Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 LANGVIRK SÓLARVÖRN ÞOLIR SJÓ, SUNDOG LEIK www.evy.is Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð. Engin paraben, engar nanóeindir, ilm- eða litarefni. NÝTT NAFN UVA VIÐTAL Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Dr. Kesara Margrét Anamthawat- Jónsson er vísindamaður sem hef- ur m.a. lagt talsvert af mörkum til smásjárrannsókna á Íslandi. Frá árinu 2014 hefur hún gegnt for- mennsku í Norrænu smásjár- samtökunum, SCANDEM, en sam- tökin héldu ráðstefnu hér á landi í vikunni, í boði Háskóla Íslands. – Hvernig er að vera formaður SCANDEM? „Þetta er sjálfboðavinna og snýst um að færa þekkingu til nemenda og yngri kynslóða,“ segir Kesara í viðtali við Morgunblaðið. Launin séu að það opnist dyr fyrir þekk- ingu og samvinnu þeirra sem taka þetta að sér. Í stjórninni sitja alls 14 manns og af þeim eru þrír í framkvæmdastjórninni, þ.e. Kesara sem formaður, ritarinn er frá Finn- landi og gjaldkerinn frá Svíþjóð. Tæknin veldur framfarastökki „Það sem er merkilegt við það er að við erum allar konur,“ segir hún og brosir, en karlmenn hafa jafnan verið formenn smásjársamtaka á heimsvísu. Svíþjóð, Danmörk, Nor- egur, Finnland og Ísland eiga aðild að SCANDEM, sem voru stofnuð fyrir tæplega 70 árum síðan. „Ljóssmásjártækni er bylting og leyfir okkur að sjá sameindir í lif- andi frumum, sem hefur valdið framfarastökki í læknisfræði, frumulíffræði og krabbameinsrann- sóknum,“ segir Kesara. Í jarðfræði sé nú hægt að efnagreina t.d. eld- fjallaösku strax en það sé mikil- vægt upp á að meta hættustig og tjón sem gæti orðið. Smásjártækni nýtist ekki aðeins í náttúru- og heilbrigðisvísindum heldur líka í iðnaði, jarðhitarannsóknum, málm- tækni og í störfum lögreglu. – Út á hvað gengur starf þitt? „Starf mitt sem prófessor við Háskóla Íslands skiptist jafnt á milli kennslu og rannsókna,“ svar- ar Kesara en hún er jafnframt sér- fræðingur í íslensku birki, kjarr- gróðri og melgresi. Hún stundar frumurannsóknir á plöntum, plöntulitningarannsóknir en einnig rannsóknir á sögu og landfræði- legri dreifingu plantnanna. „Meðfram plönturannsóknum og kennslu hef ég svo hjálpað við koma smásjárrannsóknum á Ís- landi af stað, ég hef eytt miklum tíma í smásjártækni en litninga- greiningartæknin sem ég hef notað hefur gagnast mjög vel í samstarfi mínu við litningagreiningardeild Landspítalans og Krabbameins- félagið í sambandi við erfða- og krabbameinsrannsóknir á mönn- um.“ Kesera kveðst vera mjög stolt af vinnu sinni við flúrsmásjártækni, sem er ný og byltingarkennd ljóssmásjártækni við frumurann- sóknir. Fékk gullmedalíu frá kónginum – Hvernig hefur ferill þinn ver- ið? „Ég fæddist í Bangkok í Taílandi árið 1951. Ég útskrifaðist sem grasafræðingur úr háskóla í Bang- kok með hæstu einkunn árið 1974 og hlaut fyrir það gullmedalíu frá kónginum. Ég fékk Fulbright-styrk 1976 og fór í meistaranám í Kansas í Bandaríkjunum. Þar kynntist ég íslenskum eiginmanni mínum sem var í flugvélaverkfræðinámi þar.“ Hún útskrifaðist árið 1979 og fór aftur til Tálands. Þar hlaut hún orðu „Hvíta fílsins“ fyrir árangur sinn. „Við fluttum svo til Íslands árið 1981. Prófessorinn minn í Taí- landi ráðlagði mér að fara og vinna hjá Birni Sigurbjörnssyni, sem þá var forstjóri Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, en þeir höfðu verið saman í námi.“ Kesara fór að hans ráðum og réð sig sem sérfræðing til Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins. Sérgrein hennar er plöntu- erfðafræði. Árin 1988-91 var hún í doktorsnámi í Cambridge, þar sem hún lærði m.a. smásjártækni við erfðarannsóknir plantna. Tæknina og þekkinguna á smásjám flutti hún með sér til Íslands og hefur það nýst vel við erfða- og krabba- meinsrannsóknir í læknisfræði og frumulíffræði hérlendis. Hún hefur verið prófessor við Háskóla Íslands síðan 1996. Kynblöndun til hagsbóta Áhugann á melgresi og birki fékk Kesara þegar hún vann hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins. Hún segir að fornleifafræð- ingar kalli melgresi „víkingakorn- ið“, en á landnámstíma hafi kornið af melgresinu verið notað í flat- brauð. „Ég vil færa Íslendingum mel- hveitisbrauð,“ segir hún og vonast til að innan fimm ára verði hægt að rækta „melhveiti“ úr blöndun á melgresi og hveiti og nota í mat- væli í þeim tilgangi að „færa fólki fjölbreytni“ í korni. Kesara er einnig sérfræðingur í íslensku birki og íslenskum kjarrgróðri og hefur útskrifað doktorsnemendur í þeim fræðum. Íslenskt birki sé öðruvísi en annars staðar. „Íslenskt birki hefur blandast fjalldrapa, þessvegna er það svona harðgert og kræklótt,“ segir Kes- ara en þessar tvær trjátegundir hafa kynblandast sjálfkrafa í nátt- úrunni á Íslandi. Genaflæðið á milli þessara tegunda hefur gefið okkur íslenska birkið sem þolir vind og harða veðráttu og það vex hærra yfir sjávarmáli en aðrar birkiteg- undir. Hún segir að birkiskógur sé undirstaða skóglendis á Íslandi. Ef ekki væri fyrir birkið væri gróður lægri, meira bara lyng og kjarr. Birki hafi verið á Íslandi frá því fyrir um 9000 árum. Fjalldrapi sé ekki evrópsk tegund, hún sé heim- skautakjarrtegund. Á hlýskeiði hafi þessar tegundir náð að blandast saman hérlendis og mynda íslenskt birki. Birkið hérlendis sé ekki nytjaskógur heldur gegni gríðar- mikilvægu hlutverki í vistkerfinu, svipað birkiskóglendi annars staðar á norðurslóðum. Ástríðufullur áhugi og vinna – Hvað skiptir mestu máli til að ná langt sem vísindamaður? „Að hafa ástríðu fyrir rannsókn- unum sínum. Þekkja hvaða spurn- ingum þarf að svara og nota þekk- ingu til að finna aðferðir til að svara þeim spurningum,“ segir Kesara og bætir við að aðstaðan og rannsóknarumhverfið sé jafn mik- ilvægt ásamt „virðingu fyrir vísind- unum og fólkinu sem maður starf- ar með“. Hún kveðst afar ánægð með aðstöðuna og umhverfið sem hún hefur fengið að starfa í hér- lendis og finnst hún vera heppin. „Hógværð, bjartsýni, dugnaður og jákvæðni“ komi manni langt og segist hún afar þakklát fyrir stuðn- ing sem hún hefur fengið frá vinnuveitendum, samstarfsfólki, fjölskyldu og vinum. „Ljóssmásjártækni er bylting“  Ráðstefna Norrænu smásjársamtakanna SCANDEM haldin í Háskóla Íslands í ár  Kesara Mar- grét Anamthawat-Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur verið formaður samtakanna frá 2014 Morgunblaðið/Golli Smásjártækni Dr. Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson, formaður SCANDEM-samtakanna, á ráðstefnunni sem haldin hér á landi í boði Háskóla Íslands. Um 150 manns sóttu sýninguna, hvaðan æva úr heiminum. Norrænu smásjártækni- samtökin SCANDEM stóðu fyrir 68. árlegu ráðstefnu sinni dag- ana 5.-9. júní í boði Háskóla Ís- lands. 150 manns úr vísinda- samfélaginu hittust þar en verið var að kynna nýjungar í smá- sjártækni. Fulltrúar 15 erlendra fyrirtækja sóttu ráðstefnuna sem er einnig sölusýning og styrkt af þeim. Formaður SCAN- DEM-samtakanna síðan 2014, sem er sama ár og Nóbels- verðlaun fyrir ljóssmásjártækni voru veitt, er dr. Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson, prófess- or við Líf- og umhverfisvísinda- deild Háskóla Íslands. Hún er sérfræðingur í smásjártækni, en hún er fyrst Íslendinga til að gegna embætti formanns sam- takanna. Nýjungar kynntar 150 MANNS Á RÁÐSTEFNU Skipulag ráðstefnunnar Kesara og dr. Kristján Leósson eru bæði í stjórn SCANDEM og skipulögðu ráðstefnuna, en henni lauk í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.