Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 ínu, sem bæði byrjuðu snemma að æfa knattspyrnu hjá Val. Fylgdist hann vel með öllum æf- ingum þeirra og keppnisleikjum og hafði mikla ánægju af. Við bættist svo síðar að dóttir þeirra hjóna, Markúsar og Magdalenu, Elín Metta, hóf æf- ingar hjá Val og varð snemma stórefnileg þannig að framhald varð á stöðugum ferðum á Vals- völl. Elín Metta varð meira en efnileg, komst í yngri kvenna landsliðin í knattspyrnu og varð síðan A-–landsliðskona og á marga landsleiki að baki og nutu foreldrar hennar og allir Vals- menn þess mjög að sjá hana í keppni. Nú hin síðari ár var Markús enn á sínum stað á Valsvellinum að Hlíðarenda og horfði ásamt eiginkonu sinni á allflesta heimaleiki Vals í knattspyrnu kvenna og karla. Auk þess var hann meðlimur í fulltrúaráði Vals, þar sem hann fylgdist mjög áhugasamur með allri framvindu og uppbyggingu á Valssvæðinu og með puttann á púlsinum um það sem var að gerast á öllum sviðum hjá Val. Við Valsmenn kveðjum nú Markús, vissir um, að séra Frið- rik tekur vel á móti honum þeg- ar komið er á leiðarenda. Minn- ingin um góðan dreng lifir. Við sendum eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandend- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd eldri félaga í knattspyrnu hjá Val, Hilmir Elísson, Kristján Ásgeirsson. Það er með söknuði í hjarta sem ég, fyrir hönd Vals, skrifa fáein minningarorð um vin okk- ar og Valsmanninn Markús E. Jensen sem féll frá á jóladag á besta aldri. Valshjarta hans var stórt og sló í takt við þann anda sem ríkir alla jafna að Hlíðar- enda, anda séra Friðriks. Mark- ús lét fáa viðburði fram hjá sér fara en auðvitað var helsta áherslan á meistaraflokk kvenna í knattspyrnu þar sem dóttir hans hefur verið lykilmanneskja. Markús lék sjálfur með Val á sínum yngri árum, var síðan í stjórn knattspyrnudeildar og vallarstjórn. Ávallt boðinn og búinn að leggja hönd á plóginn eins og Magdalena Kjartans- dóttir, eiginkona hans, sem var valin Valsmaður ársins á gaml- ársdag. Alloft vorum við sessunautar á leikjum Vals og Markús gat haft sterkar skoðanir á því sem fyrir augu bar. En að sama skapi bjó hann yfir stóískri ró og gætti orða sinna. Það var eft- irtektarvert hversu samrýmd og samstiga hjónin voru, hversu mikla virðingu þau báru hvort fyrir öðru, samferðafólki sínu og Knattspyrnufélaginu Val. Markús tókst á við veikindin af æðruleysi, með bjartsýni og dugnað að leiðarljósi, sannfærð- ur um að hann hefði sigur að lokum því síðari hálfleikur var rétt nýhafinn. En enginn ræður sínum næturstað og nú mun kappinn fylgjast með leikjum frá öðru sjónarhorni, þar sem kær- leikurinn er ævinlega í fyrsta sæti. Fyrir hönd Vals votta ég eig- inkonu, börnum, skyldmennum og vinum samúð okkar allra. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekktur) Þorgrímur Þráinsson, formaður Knattspyrnu- félagsins Vals. Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós þá veitist þér and- legur styrkur. Kveiktu svo örlítið aðventuljós, þá eyðist þitt skammdegismyrkur. Það ljós hefur tindrað aldir og ár yljað um dali og voga. Þó kertið sé lítið og kveikurinn smár mun kærleikur fylgja þeim loga. (Hákon Aðalsteinsson) Þetta fallega ljóð, Aðventan, á vel við nú þegar ég kveð elsku föðursystur mína, Mæju frænku. Þú kvaddir á fjórða sunnudegi í aðventu, þegar við kveikjum á englakertinu, svo þann dag kveikti ég á kertinu þér til heiðurs. Elsku Mæja frænka, þú hefur verið stór partur af mínu lífi alla tíð og það ber að þakka. Þegar ég hugsa um þig kemur fyrst fram í hugann hversu hlý og umhyggjusöm þú ávallt varst okkur Helgu systur og ekki síst pabba okkar. Þú vildir okkur svo vel alla tíð. Þú gafst alltaf svo mikið af þér, hafðir áhuga á öllum í kringum þig, það finnst mér góður kostur og þú varst búin mörgum slíkum. Ég sé þig fyrir mér káta og hlæjandi enda stutt í grínið hjá þér. Það var gott að hlæja með þér. Þú varst falleg, virðuleg, gáfuð og klár, ég gæti haldið svona áfram en það hefði ekki verið í þínum anda, svo hógvær sem þú varst. Í einu orði sagt varstu yndisleg frænka, sem ég sakna mikið. Mig langar sérstaklega að þakka þér fyrir allar fallegu jólagjafirnar sem þú sendir okkur Helgu, öll okkar bernsku- og unglingsár. Það var alltaf stór tilhlökkun að opna pakkana frá þér og margar þeirra fylgja mér enn í dag. Þú kenndir okkur Helgu margt gott og nytsamt og eitt af því, bros, var að taka hornin með, þegar við skúruðum gólf- ið í búðinni. Gott ráð sem við búum enn að, þó að það hafi ekki verið voða vinsælt á þeim tíma. Mér verður líka hugsað til allra ferðanna sem við syst- ur fórum sem börn og ungling- ar niður á Hótel Borg, þegar þið Guðfinnur komuð suður í viðskiptaferðir. Okkur þótti mikið til þess koma, enda Borgin þá eitt fallegasta hót- elið í bænum. Þar sátum við rígmontnar og drukkum kók og borðuðum kökur með þér. Eftir á létum við sko vinina vita hvar við höfðum dvalið þann daginn. Minningarnar hrannast upp, margar tengdar ömmu og afa á Sauðárkróki. Ég er þakklát fyrir að þú skyldir ná að upplifa að sjá bókina um foreldra þína, Har- ald kaupmann og Guðrúnu, koma út núna fyrir jólin, bók sem ég hef yljað mér við um jólin. Blessuð sé minning þeirra. Mér er einnig minn- isstæð ferðin okkar allra til London þegar pabbi varð 60 ára. Þar deildum við tvær sam- an herbergi í eina viku og það var ljúf vika. Þetta var ógleym- anleg ferð, ekki síst fyrir pabba og Dísu. Mikið þótti mér líka vænt um þegar þú komst með pabba hingað út í útskrift- ina mína fyrir ca. 10 árum. Við höfðum fyrir sið að tala saman á afmælisdögum og jólunum og ég mun sakna þeirra samtala. María Kristín Haraldsdóttir ✝ María KristínHaraldsdóttir fæddist 17. apríl 1931. Hún lést 18. desember 2016. Útför Maríu fór fram 4. janúar 2017. Ég vil að lokum senda innilegar samúðarkveðjur til Einars, Harald- ar og fjölskyldna og síðast en ekki síst til Guðrúnar Kr. sem hefur að öðrum ólöstuðum reynst mömmu sinni ómetanleg stoð seinustu árin. Fyrir hönd okkar systra þakka ég elsku frænku minni fyrir allt og allt. Hvíldu í friði, elsku frænka mín. Guðrún Ingibjörg Bjarnadóttir. María Haraldsdóttir hefur kvatt. Þegar við systkinin hugsum til Mæju koma marg- ar minningar fram í hugann. Minningarnar eru ánægjulegar því Mæja var afar skemmtileg, kankvís og glettin. Minning- arnar vekja auðveldlega bros. Hún var líka skörp og fylgdist ætíð vel með atburðum líðandi stundar og lét oft skemmti- legar athugasemdir flakka. Mæja var eldheit Sjálfstæðis- kona, það var alltaf ljóst! Þegar við systkinin vorum krakkar vestur í Bolungarvík á sumrin nutum við þar fjöl- skyldu mömmu okkar. Það var stór, samhentur hópur og oft var mikið líf og fjör í Víkinni. Margar minningar frá þessum tíma eru ævintýri líkastar. Það var hluti af uppeldinu að kynn- ast lífinu í Bolungarvík. En Mæja kom frá Sauðárkróki og sá til þess að börnin hennar fengju líka skagfirskt uppeldi og fóru strákarnir í sveit að Skörðugili. Mæja var afar glæsileg kona, var með tískuna á hreinu og reykti um tíma sígarettur með löngu munnstykki. Hún rak einstaklega myndarlegt heimili á Völusteinsstrætinu og gerði gjarnan tilraunir með að elda alls konar fisktegund- ir, sem þá var óvenjulegt. Heimili Mæju og Guðfinns var afar fallegt, smekklegt og mik- ið var þar af fallegum lista- verkum. Í krakkaherbergjun- um var ærslast, á hæðinni og í eldhúsinu var skynsamleg yf- irvegun og í stofunni hlust- uðum við á fullorðna fólkið ræða saman. Heimilið var afar gestkvæmt enda margir sem vildu leggja eitthvað til mál- anna. Mæja átti stóran þátt í ýms- um framfaramálum í Bolung- arvík, beint eða óbeint. Einnig tók hún mikinn þátt í leiklist og öðru menningarlífi. Leik- félag Bolungarvíkur setti upp hvert stórvirkið á fætur öðru, sumar eftir sumar. Og oftar en ekki fór Mæja með eitt af burðarhlutverkunum. Gullna hliðið, Skuggasveinn, Lénharð- ur fógeti. Einhvern veginn fannst manni þessar leiksýn- ingar í Bolungarvík vera stór- viðburðir í menningarlífi lands- ins. Alla vega í minningunni. En nú er Mæja farin, hún reyndar hlakkaði til að hitta Guðfinn sinn aftur. Hún hefur ekki verið í neinum vandræð- um við Gullna hliðið! Við kveðjum Maríu Haralds- dóttur með þakklæti og rifjum upp margar skemmtilegar minningar um heimskonuna Maríu og Guðfinn móðurbróð- ur okkar og frá einstaklega samheldinni fjölskyldu í Bol- ungarvík sem gaman var að heimsækja. Við vottum aðstandendum samúð okkar. Elísabet Haraldsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Ásgeir Haraldsson, Einar Kristján Haraldsson. Ósjálfrátt leitar hugurinn aftur í tímann, þegar okkur berast andlátsfregnir góðra vina, sem við höfum átt sam- leið með um langt árabil. Þannig fór mér, þegar mér barst andlátsfregn vinkonu okkar hjóna, Maríu K. Har- aldsdóttur. Við höfðum nokkr- um dögum áður átt langt sam- tal og krufið landsmálin. Þá kom mér sízt af öllu í hug, að dagar hennar væru senn taldir, þó að mér væri ljóst, að hún gengi ekki heil til skógar. Fundum okkar Maríu bar fyrst saman á æskuheimili hennar á Sauðárkróki fyrir röskum sextíu árum. Hún var þá nýgift frænda mínum, Guð- finni Einarssyni frá Bolungar- vík, sem þá var síldarsaltandi á Siglufirði. Hún var að undir- búa för sína til Bolungarvíkur. Hún mætti til Bolungarvíkur, til að deila kjörum með Bolvík- ingum og þar stóð síðan heimili hennar og eiginmanns hennar næstu áratugina. Það var frá fyrstu tíð rómað fyrir einstæða gestrisni og þangað lögðu margir leið sína, því að bæði voru hjónin vinamörg og vin- sæl og umsvifin mikil. María var öllum ókunnug í Bolung- arvík, þegar hún fluttist þang- að, en hún var fljót að aðlagast nýjum heimkynnum og fyrr en varði var hún orðin þátttakandi í leiklistarlífi Bolvíkinga og fjölþættu félagsstarfi öðru. Það var henni ekki að skapi að vera hlutlaus áhorfandi. Hún vildi alltaf vera virkur þátttakandi og hélt gjarnan uppi fjörugum umræðum um landsmál og framfaramál landsbyggðarinn- ar, þegar gesti bar að garði. Skörp greind hennar gerði það að verkum, að hún átti létt með að láta til sín taka, svo að lítið bar á. Við þessi þáttaskil minn- ast áreiðanlega margir glaðra stunda á heimili þeirra hjóna með þakklátum huga, þó að margir þeirra séu að vísu horfnir yfir móðuna miklu. María K. Haraldsdóttir varð fljótlega mikill Bolvíkingur og það var henni áreiðanlega ekki sársaukalaust, þegar að því kom að flytja þaðan. Í Bolung- arvík hafði hún lifað sín beztu ár og alið bónda sínum þrjú elskuleg börn. Fyrst og síðast var hún þó Skagfirðingur, og þangað leitaði hugur hennar löngum. Æskustöðvarnar á Sauðárkróki voru henni alla tíð ákaflega kærar, þó að gömlu vinunum fækkaði seinustu ár- in. Þar var komin ný kynslóð, sem hún þekkti ekki. Við hjón- in minnumst enn þá heimsókn- arinnar til hennar á Krókinn sumarið 1955. Þá ók hún stolt með okkur um sveitir Skagafjarðar, sagði okkur frá ábúendum, sem hún þekkti flesta. Hún gleymdi heldur ekki að minna mig á skagfirzkan uppruna minn. Það var ógleymanleg ferð og lær- dómsrík, sem lifir í minning- unni. María var sterkur persónu- leiki og allt viðmót hennar mótaði umhverfi hennar, hvar sem hún fór. Það leið öllum vel í návist hennar. Sumir sam- ferðamenn týnast í minning- unni eða í fjöldann, aðrir fylgja okkur út lífsgönguna. Þess vegna er gott að minnast henn- ar og samvista við hana á lið- inni tíð. Við ferðalok er okkur þakklæti efst í huga fyrir órofa tryggð og vináttu. Við Hulda sendum börnum hennar og af- komendum öllum einlægar samúðarkveðjur. Vonandi mun birtan frá ævi hennar fylgja þeim og lýsa um ófarnar braut- ir. Jón Páll Halldórsson. Það er komið að kveðju- stund. Fallin er frá kær vin- kona og góð sjálfstæðiskona, María K. Haraldsdóttir. Við sjálfstæðisfólk í Hafnarfirði fengum að njóta hlýju hennar og vinfengis eftir að hún flutti í bæinn að vestan. Það var alltaf gaman að hitta Maríu, jafnan glæsileg og vel tilhöfð og ætíð glaðvær og viðræðugóð. Það var ljóst strax frá fyrstu kynn- um að þar fór félagslynd kona sem lá ekki á skoðunum sínum og að traustari sjálfstæðiskonu væri vart hægt að finna. Hún var alla tíð trú lífsskoðun sinni og hugsjónum og var alltaf hvetjandi í garð okkar sem tókumst á hendur störf fyrir hönd flokksins. María kom síð- ast í Sjálfstæðishúsið á Norð- urbakkanum á kjördag í lok október síðastliðins, hress og kát eins og venjulega. Langri og farsælli lífsgöngu hennar er nú lokið og þakka ég af heilum hug fyrir kynnin við hana. Því fylgir söknuður að eiga ekki von á að hitta hana aftur í Sjálfstæðishúsinu, á förnum vegi eða á púttvellinum við Hrafnistu. Börnum hennar, fjölskyldu og ættingjum votta ég mína dýpstu samúð en minningin um trausta og góða konu mun lifa. Fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði, Rósa Guðbjarts- dóttir oddviti. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓNSSON bifreiðasmiður frá Norðurgarði, síðast til heimilis að dvalarheimilinu Felli, lést þriðjudaginn 27. desember á Landspítalanum, Fossvogi. Útförin verður gerð frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 7. janúar klukkan 13. . Hörður Sigurðsson, Anna Pálína Jónsdóttir, Rúnar Sigurðsson, Hulda Eðvarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJARTUR ÞORLEIFSSON gullsmiður, Barðastöðum 79, Reykjavík, lést 3. janúar. Útförin fer fram frá Fíladelfíukirkjunni þriðjudaginn 10. janúar klukkan 13. . Guðrún Vibeka Bjarnadóttir, Viðar Norðfjörð Guðbjartsson, Þorleifur Guðbjartsson, Bjarni Geir Guðbjartsson, Kristín Ósk Gestsdóttir, Elín Guðbjartsdóttir, Marten Ingi Løvdahl, Guðbjartur Guðbjartsson, Perchta Kazi Pata, Signý Guðbjartsdóttir, Sigurður Örn Reynisson og afabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR, Sólvöllum 1, Stokkseyri, sem andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni aðfangadags, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 7. janúar klukkan 13. . Kristinn Jón Reynir Kristinsson og fjölskylda. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir og fóstursonur, SIGÞÓR GRÉTARSSON, Garðarsbraut 81, Húsavík, sem lést af slysförum fimmtudaginn 22. desember, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 7. janúar klukkan 14. . Anita Henriksen, Anna Sigríður Sigþórsdóttir, Elísabet Anna Bjarnadóttir, Aðalgeir Egilsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Imba frá Grund, lést á Sólvöllum Eyrarbakka 1. janúar. Útförin verður auglýst síðar. . Fjölskyldan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.