Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 LISTHÚSINU Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið 11-18, lau 11-16. Fallegar gjafavörur Mikið úrval mælitækja og verkfæra fyrir raftækniiðnaðinn Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Mælitæki og verkfæri Elín Margrét Böðvarsdóttir elinm@mbl.is Venju samkvæmt eru Vínar- tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands haldnir nú snemma í janúar. Fyrstu tónleikarnir í ár fara fram í Eldborgarsal Hörpu í kvöld en að þessu sinni verða haldnir fernir tónleikar. Óperettutónlist og valsar eftir Johann Strauss yngri, Franz Lehár og Emmerich Kálman eru meðal annars á efnisskránni, til að mynda úr verkunum Leðurblökunni og Kátu ekkjunni. Athygli vekur að meðal verka sem flutt verða á tón- leikunum er arían „Heut’ Nacht hab’ ich geträumt von dir“ eftir óperettuskáldið Emmerich Kálman sem óvænt hefur slegið í gegn á Ís- landi við texta Jóns Sigurðssonar, „Ég er kominn heim“. Einsöngv- arar eru þau Þóra Einarsdóttir sópran og Norðmaðurinn Bror Magnus Tødenes tenór, en hljóm- sveitarstjóri er hinn austurríski David Danzmayr. Danzmayr stýrði Vínartónleikunum einnig fyrir tveimur árum við mikla lukku en hann er sagður í fremstu röð evr- ópskra hljómsveitarstjóra. Ekki bara staðið og sungið „Ætli þetta sé ekki í þriðja eða fjórða sinn sem ég syng á Vínartón- leikum,“ segir Þóra Einarsdóttir söngkona. Hún tók fyrst þátt í Vín- artónleikum Sinfóníunnar í Há- skólabíói fyrir mörgum árum og var það eitt af hennar fyrstu stóru verkefnum í tónlistinni. „Þá var ég bara nýbyrjuð í námi úti í Bret- landi, þetta var örugglega um 1992- 93 eða eitthvað svoleiðis.“ Síðan þá segir Þóra margt hafa breyst, ekki síst hvað varðar umfang tón- leikanna. Nú snúist þeir ekki aðeins um tónlistina sem slíka heldur einn- ig um alla umgjörðina. „Þetta er alltaf að verða meiri og meiri sýn- ing. Það eru dansarar og lýsing og hreyfingar,“ útskýrir Þóra. „Þetta er orðin meiri uppfærsla en ekki bara tónleikar þar sem er staðið og sungið.“ Af þeim verkum sem flutt verða á tónleikunum er Leðurblakan í miklu uppáhaldi hjá Þóru en hún syngur aríur Adele. Þó létt sé yfir Vínartónlistinni segist Þóra ekki nálgast hana neitt öðruvísi en annað. „Þetta er í raun- inni kannski ekkert mikið öðruvísi. Það er létt yfir henni og svona ákveðin sveifla. Það er valsinn sem er ríkjandi þannig að það er frekar erfitt að vera kyrr, maður vill helst bara dansa með,“ segir Þóra og hlær. Undirbúningur gengið vel „Ætli það sé ekki bara þörfin fyr- ir eitthvað bjart og ljóst, létt og já- kvætt svona við upphaf nýs árs,“ segir Þóra um þá hefð að halda Vínartónleika strax í janúar. Hún segir undirbúninginn hafa gengið ákaflega vel og kveðst hlakka til að koma fram á tónleikunum. „Þetta lofar góðu, það verður fjör.“ Fyrstu tónleikarnir eru kl. 19.30 í kvöld, fimmtudagskvöld. Þá verða aðrir tónleikar á sama tíma annað kvöld og loks tvennir á laugardag- inn, þeir fyrri kl. 16.00 og þeir seinni kl. 19.30. Miðasala hefur gengið vel og fer hver að verða síð- astur að tryggja sér miða. „Alltaf að verða meiri og meiri sýning“  Fyrstu Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru í kvöld  „Lofar góðu, það verður fjör“ Morgunblaðið/Golli Söngkonan „Það er frekar erfitt að vera kyrr, maður vill helst bara dansa með,“ segir Þóra Einarsdóttir. Áundanförnum árum hefurmyndskreytirinn KristínRagna Gunnarsdóttir unn-ið á eftirtektarverðan og frumlegan hátt með fornsögurnar og norrænar goðsagnir, og hefur hlotið fyrir vinnu sinna verðskulduð verð- laun. Nú hefur hún sent frá sér fyrstu bókina sem hún bæði skrifar og teiknar, fyrir börn og ungmenni, og í raun fjölskylduna alla. Og Krist- ín Ragna hefur hér skapað ekki síður eftirtektarvert verk þar sem hún heldur nú um alla þræðina; hún hef- ur skrifað afar áhugaverða, vand- aða og spennandi sögu þar sem unn- ið er á lifandi og frumlegan hátt með samtímann og norræna goðaheiminn. Úlfur og Edda – Dýrgripurinn fjallar um uppeldissystkinin Úlf, sem er sjö ára prakkari, og hina ábyrgð- arfullu Eddu sem er aðeins eldri. Þegar sagan hefst er sumar og börn- in eru á leið að Skálholti til sumar- dvalar, þar sem kennarinn faðir Eddu hefur tekið að sér að verða matráðsmaður meðan kona hans, móðir Úlfs, verður fararstjóri á fjöll- um. Í Skálholti starfar líka amma Eddu og nafna, hún er landskunnur fornleifafræðingur og hefur tengst staðnum frá barnæsku, þegar hún varð vitni að því þegar steinkista Páls biskups fannst sumarið 1954. Á sama tíma hafði hún fundið sérkennilegan og fallegan forngrip og frásögnin fer strax á fleygiferð, þegar í ljós kemur að brotist hefur verið inn á skrifstofu hennar og gripnum stolið. Böndin beinast að sérkennilegum náunga, hinum framkvæmdasama Guðbrandi sem er allt í öllu á staðnum, ekur hvítri drossíu með einkanúmerið ÍS- LAND og hefur látið reisa torfhús austan við kirkjuna, svokallaða Þor- láksbúð – og er ekki allur sem hann er séður. Börnin einsetja sér að aðstoða ömmu sína við leitina að dýrgripnum og leitin leiðir þau niður í göng eins og þau sem áður lágu milli húsa í Skálholti nema þessi liggja milli heima. Á ævintýralegan hátt enda börnin í goðheimum og kynnast þar í leitinni að dýrgripnum mörgum helstu goðum og skepnum þeirra. Þór og Sif, Freyja, Heimdallur, Fenrisúlfur, Mímir, Ratatoskur, Angurboða, og fleiri goð og þursar, börnin Röskva og Þjálfi, að ógleymd- um Loka hinum lævísa, koma við sögu. Og ekki reynist nóg að reyna að finna dýrgrip ömmunnar í þessum furðuheimi, heldur þarf að komast til baka í mannheima og þarf klæki til. Frásögnin er lipurlega skrifuð og drifin áfram af æsilegum atburðum og vel stíluðum samtölum. Kristín Ragna vinnur skemmtilega með heim ásanna, goðin eru dregin skýr- um dráttum, býsna groddaleg en spaugileg um leið, og sagan er fín leið fyrir yngri lesendur inn í þennan forna heim sem við þurfum öll að þekkja. Í goðheimum er býsna hratt farið yfir sögu og frá einum guði til annars, á stundum svo þessi lesandi hefði alveg viljað staldra við svolítið lengur og kynnast persónum betur. En sagan er spennandi og leitin að gripnum og samband systkinanna drífur hana vel áfram. Höfundurinn er þekktur mynd- skreytir og við upphaf hvers kafla er lífleg vinjetta, auk þess sem í bókinni eru portrettmyndir af öllum helstu persónum, einar sex heilsíðumyndir og kort sem er opna. Myndirnar bæta miklu við frásögnina og eru listavel gerðar, eins og vænta mátti, en það er galli að þær séu prentaðar í svarthvítu því myndirnar eru aug- sýnilega unnar í lit og hefðu notið sín mun betur þannig. Þessi bráðskemmtilega og vel unna frásögn af systkininum Úlfi og Eddu býður upp á að lesendur fái að fylgja þeim í fleiri ævintýri og von- andi verður sú raunin. Morgunblaðið/Eggert Ævintýraheimur Saga Kristínar Rögnu er afar spennandi og áhugaverð og unnið er á „frumlegan hátt með samtímann og norræna goðaheiminn“. Ævintýri í goðheimum Fjölskyldusaga Úlfur og Edda – Dýrgripurinn bbbbn Eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Bókabeitan, 2016. Innb., 217 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Allt frá árinu 1839 var það hefð í Vín að halda tónleika strax á nýju ári. Árið 1939 voru fyrstu Vínartónleikar sinfóníu- hljómsveitar borgarinnar haldn- ir í tilefni nýs árs og lifði sú hefð áfram fram yfir síðari heimsstyrjöld. Síðan hafa Vín- artónleikar verið haldnir á ný- ársdag ár hvert og er þeim nú sjónvarpað víða um heim en í ár fylgdust tugir milljóna manna með tónleikunum frá 93 lönd- um. Sinfóníuhljómsveitir um all- an heim hafa síðan tekið upp þennan sið og er Sinfóníu- hljómsveit Íslands þar engin undantekning. Rótgróin og þekkt hefð VÍNARTÓNLEIKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.