Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Fulltingi flyst á Höfðabakka 9 Fulltingi er framsækin og traust lögmannsstofa sem veitir einstaklingum þjónustu á sviði skaðabóta og vátryggingaréttar og er stærsta stofan hér á landi sem sérhæfir sig á þessu sviði. Hlutverk fyrirtækisins er að leysa vel úr málum fólks, ráða því heilt og stuðla að því að hver og einn fái þær bætur sem hann á rétt á. Sérfræðingar okkar hafa margir hverjir áratuga reynslu í meðferð slysa- og skaðabótamála. Á morgun, 6. janúar, flytjum við hjá Lögmannsstofunni Fulltingi slf aðsetur okkar að Höfðabakka 9, efstu hæð. Við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum okkar í nýjum húsakynnum. Gott aðgengi er að húsinu og næg bílastæði. Verið velkomin! „Á pallinum stend- ur ung stúlka. Hún er með blokkflautu í hendi. Það eru tón- leikar og fyrir framan hana situr fullt af fólki. Á fremsta bekk eru foreldrar hennar og systkini og fyrir aftan þau afi hennar og amma. Við hlið stúlkunnar situr kennarinn með gítar í hendi. Hún flytur lagið sitt sem inniheldur að- eins nóturnar A og B (gamla Há- ið). Hún á bara að spila tvö lengd- argildi; ýmist langar eða stuttar nótur. Flutningurinn tekur eina mínútu. Í lokin leika hún og kenn- arinn af fingrum fram. Ýmist fylgir hún takti kennarans eða hann eltir stúlkuna. Kennarinn leikur hljóma sem passa við nót- urnar sem stúlkan leikur. Að lok- um klappa áheyrendur og hún hneigir sig í auðmýkt. Foreldrar hennar og áar klappa innilega og amman er með klút til að þurrka hrifningartárin.“ Þessi lýsing hér að framan er dæmigerð lýsing á verkefnum og upplifun ungra tónlistarnema í tónlistarskólum á Íslandi. Á þeirri stundu eru öll skynjunarfæri nem- andans í gangi. Þau þarf hann að samhæfa og halda einbeitingunni svo hægt sé að spila lagið í gegn. Hann þarf að halda takti og hvert sekúndubrot skiptir máli, – ekkert tækifæri er til að stoppa og hugsa sig um eða ræskja sig eða spyrja kennarann einhvers. Nemandinn elst upp við það, að það sé eðlilegt og sjálfsagt að spila á hljóðfæri einn með sjálfum sér, með öðrum og fyrir aðra. Hann má ruglast á tónleikum og fær samt klapp fyrir. Enginn dómur er lagður á hans hljóðfæra- leik, – enginn af þátttakendunum fær verðlaun. Allir eru þar á sín- um eigin forsendum og tónleikarn- ir lítið skref fram á við fyrir hvern og einn í þroskavænlegu námi. Allir þátttakendur á tónleikunum vanda sig sem þeir geta, – það er eina krafan. Þar sem nemandinn stendur á pallinum þarf hann að halda jafn- vægi, hann blæs í flautuna og not- ar tunguna til að skerpa tóninn, hann heldur á hljóðfærinu og not- ar fínhreyfingar fingranna til að loka réttum götum á flautunni og snertiskynið til að vita hvort göt- unum sé lokað. Hann er með aug- un á nótunum, heyrir hverja mis- fellu og hvern velheppnaðan tón, heyrir einnig til kennarans og þess sem hann leikur og svo stíg- ur hann jafnvel taktinn ósjálfrátt. Fyrir nemandanum eru tón- leikar eðlilegur þáttur í lífinu. Það er eðlilegt og sjálfsagt að koma fram. Hann veit að hann verður ekki dæmdur, – honum verður ekki refsað hvernig sem fer, eng- inn annar er betri eða meiri en hann og hann ekki framar neinum öðrum. Framkoma á tónleikum er liður í því að hver og einn æfist í því að standa fyrir máli sínu og að þurfa ekki að óttast það, – túlka það sem leikið er og seinna að viðra skoðanir sínar. Tónlistarnemar í íslenskum tón- listarskólum fá góða þjálfun í tjá- skiptum og sköpun. Í gegnum hljóðfæranámið þjálfast þeir í sjálfstæðum vinnubrögðum og að vinna með öðrum, – bæði við heimanámið og í samspili í tónlist- arskólanum. Þeir nota alla mögu- lega miðla til að leita efnis og hlusta. Þeir bera ábyrgð á nám- inu, enda eru þeir þar á eigin for- sendum. Það eru fyrrverandi nemendur tónlistarskólanna á Íslandi sem í flestum efnum halda uppi því öfl- uga tónlistarlífi sem við Íslend- ingar búum við. Þeir eru þar flytj- endur og hlustendur. Þeir eru útgefendur, framleiðendur, stjórn- endur og framkvæmdaaðilar, – kennarar, tónskáld og útsetjarar og hljóð- færasmiðir. Skrifaðar hafa verið bækur, rit- gerðir og blaðagrein- ar um peningaleg verðmæti þessa öfl- uga tónlistarlífs. Á hverjum degi eru haldnir tónleikar, í hverjum mánuði tón- listarhátíðir, á hverju misseri koma hingað í heimsókn á vegum þessara fyrrverandi nemenda frægir tónlistarmenn og á hverju ári gera íslenskar hljóm- sveitir það gott í útlöndum. Mest- öll þessi starfsemi er ávöxtur ís- lensks tónlistarskólastarfs. En samt eru óupptalin mestu verðmætin; það eru tónleikar stúlkunnar sem lýst er í upphafi þessarar greinar og allur aðdrag- andi þeirra – nám hennar í skól- anum og ástundun, – svo og allra þeirra þúsunda sem á Íslandi stunda tónlistarnám. Sú þroska- vænlega athöfn að leika á hljóð- færi verður að vísu ekki mæld og ekki verðlögð á mælikvarða pen- inganna eða með krossaprófum –, ekki frekar en svo margt í ís- lensku skólakerfi. Þekking og skilningur á skólastarfi er grund- völlur þess að geta metið þau verðmæti sem í því er fólgið. Allur sá þroski sem nemendur öðlast er verðmæti og þar sem hinir verald- legu mælikvarðar ekki virka er það aðeins trú okkar á verkefnin sem gildir. Verðmæti tónlistarnáms Eftir Kjartan Eggertsson » Allur sá þroski sem nemendur öðlast er verðmæti og þar sem hinir veraldlegu mæli- kvarðar ekki virka er það trú okkar á verk- efnin sem gildir. Kjartan Eggertsson Höfundur er aðstoðarskólastjóri Tónskóla Hörpunnar. Hvernig er það eiginlega með þetta blessaða fólk, sem vill endilega aka með okkur inn í brennandi og hrynjandi kofaskrifli ESB, andstætt vilja stærsta hluta kjósenda? Það er engu líkara en þeir vilji hvorki sjá, heyra, skilja né skynja hvað er í gangi úti í Evrópu. Því- líkt og annað eins, og að það séu heilu flokkarnir, sem heimta það stans- laust og vilja láta það verða hálfgert úrslitaatriði í stjórn- armyndunarviðræðum, að kosið verði um áframhaldandi aðild- arviðræður við ESB. Í langan tíma hefur verið talað um, að Íslendingar séu aðhlátursefni fólks erlendis. Það er engin furða, því að fólki í Evrópu- sambandslöndunum hlýtur að finn- ast það stórskrýtið fólk hér á landi, sem vill endilega halda því til streitu að ana inn í brennandi hús ESB, á sama tíma og aðildarþjóðirnar sitja á rökstólum um, hvernig þær geti fylgt í kjölfar Breta út úr samband- inu. Ég er ekkert hissa á því, þótt menn hlæi að svoleiðis sérvitringum og finnist þeir tæplega vera með á nótunum. Þetta er ekki hægt. Það verð ég að segja. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is ESB-ruglið endalausa og aðhlátursefnin ESB Meirihluti landsmanna vill ekki ganga í sambandið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.