Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Áokkar dögum hefur virð-ingu fyrir valdboðumhnignað. Að sumu leytier það afleiðing vís- indabyltingarinnar þegar fólk hætti að trúa fullyrðingum kenni- manna og fór sjálft að grafast fyrir um forsendur hugmyndanna. Því fylgir frelsi að leita og afla áreið- anlegrar þekkingar í stað þess að fara bara eftir því sem manni er sagt. En áreiðanleg þekkingar- öflun krefst jafnframt aga við gagnaöflun, túlkun og ályktanir. Þar skilur með vísindalegri þekk- ingu og hvers kyns hugdettum og húsráðum sem fólk hefur fyrir satt. Vísindin veita þó ekki svör við öllu sem okkur fýsir að vita. Vísindaleg þekking byggist bara á bestu fáanlegu upplýsingum á hverjum tíma og almennu samkomulagi um hvernig beri að túlka þær. Ný gögn eða nýjar hugmyndir geta svo breytt þekkingunni. Náttúran eða veröldin hefur alltaf rétt fyrir sér – en ekki vísindin. Þetta á líka við um tungutakið þegar kemur að því að ákvarða hvað sé rétt í málfarsefnum. Málið varð til á undan málfræðireglunum og því liggur beint við að hugsa um málfræðireglur líkt og vísindalega þekkingu. Þær lýsa málinu eins og það er talað á hverjum tíma og því getur það vafist fyrir málfræðingum að fullyrða að eitthvað sé rangt, sé það algengt í máli fólks. Samt er ákveðin íhaldssemi innbyggð í kerfið, kerfis- bundnar breytingar verða með ákveðnum hætti, af ein- hverri ástæðu, og við þráumst við að kyngja ýms- um nýmælum; höllum okkur frekar að því málfari sem hefur alltaf verið talið gott og rétt. Líkt og í vísindunum. Það kostar átak að breyta viðurkenndri þekkingu og við- horfum. En þó að málið og þekkingin taki sífelldum breytingum er ekki þar með sagt að við getum rekið kæruleysislega reiðarekstefnu í málfars- efnum. Málið er sameign og því verða málbreytingar aldrei öðruvísi en þannig að um þær náist víðtæk sátt meðal hluthafanna í málinu. Það verður fljótt merkingarlaust ef hvert og eitt okkar rekur sína persónulegu málstefnu, ég-má-það-ég-á-það stefnu, „mér finnst þetta gott og rétt, af því bara…“ Þótt einstaklingsfrelsið hafi dafnað um leið og virðing fyrir valdi er á undanhaldi þýðir það ekki að allar „skoðanir“ séu jafnréttar. Vís- indin hafa útrýmt ýmsum „skoðunum“ sem ótækum eins og þeirri að umgengni manna við náttúruna hafi engin áhrif á loftslagið. Það er ekki hægt að þráast við og láta eins og það sé tæk skoðun að finnast að vísindin hafi rangt fyrir sér í loftslagsmálum. Þau sem það gera eru eins og börn sem halda að hvaða vitleysa sem upp úr þeim kemur sé prýðilegt tungutak, vegna þess eins að þau hafi látið það út úr sér. Og þegar pólitískar ákvarðanir á heimsvísu eru farnar að byggjast á svo barnalegum hugdettum erum við lent í þeirri stöðu að vísinda- menn fara í mótmælagöngur til að berjast fyrir þeim sjálfsögðu sjón- armiðum að fólk læri að greina í sundur þekkingu byggða á vísindum og sjónarmið byggð á hagsmunum. Þekking og sjónarmið Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Það er umhugsunarefni að á síðustu rúmum þrem-ur áratugum eða svo hafa útgjöld hins opinbera,þ.e. ríkis og sveitarfélaga, sem hlutfall af vergrilandsframleiðslu aukizt jafnt og þétt. Á árinu 1980 námu þessi útgjöld 34,1% af vergri landsframleiðslu en árið 2015 42,7%. Þrátt fyrir þessa aukningu er ljóst að mjög hefur verið þrengt að sumum þáttum opinberrar þjónustu, eins og heilbrigðiskerfinu, á síðasta einum og hálfum áratug. Þótt ráðherrar haldi ræður um mikla aukningu fjárframlaga til þess hafa sjúklingar og aðstandendur þeirra ekki orðið varir við hana. Þau tæplega níu prósentustig af vergri landsfram- leiðslu sem útgjöld opinberra aðila hafa aukizt um á tæp- lega 40 árum nema hátt á annað hundrað milljörðum króna svo að hér er um býsna mikla fjármuni að ræða. Þegar horft er til síðustu mánaða og missera er ljóst að þegar um útgjaldaaukningu er að ræða vegna launahækk- ana æðstu starfsmanna opinberra aðila, svo og ráðherra og alþingismanna, og í sumum tilvikum marga mánuði aftur í tímann, kemur nánast aldrei fram það sjónarmið að ekki séu til peningar fyrir þeim útgjöldum. Þegar hins vegar rætt er um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins, til mál- efna aldraðra og öryrkja eða annarra félagslegra málefna, er gjarnan spurt með nokkrum þjósti hvaðan eigi að taka peningana. Þetta er þeim mun athyglisverðara þegar haft er í huga að launahækkanir til þessara þjóðfélagshópa eru stefnu- markandi fyrir aðra launþega. Nú er að koma í ljós, m.a. vegna verulegrar styrkingar á gengi krónunnar, að launa- hækkanir sem samið hefur verið um á seinni árum á al- mennum vinnumarkaði eru að verða mjög íþyngjandi fyr- ir atvinnulífið, sem stendur ekki undir þeim, hvað þá þeim hækkunum sem gera má ráð fyrir með tilvísun í ákvarð- anir Kjararáðs á síðustu tæpum 12 mánuðum. Í hvað hefur þessi mikla aukning í útgjöldum opinberra aðila farið? Margt bendir til þess að hún hafi m.a. farið í að standa undir verulega auknum kostnaði við yfir- bygginguna á þessu litla samfélagi. Enda er nú svo komið að ráðherrar og þingmenn á Íslandi eru meðal hinna launahæstu þegar kjör þeirra eru borin saman við kjör þeirra sem gegna svipuðum trúnaðarstörfum í nálægum löndum. Á sama tíma og kostnaður við yfirbygginguna á sam- félagi okkar hefur augljóslega hækkað verulega hafa komið fram á síðustu mánuðum hvað eftir annað mjög skýrar vísbendingar um óskilvirkni þessa sama opinbera kerfis. Það er nánast sama í hvaða kima þess er litið. Fúskið í störfum sumra opinberra stofnana er svo áber- andi að menn setur hljóða. En jafnframt því sem það verður æ ljósara er svo önnur og jafnvel ískyggilegri þróun að verða á öðrum víg- stöðvum þessa kerfis og er þá átt við augljósa tilhneigingu embættismannakerfisins til þess að seilast til valda og áhrifa sem stjórnskipan landsins kveður skýrt á um að eigi að vera í höndum kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Þær breytingar sem verið er að gera á kerfi opinberra fjármála þýða, í það minnsta í framkvæmd, að það er verið að færa hið stefnumarkandi vald, sem á að vera í höndum kjörinna fulltrúa, til embættismanna. Og þar sem þetta er gert með samþykki þingmanna sjálfra hlýtur skýringin að vera sú að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þeir voru að samþykkja. Hrunið hafði þær afleiðingar fyrir einkafyrirtæki að þau áttu engra kosta völ. Þau urðu að draga úr kostnaði og þá ekki sízt með því að fækka starfsfólki. Hið sama gerðist ekki hjá opinberum aðilum. Þar var ekki talið nauðsynlegt að draga saman seglin, fækka starfsfólki o.s.frv. Og þó fór ekki á milli mála að skatttekjur opinberra aðila hlutu að lækka vegna minnkandi tekna skattborgaranna. Ekki verður betur séð en að allir hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar hafi átt hér hlut að máli, vegna þess að þeir hafa allir komið að stjórn landsins á þeim árum sem liðin eru frá hruni. Nú ríkir mikil velgengni í landinu, þótt ástæða sé til að minna á að alveg eins og síldin kom og hvarf á Viðreisnar- árunum geta ferðamenn komið og horfið. En góðærið á að gefa opinberum aðilum meira og betra svigrúm en ella til að taka til hendi í opinberum rekstri. Þess vegna er nú kominn tími til að framkvæma þau góðu fyrirheit sem gefin voru í upphafi stjórnarsamstarfs Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á árinu 2013 en minna varð úr en efni stóðu til að hagræða rækilega í opin- berum rekstri. Með sama hætti og einkafyrirtæki ganga reglulega í gegnum niðurskurð á útgjöldum sem hægt er að komast af án er tímabært að þeim vinnubrögðum og starfs- aðferðum verði beitt í opinberum rekstri. Bæði vegna þess að það er til marks um góða stjórnunarhætti að fara í slíka hreingerningu reglulega en líka til þess að hægt sé að veita þeim fjármunum sem nú fara í óþarfa kostnað, sem litlu sem engu skilar, í mikilvægari málefni, svo sem heil- brigðisþjónustu og til aldraðra og öryrkja. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að þeir sem nú stjórna landinu hafi ekki skilning á þörf slíkrar uppstokkunar í op- inberum rekstri. Þeir hafa sjálfir sumir hverjir reynslu af rekstri einkafyrirtækja og vita því mæta vel hvað hér er um að ræða. Nú er kominn tími til að þeir sýni að þá dýrmætu reynslu er hægt að nota til þess að bæta opinbera stjórn- arhætti í landinu og skera niður þann mikla kostnað sem skattborgararnir hafa af allt of dýrri yfirbyggingu á svo litlu samfélagi sem okkar er. Niðurskurður á óþarfa kostn- aði í opinbera kerfinu tímabær Yfirstjórn íslenzka smáríkisins er of dýr. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Fyrir nokkrum árum kom út á ís-lensku læsileg bók, Engan þarf að öfunda, eftir bandarísku blaða- konuna Barböru Demick, en þar segir frá örlögum nokkurra ein- staklinga frá Norður-Kóreu. Nú hefur Almenna bókafélagið gefið út aðra bók um Norður-Kóreu, ekki síðri, Með lífið að veði, eftir Yeonmi Park, sem er aðeins 24 ára, fædd í október 1993. Foreldrar Park voru tiltölulega vel stæð eftir því, sem gerðist í Norður-Kóreu, uns hungursneyð skall þar á um miðjan tíunda áratug og fólk varð að bjarga sér sjálft. Talið er, að mörg hundruð þúsund manns hafi þá solt- ið í hel. Faðir Park hóf svartamark- aðsbrask til að hafa í og á fjölskyldu sína, en var sendur í þrælabúðir. Móðir hennar var líka um skeið fangelsuð. Þær mæðgur ákváðu vorið 2007 að flýja norður til Kína. En smygl- ararnir, sem fengnir voru til að koma þeim yfir landamærin, stund- uðu mansal. Strax og til Kína kom, var móður Park nauðgað og síðar henni sjálfri, og báðar voru þær seldar í nauðungarhjónabönd. Mað- urinn, sem tók Park að sér, lagði ást á hana, en fór misjafnlega með hana. Þær mæðgur gáfust ekki upp, og tókst þeim í febrúar 2009 að komast til Mongólíu eftir margra sólarhringa gang í fimbulkulda yfir Góbí-eyðimörkina. Þar beið þeirra óvissa, sem lauk með því, að suður- kóresk stjórnvöld fengu þær afhent- ar. Lýsing Park á vandanum við að verða skyndilega frjáls og þurfa að velja og hafna er ekki síður for- vitnileg en á kúguninni í Norður- Kóreu og hremmingum í Kína og Mongólíu. Park hafði ekki notið skólagöngu í mörg ár, en hún vann það upp með kappsemi samfara góðum gáfum, lærði ensku og öðlaðist sjálfstraust. Hún sló í gegn í alþjóðlegum sjón- varpsþætti haustið 2014, og á tveim- ur dögum horfðu 50 milljónir manna á ræðu hennar á Youtube. Bók hennar kom út á ensku haustið 2015, og stundar hún nú háskólanám í Bandaríkjunum, jafnframt því sem hún vekur ötullega athygli á mann- réttindabrotum í Norður-Kóreu. Er ekki samlíðunin uppspretta hins æðsta söngs? Samlíðunin með þeim Ástu Sóllilju og Yeomni Park á jörðinni? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Átakanleg saga kvenhetju Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.