Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 58
M unurinn á handlóðum og ketilbjöllum er að þyngdin er fyrir utan handfangið sem gerir það að verkum að allar sveifluæfingar verða allt öðruvísi með ketilbjöllum,“ útskýrir Helgi þegar samanburðurinn er borinn undir hann. „Þetta er svolítið eins og að binda reipi í handlóð. Flestir kveikja þegar ég lýsi þeim með þessum hætti.“ Aðspurður í framhaldinu hvaða máli það skiptir nákvæmlega við lík- amsþjálfun, bendir hann á að eins og hann kenni þátttakendum á ket- ilbjöllur sé það þannig að aukið sé við þyngdir með svokölluðum sveifluæf- ingum mun hraðar og þyngra en hægt væri með hefðbundnum hand- lóðum. „Það er af því þú notar mun fleiri vöðva líkamans þegar þú æfir með ketilbjöllur, samanborið við handlóð.“ Ketilbjöllurnar kenna lík- amanum samhæfingu Ketilbjöllurnar hafa víðtækari áhrif en þau að reyna á mismunandi líkamshluta og vöðvahópa, bendir Helgi á. Með því að nota jafn marga vöðva við æfingarnar og raun ber vitni er einstaklingurinn í stuttu máli sagt að kenna líkamanum samhæf- ingu. „Þú ert að nota vöðvana neðst í tánum alveg upp í fingurgóma, og alla þar á milli, þegar þú ert að „henda“ bjöllunni upp í sveiflu. Það er gríð- arlegur munur á því að annars vegar taka bjölluna einfaldlega upp af gólf- inu og lyfta henni þannig, og hins veg- ar að sveifla henni upp.“ Það má ráða af framangreindu að líkamsþjálfun með ketilbjöllur felur í sér talsvert tæknilegar æfingar. Það er því ráðlegt fyrir óreynda að gera æfingarnar undir leiðsögn reynds þjálfara, eða hvað? Helgi hristir höf- uðið. „Ráðlegt? Það er einfaldlega nauð- synlegt. Ég hef einmitt fengið marga í þjálfun til mín sem hafa farið þá leið- ina að kaupa sér ketilbjöllu og skoða svo bara myndskeið á Youtube, sem innihalda oftar en ekki hluti þar sem ýmislegt þarf að laga. Í kjölfarið þarf svo að leiðrétta ýmsar hreyfingar hjá viðkomandi iðkendum.“ Ketilbjöllur eru fyrir alla Í ljósi þessa vaknar óneitanlega sú spurning hvort æfingar með ket- ilbjöllur séu endilega líkamsþjálfun fyrir óvana? Þarf ekki að vera í ein- hverju lágmarksformi til að taka á bjöllunum? Helgi er fljótur til svars og minnir á að jafnvel færustu þjálf- arar hafi einhvern tímann verið óvan- ir byrjendur. „Alls ekki, því bjöllurnar eru til í þyngdum niður í nánast ekki neitt, og svo upp í ótrúlegar þyngdir. Það er því til bjalla fyrir bókstaflega alla. Þú byrjar bara á þeim stað sem þú ert í það skiptið og vinnur þig svo upp í meiri þyngdir og erfiðari æfingar.“ En hvað með þær hugmyndir að þar sem maður heldur á ketilbjöll- unum sé þá ekki bara verið að þjálfa upp- og framhandleggsvöðva og kannski axlirnar í mesta lagi? „Þær hugmyndir eru mjög miklar ranghugmyndir,“ svarar Helgi að bragði. „Í rauninni er maður að nota fætur, bak og kvið miklu meira en nokkurn tíma hendur. Æfingarnar reyna mest á það sem kallast á fag- slangrinu „core“ eða miðjan.“ Mikilvægi þess að miðja líkamans sé sterk Helgi er því næst inntur eftir því hvers vegna það sé svo mikilvægt að styrkja miðjuna? Það er jú alþekkt að margir fara í ræktina til að pumpa upp brjóstkassann, belgja út upp- handleggsvöðvana ellegar skafa fit- una burt af þvottabrettinu, öðru nafni „six-pakkinu“. Ættu viðkomandi frekar að huga að miðjunni? „Grunnurinn að því að ná árangri í þjálfun annarra vöðva er að þessi hluti líkamans sé í lagi. Það er ekki flóknara,“ bendir Helgi á. „Ef þú mætir reglulega í ræktina og gerir ekkert annað en að hamast í bekk- pressunni þá er líklegt að þú lendir í einhvers konar bakvandamálum fyrr eða síðar. En með ketilbjöllu- æfingunum færðu það sem ég kýs að kalla „hagnýtan styrk“ sem þú finnur mjög mikinn mun á þegar þú þarft næst að bera þvottavélina eða álíka. Eftir eitt námskeið muntu finna ótrú- legan mun næst þegar þú þarft að bera eitthvað þungt. Það er öruggt. Næst þegar þú ert að bera þyngsli á borð við þvottavél þá ertu ekki að fara á bakið og pumpa hana,“ bætir Helgi við og hlær. „Það er lítið gagn að því. Samhæfingin – þetta með að kenna líkamanum að nota vöðvana – er það sem gerir það að verkum að þú kem- ur til með að kunna að lyfta þungu, í stað þess að lyfta bara með mjóbak- inu og vera svo að drepast í bakinu í framhaldinu. Líkaminn lærir þessa beitingu. Við leggjum á námskeið- unum ekki sérstaka áherslu á að læra að nota alla vöðvana í sjálfu sér held- ur kemur það af sjálfu sér þegar þyngdirnar í ketilbjöllunum eru auknar. Með því að tileinka sér tæknina sem kennd er á námskeið- unum þá lærir líkaminn sjálfur hvaða vöðva hann á að nota til að lyfta þessu eða hinu upp.“ Bjöllurnar og brennslan Stóra málið varðandi markmið- asetningu og aukna ásókn í líkams- þjálfun í upphafi árs er fitubrennsla, vel að merkja. Við fyrstu sýn verður máske ekki séð að ketilbjöllur hafi þar mikið að segja, en vert er að rifja upp hvað Helgi sagði hér að framan; við bjölluæfingar notast maður meira við fótleggi og miðju en handleggina. Stærstu vöðvar líkamans eru jú lær- og rassvöðvar, og segja fræðin ekki einmitt að vilji maður brenna fitu sé málið að taka ærlega á stærstu vöðv- unum? Helgi samsinnir þessu bros- andi. „Algjörlega. Bjöllurnar eru gríð- arlega góð leið til að brenna fitu. Þetta kallast á fagmálinu „cardio- based“ lyftingar og eru því mjög áhrifaríkar. Auðvitað fer fitutap fyrst og fremst eftir mataræðinu en bjöll- urnar eru hörkugóð leið til að flýta fyrir og auka brennslu, með háum púlsi og tilheyrandi.“ Fyrir áhugasama skal bent á að hægt er að hafa samband við Helga gegnum tölvupóstfangið hans sem er helgi@hhthjalfun.is til að forvitnast um námskeið, hópatíma og annað sem snýr að líkamsþjálfun með ketil- bjöllur. Að samhæfa og styrkja líkamann  Æfingar með svokallaðar ketilbjöllur hafa rutt sér til rúms hér á landi hin seinni ár og njóta vaxandi vinsælda  En eru ketilbjöllur nokkuð annað en sérkennilega hönnuð handlóð?  Helgi Þorvalds- son kennir bæði einstaklingum og hópum á ketilbjöllunámskeiði hjá World Class og segir talsvert meira í bjöllurnar spunnið Morgunblaðið/Golli Rétt þjálfun „Ég hef fengið marga í þjálfun til mín sem hafa farið þá leiðina að kaupa sér ketilbjöllu og skoða svo bara myndskeið á Youtube, sem innihalda oftar en ekki hluti þar sem ýmislegt þarf að laga,“ segir Helgi Þorvaldsson. 58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 HUGSAÐUMHEILSUNA HEFUR OPNAÐ STOFU Í KLÍNÍKINNI ÁRMÚLA 9 Sérgrein: Almennar skurðlækningar Sérhæfing í meðferð og aðgerðum vegna offitu Tímapantanir í síma: 519 7000 Aðalsteinn Arnarson, Sérfræðingur í almennum skurðlækningum Klíníkin Ármúla · Ármúla 9 · 108 Reykjavík · Ísland · www.klinikin.is hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur Retor sérhæfir sig í íslenskukennslu ásamt því að bjóða ýmsar fræðslulausnir fyrir innflytjendur. Okkar markmið er að auka verðmæti mannauðsstofnana og fyrirtækja með fræðslu og tungumálakennslu. Íslenskukennsla fyrir erlent starfsafl Opnunartími mán.-fim. kl. 10.00-21.30, föstudagar lokað. Retor | Hlíðasmára 8 | 201 Kópavogur | retor.is | retor@retor.is Hjalti Ómarsson Framkvæmdastjóri hjalti@retor.is Beinn sími: 662-3730 Markmið fyrirtækjalausna Retor Fræðslu er að aðstoða íslensk fyrirtæki með erlent starfsafl við að gera íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustöðum. Mikil tækifæri eru fólgin í þeim mannauð sem skapast á vinnustöðum þar sem samskipti eru til fyrirmyndar. Með góðum samskiptum eykst starfsánægja og því fylgir jafnari og betri framlegð í starfi, ásamt því að lágmarka kostnað sem hlýst af starfs- mannaveltu. Íslenskukennsla fyrir erlent starfsafl er mikilvægur hluti af þessu ferli og það er sú þjónusta sem við sérhæfum okkur í að veita ásamt ýmiss konar fræðslu sem við bjóðum uppá og þróum í samstarfi við vinnustaði eftir hentugleika. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.