Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Kunsang TseringTamang veit-ingamaður á 30 ára afmæli í dag. Hann á og rekur veitingastaðinn Ramen Momo ásamt konu sinni, Ernu Pétursdóttur Pinos. Þau opnuðu stað- inn árið 2014 og er hann á Tryggvagötunni. „Við er- um líka að fara að opna fljótlega staðinn Ramen Lab þar sem boðið verður upp á lífrænar núðlur. Ramen er japönsk núðlusúpa sem er með hægt elduðu seyði, fersku grænmeti, kjúklingi og linsoðnu eggi, marin- eruðu í sojasósu, en við bjóðum líka upp á græn- metissúpu. Ramen er orð- ið mjög vinsælt í Evrópu og Bandaríkjunum og mér fannst tilvalið að opna slíkan stað hér á Íslandi. Ég lærði þessa matargerð í Osaka í Japan og er með gráðu í henni þaðan.“ Kunsang er frá Tíbet en ólst upp að mestu á Indlandi og í Evrópu. Hann fluttist til Íslands fyrir sjö árum. „Ég og konan mín kynntumst á Indlandi þegar við vorum að læra um búddisma. Ég elska Ísland, land- ið er ekki ósvipað Tíbet. Vatnið, náttúran og jafnvel veðrið er líkt.“ Kunsang finnst gaman að kynnast nýju fólki og nýrri menningu og vera með fjölskyldu sinni. „Ég hef mikinn áhuga á mat og að kynnast nýrri matarmenningu og ég hef sérstakan áhuga á hægri elda- mennsku. Ég er alltaf eldandi og langar helst til að borða allan matinn sjálfur.“ Það er ekki venja að halda upp á afmæli í Tíbet. „Margir í Tíbet vita ekkert hvaða ár þeir eru fæddir. Við erum átta systkinin og það eru í kringum tvö ár á milli okkar. Mamma okkar mundi því nokkurn veg- inn hvaða ár ég er fæddur. Þetta byggist á búddískri speki um tilgang lífs og dauða. Dauðinn er bara eitt skref að settu marki svo til hvers að hafa áhyggjur af aldrinum? Ég hef oft gleymt því að ég eigi afmæli svo að konan mín hefur séð um hvað við gerum í tilefni dagsins og í kvöld ætlum við út að borða með vinum okkar.“ Kunsang og Erna eiga tvö börn, Stellu Dechen 6 ára og Alexander Khawa 4 ára. Á Snæfellsnesi Kunsang Tsering. Ekki venja að halda upp á afmæli í Tíbet Kunsang Tsering er þrítugur í dag Ljósmynd/Christin Eide H ugi Guðmundsson fæddist í Garða- bænum 10.6. 1977 og ólst þar upp. Hann var í Hofstaðaskóla, Flataskóla og Garðaskóla, lauk stúd- entsprófi frá FG 1998, var skiptinemi í Mexíkó 1995-96, lauk tónsmíðanámi frá tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 2001 en kennarar hans voru þeir Þorkell Sigurbjörns- son og Úlfar Ingi Haraldsson, lauk mastersgráðu í tónsmíðum frá Kon- unglegu tónlistarakademíunni í Kaupmannahöfn 2005 og masters- gráðu í raftónlist frá Sonology í Den Haag, Hollandi, árið 2007. Hugi hefur verið tónskáld í Kaup- mannahöfn frá námslokum 2007. Hugi hefur fengið 11 tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og þar af fengið verðlaunin fjórum sinn- um, síðast í ár, fyrir óperuna Hamlet in Absentia, var tilnefndur til dönsku Reumert verðlaunanna fyrir óperuna Hamlet in Absentia en verð- launaafhendingin fer fram í dag, 10. júní, á afmælisdegi Huga. Hugi fékk fyrstu verðlaun í tón- smíðakeppni Norrænna músíkdaga, árið 2013, fyrir Djáknann á Myrká, Bjartsýnisverðlaunin 2014, Kraums- verðlaunin 2008 fyrir geisladiskinn Apocrypha, hefur fengið þrjár viður- kenningar á International Rostrum of Composers, auk ýmissa fleiri verð- launa. Hugi Guðmundsson tónskáld – 40 ára Tónlistarfjölskyldan Hugi og Hanna , sem er selló- og gömbuleikari, með dætrum sínum, Unu og Jóhönnu. Sérfræðingur í snóker og súrbrauðsbakstri Á EM Hugi með tveimur Guðnum, Tómassyni útvarpsmanni, og forsetanum. Sunna Rós Guðjónsdóttir, Embla Mjöll Auðunsdóttir og Tinna Karen Sigurjóns- dóttir héldu tombólu við Nóatún og söfnuðu 3.514 kr. sem þær færðu Rauða krossinum að gjöf. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.