Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hvernig myndi maður bregðast við ef í ljós kæmi að faðir manns væri í raun ekki karl heldur kona? Ef hann segðist hafa upplifað sig sem konu nær allt sitt líf? Leikarinn Hannes Óli Ágústsson þekkir þar vel til því faðir hans, Ágúst Már Grétarsson, tilkynnti eiginkonu sinni til 30 ára og tveimur börnum, þegar hann var kom- inn á miðjan sextugsaldur, að hann væri í raun kona. Ágúst fór í kyn- leiðréttingu og varð Anna Mar- grét, 57 ára að aldri. Í fyrra kom út bók eftir Bryndísi Júlíus- dóttur, Hún er pabbi minn, þar sem Anna segir frá ævi sinni. Annað kvöld verður svo frumsýndur nýr einleikur um sama efni, Hún pabbi, á Litla sviði Borgarleikhússins eftir þær Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og Köru Hergils, sem jafnframt er listrænn stjórnandi sýningarinnar. Pétur Ármannsson er leikstjóri og Högni Egilsson semur tónlistina. Í verkinu segir Hannes Óli þessa merkilegu sögu sína og föður hans. Handritið lengi ofan í skúffu Kara segir leikverkið í raun hafa komið á undan bókinni. „Þegar við fengum leyfi Önnu Margrétar fyrir því að segja þessa sögu á sviði og vorum að sækja um listamannalaun nefndi hún í framhjáhlaupi að hún ætti handrit að bók. Þetta handrit var víst búið að liggja ofan í skúffu í einhvern tíma,“ segir Kara. Leik- verkið hafi í kjölfarið tekið breyt- ingum og kastljósinu verið beint að hlið Hannesar Óla. Verkið fjalli um hvernig það sé að vera aðstandandi, hvernig samband þeirra feðga hafi verið í gegnum tíðina, hvort það hafi breyst og hvernig sé að eiga samskipti við einhvern sem hafi átt sér leyndarmál svo lengi. -Þetta er einleikur en hver er frásagnaraðferðin? Er Hannes Óli að tala á sviðinu út frá eigin brjósti eða bregður hann sér í mörg hlut- verk? „Þetta er bara allt beint frá Hannesi, Hannes er bara Hannes á sviðinu en svo notum við ýmsar að- ferðir. Við vísum t.d. í poppkúltúr, Hannes er mikið bíónörd og við nýtum okkur það. Hann segir sög- una að hluta út frá poppkúltúr og svo notum við líka bókina örlítið, Hannes les upp úr henni,“ segir Kara. -Þið eruð þá væntanlega að fjalla í leiðinni um ýmislegt sem tengist umfjöllunarefninu, hlutverk kynjanna og kynrófið t.d.? „Algjörlega. Við reynum að normalísera það að maður þurfi ekki að gegna sínu kynhlutverki með einhverjum utanaðkomandi þáttum eins og útliti eða klæða- burði. Við setjum hann ekki í hlut- verk hennar, hann er ekki í dragi. Hún tjáir sig í gegnum bókina en annars er þetta upplifun Hannesar og sýn hans á þetta allt saman.“ -Hefur Hannesi reynst erfitt að leika í þessu verki? „Það er örugglega mjög krefjandi að opinbera líf sitt á sviði en Hann- es er bara svo opinn og „líbó“ mað- ur að það var eiginlega erfiðara að fá einhverja dramatík út úr honum en hitt. En jú, auðvitað hefur þetta verið áfall fyrir fjölskylduna og það er alveg ástæða fyrir því að við er- um ekki að segja sögu heillar fjöl- skyldu heldur bara hlið Hannesar. Það vilja ekki allir setja sína sögu á svið.“ Hvatt til umræðu -Markmiðið hlýtur líka að vera að vinna gegn fordómum? „Jú, algjörlega, og við lögðum upp með að normalísera þetta ástand í stað þess að dramatísera það. En auðvitað er það hvatinn að svona sýningu að hvetja til umræðu þannig að fólk sjái allar hliðar máls- ins,“ svarar Kara. Spurð hvort Anna Margrét hafi verið sátt upp- haflega við að gerð yrði leiksýning um hana segir Kara að hún hafi verið það, enda hafi hún sjálf veitt fjölmiðlum viðtöl vegna bókarinnar. „Hún er búin að vera ótrúlega hjálpleg í díalóg, við höfum farið oft að hitta hana og rætt málin fram og til baka,“ segir hún. „Það er oft svo- lítið tabú að tala um fyrra líf hjá transfólki, maður á ekki að tala um gamla nafnið og fólk vill oft ekki sýna myndir en hún hefur verið eins og opin bók með allt, sem gerir þetta ferli miklu auðveldara. Við getum talað svolítið frjálslega um þetta og auðvitað líka af því að Hannes er sonur hennar og hefur leyfi til að tala um þetta.“ Kara segir að lagt hafi verið upp með ýmsar hugmyndir í sköp- unarferlinu og verkinu leyft að breytast og þróast. „Ef upp kom hugmynd sem hópnum líkaði vel prófuðum við að elta hana og af því þetta er svo lifandi efni hef ég oft sagt að við séum búin að gera 17 sýningar og þetta er sú nýjasta,“ segir hún og hlær. -Högni Egilsson semur tónlistina í sýningunni, skipar tónlistin stórt hlutverk? „Já, af því við erum að vinna svo- lítið með vísanir í kvikmyndir og poppkúltúr, það er svolítill kvik- myndabragur á tónlistinni hans sem gefur verkinu aukavídd.“ Vísun í þekkt atriði -Þú sendir mér ljósmynd af Hannesi Óla að horfa á Svarthöfða á skjá. Svarthöfði er í einu þekkt- asta feðgaatriði kvikmyndasög- unnar, atriðinu þegar hann segir syni sínum og fjandmanni, Loga geimgengli, að hann sé faðir hans, í einni Stjörnustríðsmyndanna, The Empire Strikes Back ... „Einmitt, við erum að leika okkur með það. Hún pabbi er saga af sam- bandi feðga og þetta er eitt þekkt- asta feðgasamband poppkúltúrsins. Við erum samt ekki að halda því fram að Anna Margrét hafi farið yf- ir til „myrku hliðarinnar“,“ segir Kara og hlær. „Án þess að ég vilji gefa of mikið upp er Hannes Óli að tala um leiktæknina í því atriði. Anna Margrét hefur líka verið í vissu hlutverki alla ævi og þetta fjallar um hvernig maður kemst út úr hlutverki og getur túlkað það og í þessu atriði er líka komið inn á viðbrögð. Ég veit ekki hvort þú veist það en Mark Hamill [sem lék Loga geimgengil, innsk.blm.] vissi ekki hvað væri í vændum, því var haldið frá honum í handritinu til að viðbrögð hans yrðu sem eðlilegust. Sú spurning kemur upp hvernig maður bregðist við þegar foreldri manns segir manni að það sé trans.“ -Eða þegar Svarthöfði segir þér að hann sé faðir þinn? „Einmitt.“ Opinberun Hannesar  Ágúst Már Grétarsson tilkynnti eiginkonu sinni og börnum að hann væri kona og varð Anna Margrét  Hannes Óli, leikari og sonur Önnu, rekur þá sögu í einleiknum Hún pabbi í Borgarleikhúsinu Ljósmynd/Owen Fiene Svarthöfði Hannes Óli á æfingu á Litla sviðinu. Yfir honum vomir sjálfur Svarthöfði, illmenni Stjörnustríðskvikmyndanna sívinsælu. Varalitur Hannes Óli varalitar sig. Kara Hergils
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.