Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 20
Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segist vera ósátt- ur við að Ahmad Seddeeq, trúarleg- ur leiðtogi (ímam) Menningarseturs múslima, sem er næststærsta félag múslima á Íslandi, skuli hafa sett myndband með samsæriskenningu um eftirmál hryðjuverkaárásarinnar á Lundúnabrú á fésbókarsíðu Menn- ingarseturs múslima, eins og fram kom í frétt DV 7. júní sl. Samsæriskenningin í myndband- inu gekk út á að einhverskonar leik- rit sé í gangi eftir árásirnar og myndbandið sýndi störf lögreglu og annarra á þann hátt. Ahmad hefur viðurkennt í samtali við DV að hafa sjálfur sett myndbandið á síðuna. Myndbandið hefur nú verið fjarlægt af fésbókarsíðu Menningarseturs múslima, en í staðinn er komin færsla sem leggur áherslu á að félag- ið fordæmi árásirnar og að fólk reyni að vera yfirvegað og halda sig við rök og staðreyndir í umræðu um málið. „Menn verða að bera ábyrgð á því sem þeir setja svona fram,“ segir Salmann og er hneykslaður á að ímam Menningarseturs múslima hafi deilt þessu efni, ekki síst stöðu hans vegna. Einfaldir gætu látið blekkjast Salmann hefur jafnframt áhyggj- ur af því að einfalt fólk gæti látið blekkjast. „Félag múslima á Íslandi fordæm- ir árásirnar og vonar að friður kom- ist á í heiminum,“ segir Salmann, en sendiherra Bretlands heimsótti Fé- lag múslima á Íslandi í fyrradag og félagið bað hann fyrir samúðarkveðj- ur til Bretlands og til allra sem eiga um sárt að binda vegna árásanna. Ekki náðist í Ahmad Seddeeq eða talsmenn Menningarseturs múslima við vinnslu fréttarinnar. ernayr@mbl.is „Mjög vandræðalegt“  Salmann Tamimi ósáttur við að maður í ábyrgðarstöðu í samfélagi múslima deili myndbandi með samsæriskenningu Salman Tamimi Ahmad Seddeeq 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Jakkafötin fyrir útskriftina fást hjá okkur Laugavegi 77 | 101 Reykjavík | Sími: 551 3033 Flottir í fötum B E C K U O M O Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: Hagkaup, Kostur, Melabúðin, Iceland verslanir, Kvosin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin, 10-11. Alexander Gunnar Kristjánsson agunnar@mbl.is Út er komin bókin Martröð með myglusvepp eftir Stein Kárason, umhverfis- og garðyrkjufræðing. Í bókinni eru átta reynslusögur frá fólki sem hefur glímt við myglu- svepp í húsum sínum og viðbrögð og eftirmál þess rakin. Steinn lenti sjálfur í því að myglusveppur kom upp á heimili hans. „Við lentum í martröð,“ segir hann og bætir við að myglusveppur- inn hafi haft mikil áhrif á hann og fjölskylduna. Á meðan á úrbótum stóð þurfti fjölskyldan að koma sér fyrir utan íbúðarinnar og segir Steinn þau hafa verið sem flótta- menn í eigin landi. Sú lífsreynsla hafi því orðið kveikjan að ritun bók- arinnar. Kvillar fara á kreik Reynslusögurnar eru keimlíkar. Fólk flytur grandalaust inn í nýja íbúð. Smátt og smátt fara ýmsir kvillar að gera vart við sig, útbrot, áreiti í öndunarfærum, þreyta og fleira. Oft líða nokkur ár þar til fólk áttar sig loks á hvernig er í pottinn búið en þá er sveppurinn oft búinn að koma sér rækilega fyrir. Tjón getur verið verulegt. Steinn segist til að mynda hafa þurft að endurnýja nær alla búslóð- ina og ráðast í gagngerar endur- bætur á íbúð sinni. Þrátt fyrir það hafi endursöluverð eignarinnar að framkvæmdum loknum verið sjö milljónum undir markaðsvirði. Alls metur Steinn tjón fjölskyldunnar af myglunni á þriðja tug milljóna en húsfélagið hafi einungis tekið þátt að litlu leyti. Tryggingafélög eru jafnan ekki bótaskyld fyrir mygluskemmd- um en viðraðar hafa verið hug- myndir um að mygluskemmdir verði færðar undir verksvið viðlagasjóðs hins opinbera, sem bætir tjón af völdum náttúruhamfara. Steinn leitar fanga víða, meðal annars hjá Íslendingi sem smitaðist af myglusveppum í Danmörku og er í dag öryrki. Þá segir skólastjóri grunnskólans á Þorlákshöfn frá sögu sinni en myglusveppur fannst þar síðasta vetur auk þess sem sagt er frá glímu Íslandsbanka við skað- valdinn. Siðleysi blasir við Auk þess að taka fyrir reynslusög- ur fólks fjallar Steinn almennt um myglusveppinn, orsakir hans og af- leiðingar. Raki er helsti valdur myglu og sveppinn því helst að finna í herbergjum þar sem vatn rennur; eldhúsi, baðherbergi og þvotta- húsum. Þak, gluggar og sprungur í veggjum eru líka áhættusvæði. Steinn kallar eftir að vandað sé til verka við hönnun og byggingu húsa og efnisval. Enn tíðkist að einangra hús með steinull í málmgrind en þá aðferð segir hann kolranga og ávís- un á myglu. Gagnrýnir Steinn einnig að engin tilkynningaskylda sé við lýði vegna mygluskemmda. Hann segir dæmi um að fasteignir séu seldar án þess að seljanda sé kunnugt um ástand eignar en þannig reyni menn að koma ábyrgð á ástandsskoðun yfir á herðar kaupenda. Slíkt háttalag sé siðlaust. Steinn brýnir fyrir fólki að vera á varðbergi í öllum rýmum með rennandi vatn en draga megi úr lík- um á myglu með því að lofta vel út reglulega. Steinn segir mikilvægt að taka málningarskemmdir og torkenni- lega lykt alvarlega og leita strax til fagmanna ef grunur leikur á um mygluskemmd. Í tilefni af útkomu bókarinnar verður kynning og fræðsla í Nor- ræna húsinu í dag, laugardag, kl. 13.30, og eru allir áhugasamir boðnir velkomnir. Flóttamaður í eigin landi  Reynslusögur af baráttu við myglusvepp útkomnar á bók  Höfundur lenti í tugmilljóna tjóni Morgunblaðið/Hanna Beint úr prenti Steinn Kárason með nýútkomna bók sína. Ljósmynd/Steinn Kárason Vel varinn Með hlífðargalla, önd- unargrímu og hanska yfirfer maður búslóð sína áður en henni er fargað. Svokallað litahlaup, eða Color Run, fer fram í dag þar sem þátttakendur fara 5 kílómetra leið í gegnum litríkt litahaf í miðborg Reykjavíkur. Að sögn Davíðs Lúthers Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra hlaupsins, er gert ráð fyrir rúmlega 11 þúsund þátttakendum. „Undirbúningur hefur gengið rosalega vel, með hverju hlaupi sjáum við atriði sem við viljum gera betur,“ segir Davíð og bætir við að þetta sé alltaf gríðarlega skemmti- legt. „Útaf velgengni okkar hérna er búið að biðja okkur um að halda hlaupin í Danmörku, Noregi, Finn- landi og Færeyjum,“ segir Davíð en auk hlaupsins í dag verður litahlaup- ið á Akureyri þann 8. júlí og er það í fyrsta skipti sem hlaupið er haldið þar. Hlaupið í dag hefst og endar í Hljómskálagarðinum. Þess má geta að nokkrum götum verður lokað í miðbænum vegna hlaupsins, hægt er að kynna sér þær á vef Color Run. urdur@mbl.is Litríkt litahaf í miðborginni  Búist við um 11 þúsund þátttak- endum í Color Run Morgunblaðið/Eggert Litadýrð Litahlaupið verður haldið í dag í þriðja skiptið á Íslandi. Að sögn framkvæmdastjóra hlaupsins hefur undirbúningur gengið vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.