuefni, sem snerti stjórnmálin og mynd okkar af heiminum í nútíð, for- tíð og framtíð. Samastaður okkar, Íslend- inga í Vínarborg, var Café Post á horni Fleischmarkt og Post- gasse, örskammt frá Kanaln- um. Kaffihúsið er enn á sínum stað en hefur skipt um nafn. Úr hópi Íslendinganna í Vín- arborg veturinn 1956-1957 nefni ég hér bræðurna Hrein og Sigurð Örn Steingrímssyni, Sigrúnu Gunnlaugsdóttur og Bríeti Héðinsdóttur, líka Jón Laxdal Halldórsson og Erling Gíslason, Leif Þórarinsson og Finnboga Pálmason. Oft voru samræður líflegar í þessum hópi, stundum kafað djúpt í flókin mál en þó man ég best æskugleðina, sem við áttum saman. Margt var sérstætt við Þor- varð Helgason. Eitt var það að faðir hans, Magnús Norðdahl múrari, hét alls ekki Helgi. Aft- ur á móti hét móðurafi Þor- varðar og fóstri Guðmundur Helgi og má vera að þegar presturinn skírði drenginn Þor- varð Helgason hafi falist í því vísun í þetta seinna nafn afans. Móðir Þorvarðar hét Ragn- hildur Guðmundsdóttir og var dóttir hjónanna Guðmundar Helga Þorvarðssonar og Nikó- línu Nikulásdóttur. Þau bjuggu á Óðinsgötu 12 í Reykjavík og hjá þeim ólst Þorvarður Helga- son upp. Guðmundur, afi hans, var smákaupmaður. Á milli- stríðsárunum var verslun hans við Skólavörðustíg, þar sem nú er Mokkakaffi, en seinna færði hann búðina í sitt eigið íbúðar- hús á Óðinsgötu 12 og var hún þar á neðri hæðinni. Frá ömmunni, Nikólínu Nikulásdóttur, fékk Þorvarður margan fróðleik um Reykjavík á síðari hluta 19. aldar. Þegar hún fæddist, árið 1877, ráku foreldrar hennar, þau Nikulás Jafetsson og Hildur Lúðvíks- dóttir, gistihús og greiðasölu á lóðinni sem nú er númer 17 við Vesturgötu, er þá hét reyndar Læknisgata. Foreldrar Nikó- línu urðu bæði skammlíf en í Reykjavík og nálægum byggð- um átti hún fjölmennan frænd- garð. Langafi hennar, afi Niku- lásar, var Einar Jónsson borgari, sem lengi rak verslun við Aðalstræti í Reykjavík en hann var bæði föðurbróðir og tengdafaðir Jóns Sigurðssonar forseta. Tengdafaðir Einars borgara og afi barna hans var svo Jafet Illugason, lóskeri við „Innréttingarnar“, sem Skúli Magnússon fógeti hafði for- göngu um að koma á fót í Reykjavík um miðja 18. öld. Allt sýnir þetta vel hversu djúpar rætur Þorvarður og ættmenn hans áttu í moldum gömlu Reykjavíkur. Hann vildi ætíð hrærast í nú- tímanum en þankar um stofn- inn, sem að honum stóð, urðu á efri árum ásæknari en fyrr. Kjartan Ólafsson. ✝ Hörður Hall-bergsson fædd- ist í Hafnarfirði 5. júní 1932 og bjó alla sína tíð þar. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 20. desember 2016. Hann lærði raf- virkjun og starfaði í mörg ár hjá RA- RIK sem línumað- ur, en starfaði yfir 30 ár hjá Rafveitu Hafn- arfjarðar sem yfirverkstjóri, þar til hann varð að hætta vinnu vegna lögblindu. Hörður kvæntist Dúfu Krist- jánsdóttur, f. 29. nóvember 1934, d. 6. október 2006, og gengu þau í hjónaband 30. maí 1953. Þau eignuðust þrjú börn: Bjarney Elísabet Harðardóttir, f. 7. júní 1958, og á hún þrjú börn og sex barnabörn, Sig- urjón Harðarson, f. 6. mars 1961, og á hann þrjú börn og þrjú barnabörn. Sambýliskona Sig- urjóns heitir Sig- rún Sveinbjörns- dóttir og á hún tvö börn og eitt barna- barn. Yngsta dóttir Harðar og Dúfu er Jóhanna El- ínborg Harðardóttir, f. 8. apríl 1965, eiga hún og hennar eig- inmaður, Axel Antonio Penal- ver, fjögur börn og sjö barna- börn. Útför Harðar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 5. janúar 2017, klukkan 13. Í dag kveð ég elsku pabba minn. Í gegnum tíðina höfum við ferðast saman, t.d. komstu með í brúðkaupsferðina okkar Tonis. Við fórum saman til Spánar en eftirminnileg er sú ferð þegar þú komst með okkur Toni og fórum til tengdaforeldra mína í til Al- guazas. Mikið fannst þér gaman að kynnast spænskri menningu og upplifa hana með tengdapabba, þið sátuð úti á veröndinni, sáttir með lífið, gátuð lítið talað saman, en þér leið vel. Heima fórum við saman í margar ferðirnar og var sérstakt að ferðast með þér og heyra sög- una um hvern stað sem við fórum fram hjá. Þótt sjón þín væri engin, og þegar þú spurðir hvar við værum og þegar við nefndum bæjar- stæði eða brú sem við fórum yfir, þá var það nóg, því þú gast sagt að handan við næstu beygju væri stór steinn, eða einhver kennileiti sem þú mundir eftir, og svo komu sögurnar allt frá landnámi. Þú gast alltaf áttað þig á hvar þú varst staddur, því þú varst búinn að ferðast mikið um landið, og þá sérstaklega sem línumaður hjá RARIK, og þekktir landið þitt vel. Eftir að mamma dó fór ferð- unum að fækka, en við fórum fyr- ir þremur árum í sumarbústað í Munaðarnesi um afmælið þitt, og þér fannst svo mikil tilbreyting að geta farið í ferðalag, og ég er svo fegin að hafa getað haft þig með þarna, því þetta var okkar síðasta ferð saman, þar sem heilsan þín var byrjuð að bila. Við fórum upp á Vatnajökul þegar tengdamamma var hjá okkur og þú fórst í ferð á snjóbílnum að ferðast um jökulinn. Þetta var stórkostleg ferð, við keyrðum upp á jökulinn, þar sem tengda- mamma signdi sig hvað eftir ann- að á leiðinni upp, og þið bæði ásamt börnunum nutuð útsýnis- ins þegar upp var komið og við lýstum fyrir þér landslaginu. Þú og mamma voruð eitt, og þegar hún kvaddi var sorg þín mikil, enda var hún augun þín og líf þitt og yndi, en nú eruð þið sameinuð. Elsku pabbi, þú varst mér allt, og líka börnunum mínum. Þú eyddir miklum tíma með Herði þegar hann var lítill og svo þegar Viktor byrjaði í skóla, þá fékk hann, ásamt Herði og Tinnu að eyða tímanum heima hjá þér, á meðan við vorum að vinna. Og eru þau, sérstaklega strákarnir mínir, búin að fræðast um marg- ar sögurnar í gegnum þig, sem eru þeim ómetanlegar. Hörður sem gat spurt ólíklegustu spurn- inganna, ekki bara af hverju him- inn er blár, heldur hvað stjörn- urnar hétu og hvað ljósár var mikið, ekki gat ég svarað, en afi gat bjargað málunum. Hörður og Viktor ólust upp með þér og er sorg þeirra mikil þar sem þeir eru að kveðja sinn besta vin, sem þeir gátu talað við um allt og spurt afa, því afi vissi alltaf svarið. Eitt af því erfiðasta sem ég hef upplifað í mínu lífi var að flytja til Spánar og hafa þig ekki með. Það kom þó til tals, því loftslagið og hitinn fór vel í þig, en heilsan var farin að bila og þú treystir þér ekki. Núna kveð ég þig, elsku pabbi minn, og ég veit að mamma tók á móti þér og eruð þið nú sameinuð og líf þitt ekki lengur í myrkri. Hann Toni kemst ekki til Ís- lands til að kveðja þig, en þakkar þér fyrir yndislega samveru síð- astliðin 27 ár. Bless, pabbi minn. Þín Jóhanna. Hörður Hallbergsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.