Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Er ferðavagninn rafmagnslaus? TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu örugg t start með TUDO R Frístunda rafgeymar í miklu úrvali, AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í síðustu viku viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipu- lagningu á lóðum og löndum í Reykjavík sem eru ýmist í eigu eða í umráðum ríkis- ins, með aukið framboð lóða að markmiði. Eitt þeirra svæða sem um er fjallað er svokall- aður Veðurstofu- reitur í Öskju- hlíð. Fram kemur í vilja- yfirlýsingunni að svæðið sé ekki fullnýtt. Ríkissjóður og Reykjavík- urborg séu sammála um að Veður- stofunni ásamt nauðsynlegri starf- semi henni tengdri verði afmörkuð hæfileg lóð miðað við þarfir. Aðrir hlutar svæðisins gangi til Reykja- víkurborgar til uppbyggingar íbúð- arhúsnæðis og unnin verði deili- skipulagsbreyting fyrir reitinn er miði að því að þar rísi íbúðir fyrir námsmenn og íbúðir sem henti ungu fólki til fyrstu kaupa. Áætlað er að reiturinn geti rúmað um 150 íbúðir. Verði fundinn nýr staður Síðan segir orðrétt: „Samhliða mun Reykjavíkurborg í samráði við Veðurstofuna finna mælum Veður- stofunnar nýjan stað í borgar- landinu.“ Hér er komið að viðkvæmum punkti því mikilvægt er að veður- mælingar fari fram á sama stað, ekki síst vegna samanburðarmæl- inga. Þetta kom glöggt fram þegar Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra svaraði í mars síðast- liðnum fyrirspurn frá Eygló Harð- ardóttur um ráðstafanir ríkislóða á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í svarinu að lóðin væri í eigu borgar- innar en leigð Veðurstofunni. „Ráðuneytið hefur bent á að Veð- urstofan væri með umfangsmiklar veðurmælingar á lóð stofnunar- innar. Gera má ráð fyrir að bygg- ingarframkvæmdir á reitnum muni valda umtalsverðri röskun á þeim mælingum og samanburðar- rannsóknum sem átt hafa sér stað á þessu svæði um einhverra áratuga skeið,“ segir m.a. svarinu. „Engar viðræður eru hafnar við Veðurstofuna og höfum við ekkert komið að þessum málum í aðdrag- anda yfirlýsingarinnar,“ segir Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Ís- lands. „Öll röskun á aðstæðum við mælireitinn okkar er óæskileg og mun valda mismiklum vanda- málum hvað varðar þær mæliraðir sem við mælum þar. Í sumum til- fellum verður hægt að ná einhverri samfellu með samanburðar- mælingum sem þurfa þó að standa yfir í umtalsverðan tíma. Hvað varðar aðrar mæliraðir mun ekki nást samfella eða framhald. For- sendur samanburðar ráðast af mörgu og eru mínir sérfræðingar að kortleggja þá stöðu,“ segir Árni. Standast gæðakröfur Hann tekur fram að mælingar Veðurstofunnar séu einu mælingar á veðri í Reykjavík sem standast gæðakröfur Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar (WMO). Árni vonast til að viðræður Veðurstofunnar við þann hóp sem ætlað er að koma á fót til að fjalla um útfærslu á yfirlýsingunni leiði til viðunandi lausna fyrir Veður- stofuna og Reykjavíkurborg. „Ég vil nefna að það er hins veg- ar mikill ávinningur fyrir Veður- stofuna að yfirlýsingin er afdrátt- arlaus með að stofnunin verður áfram á Veðurstofuhæðinni til framtíðar,“ segir Árni Snorrason. Fara veðurmælarnir á flakk?  Skoðað verður hvort reisa eigi 150 íbúðir á lóð Veðurstofunnar  Ef af verður þarf að finna mæl- um Veðurstofunnar nýjan stað  „Öll röskun á aðstæðum við mælireitinn okkar er óæskileg“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veðurstofan Á lóð stofnunarinnar er umfangsmikið net mælitækja sem safna miklum upplýsingum. Sérfræðingar Veðurstofunnar eru nú að vinna greiningu vegna mögulegra sviðsmynda um landnýtingu Veðurstofuhæðarinnar. Mælingar » Veðurstofan mælir vind- hraða, vindátt, hita, raka, loft- þrýsting, útgeislun og diffuse geislun, uppgufun (á sumrin), úrkomu (líka snjó), hita við jörð (í 5 cm), jarðsvegshita í 5, 10, 20 og 50 cm. » Einnig er mæld ársúrkoma og á svæðinu er úrkomumælir fyrir efnavöktun. » Geislavarnir ríkisins reka einnig mælistöð á reitnum, en hún er hluti af alþjóðlegu neti geislamælinga um heim allan. Árni Snorrason Minningarskjöldur um gamla franska spítal- ann á horni Lindargötu og Frakkastígs verður afhjúpaður klukkan níu á morgun. Ávörp flytja Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Líf Magneudóttir, borgar- fulltrúi og Albert Eiríksson, frumkvöðull um sögu Frakka á Fáskrúðsfirði.Til að hlúa að frönskum sjómönnum, sem sóttu á Íslandsmið einkum frá 1850 og fram að fyrri heimsstyrj- öld, byggðu frönsk stjórnvöld þrjá spítala á Ís- landi, en þangað sóttu Íslendingar einnig þjónustu. Umræddur spítali var hinn fyrsti. Nú hefur Tónmenntaskóli Reykjavíkur starf- semi í húsinu. Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og JCXecaux kosta gerð minning- arskjaldarins. Minningjarskjöldur um franska spítalann Á fundi borgarráðs í fyrradag var lagt fram bréf Kristbjargar Steph- ensen borgarlögmanns þar sem lagt var til að Reykjavíkurborg félli frá forkaupsrétti á togaranum Ás- birni RE-50. Var það samþykkt. Fram kemur í bréfi borgarlög- manns að HB-Grandi hafi boðið Reykjavikurborg að nýta forkaups- réttinn samkvæmt lögum. Eins og fram hefur komið hefur skipið ver- ið selt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna fyrir tæpar 45 milljónir. Sveitarfélög hafa að lögum for- kaupsrétt ef selja á fiskiskip, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, úr sveitarfélaginu, sbr. ákvæði 3. mgr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða en það er svohljóðandi: Eigi að selja fiskiskip, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, til út- gerðar sem heimilisfesti hefur í öðru sveitarfélagi en seljandi á sveitarstjórn í sveitarfélagi selj- anda forkaupsrétt að skipinu. sisi@mbl.is Borgin féll frá forkaupsrétti á Ásbirni RE Ásbjörn RE Hefur verið seldur til Dubai. STUTT Saga Veðurstofunnar sem sjálfstæðrar stofnunar nær allt aftur til ársins 1925. Veðurstofan var til húsa að Skólavörðustíg 3 allt til 1931, er hún flutti í Landssíma- húsið við Austurvöll. Síðan flutti hún í hús Sjómanna- skólans við Háteigsveg í árslok 1945. Í ársbyrjun 1950 fluttist öll starfsemi stofnunarinnar, er laut að daglegri veðurþjónustu, í gamla flugturninn á Reykjavíkur- flugvelli og tólf árum seinna í þann nýja, en önnur starfsemi varð um kyrrt í Sjómannaskólahúsinu. Árið 1973 fluttist öll starfsemi Veðurstofunnar í Reykjavík að Bústaða- vegi 9 þar sem hún er enn. Hjá Veðurstofu Íslands starfa um 120 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu. Oft flutt milli húsa í borginni VEÐURSTOFAN HEFUR STARFAÐ Í TÆPA ÖLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.