Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Viðskiptablaðið birti skoðana-könnun í vikunni sem sýnir að meirihlutinn í Reykjavík mundi halda ef kosið væri nú. Stuðningur við flokkana í meirihlutanum er á heildina litið óbreyttur frá kosningunum 2014, eða um 61%.    Þetta segirþó ekki alla söguna. Stuðningur við ein- staka flokka meirihlutans hefur breyst verulega. Þannig hefur flokkur borgarstjórans, Samfylk- ingin, fallið um nær þriðjung og mælist með 22% fylgi.    Björt framtíð hefur farið ennverr og mælist með innan við þriðjung af fyrra fylgi, eða tæp 5%.    Á hinn bóginn mælast VG og Pí-ratar mun sterkari nú en í síð- ustu kosningum, hafa meira en tvö- faldað fylgi sitt. VG er með tæplega 21% og Píratar með tæplega 14%.    En það er langt í að kosið verðiog nýlegar kosningar í Bret- landi sýna að ekki þarf nema tvo mánuði til að snúa kjósendum ef forsendur eru réttar.    Ekki þarf mikið til að Samfylk-ing, VG og Píratar lækki verulega og óvíst er hvort Björt framtíð á sér framtíð í borgar- stjórn.    Meirihlutinn er því alls ekkiöruggur þó að tölur séu hon- um í vil nú. En til að fella hann þarf þó minnihluta sem býður upp á skýra stefnu, og það þarf að auki að vera önnur stefna en meirihlutinn fylgir. Þar til þetta gerist er meiri- hlutinn – óverðskuldað auðvitað – nokkuð öruggur í ráðhúsinu. Minnihlutinn hefur val um meirihluta STAKSTEINAR Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is 2024 SLT L iðLé t t ingur Verð kr 2.790.000 Verð með vsk. 3.459.600 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Veður víða um heim 9.6., kl. 18.00 Reykjavík 12 léttskýjað Bolungarvík 8 léttskýjað Akureyri 10 léttskýjað Nuuk 3 heiðskírt Þórshöfn 11 heiðskírt Ósló 13 rigning Kaupmannahöfn 19 heiðskírt Stokkhólmur 16 skýjað Helsinki 17 léttskýjað Lúxemborg 19 léttskýjað Brussel 19 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 16 skýjað London 19 léttskýjað París 21 heiðskírt Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 14 skúrir Berlín 28 heiðskírt Vín 26 heiðskírt Moskva 17 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 24 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 27 heiðskírt Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 25 skýjað Montreal 21 alskýjað New York 22 skýjað Chicago 26 heiðskírt Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:03 23:53 ÍSAFJÖRÐUR 1:43 25:23 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:19 23:35 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Undanfarin 45 ár hefur mér liðið mjög illa yfir þessu og ég vona bara að hún geti fyrirgefið mér þessi hræðilegu mistök,“ segir hinn breski David Bassett og vísar til þess þegar hann sendi íslenska konu um tvítugt um borð í ranga lest í Skotlandi. Var þetta miðvikudaginn 12. júlí 1972. Bassett hafði nýverið samband við Morgunblaðið í þeirri von að fá frá- sögn sína birta og freista þess þann- ig að nálgast konuna íslensku. Vill hann biðja hana afsökunar á lestar- ferðinni röngu fyrir 45 árum. „Tvítugur hélt ég til Íslands í fyrstu utanlandsferð mína og átti ég þar dásamlegt tveggja vikna frí. Svo flaug ég frá Keflavík til Glasgow, þaðan sem ég tók að lokum lest heim til Liverpool,“ segir Bassett og bæt- ir við að hann hafi hins vegar hitt unga íslenska konu, að líkindum um 18 ára gamla, í rútubíl á leið á lestar- stöðina í Glasgow. Hún var í sinni fyrstu utanlandsferð og ætlaði að hitta vini sína í Edinborg, en þangað ætlaði hún með farþegalest. Bauðst til þess að hjálpa „Vegna þess að hún var í fyrstu utanlandsferð sinni og hafði enga reynslu af lestum, því það eru jú engar lestir á Íslandi, bauðst ég til þess að hjálpa henni um borð í rétta lest,“ segir Bassett og heldur áfram: „Svo fór ég bara í mína lest og hélt af stað heim. En allt í einu áttaði ég mig á því að ég sendi stúlkuna um borð í kolvitlausa lest – hún fór að vísu til Edinborgar en ekki á þá lest- arstöð þar sem vinir hennar biðu eft- ir henni. Mér finnst þetta alveg hræðilegt og vil endilega fá að biðja hana afsökunar á þessum ruglingi.“ Aðspurður segist Bassett ekki muna hvað íslenska konan heitir né heldur veit hann hvort vinirnir sem hún ætlaði að hitta í Edinborg séu íslenskir eða ekki. „Ég veit bara að það er ekki gott að þiggja ráð frá mér þegar viðkomandi er í fyrstu ut- anlandsferð sinni,“ segir Bassett og hlær við. Fari svo að umrædd kona sjái þessi skrif eða fái spurnir af þeim er henni bent á að hafa samband við ritstjórn Morgunblaðsins með því að senda póst á ritstjorn@mbl.is. Tókst þú ranga lest árið 1972?  Vill biðja íslenska konu afsökunar David Bassett, tvítugur að aldri. David Bassett, eins og hann er í dag. Stöðumælasektir í Reykjavík hækk- uðu um allt að 140 prósent um síð- ustu mánaðamót. Almenn sekt hækkaði úr 2.500 krónum upp í 4.500 krónur sem nemur 80 prósenta hækkun, en sé sektin greidd innan þriggja virkra daga, þá með afslætti, hækkar sekt- in úr 1.400 krónum áður upp í 3.400 krónur sem nemur 142 prósenta hækkun. Eftir fjórtán daga hækkar gjaldið í 6.750 krónur og eftir 28 daga í 9.000 krónur. Netverjar hafa rætt hækkunina sín á milli, m.a. í Facebook-hópnum „Stöðumælatips“ og eru meðlimir hópsins ósáttir. Ekki náðist í yfirmenn Bílastæða- sjóðs eða upplýsingafulltrúa borg- arinnar vegna málsins í gær. Í til- kynningu á vefsíðu Bílastæðasjóðs er þó greint frá hækkuninni. Stöðumælasektin orðin 4.500 krónur Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.