Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 51
Auk þess að vera tónskáld af guðs náð hefur Hugi alvöru áhuga á mat- argerð og brauðbakstri úr súrdegi: „Ég er heillaður af súrdeigsbrauð- gerð sem getur tekið nokkra sólar- hringa frá upphafi til enda, og und- anfarið hef ég verið að prófa mig áfram með að nota allskonar gamlar mjöltegundir og uppskriftir. Ég er almennt lítill græjukall, hef t.d. engan áhuga á tölvuspilum og bílum og lít eiginlega ekki við öðrum græjum en eldhúsgræjum. Ég er einnig heillaður af snóker á allan hátt, taktíkinni, aganum, sem minnir á hljóðfæraleik að mörgu leiti, og íþróttaandanum. Sjálfur er ég afleitur spilari en reyni samt að spila þegar ég hef tíma og það er þá helst þegar ég er í fríum á Íslandi. Ég fór á heimsmeistaramótið í snóker í Sheffield fyrir 10 árum og stefni að því að fara aftur á næsta ári með góðum vinum. Kannski eru bakstur og snóker ekki svo ólík áhugamál, því rétt eins og gott súr- deigsbrauð þá getur leikur á HM í snóker tekið heila þrjá daga.“ Hugi hefur almennt gaman af því að fylgjast með íþróttaviðburðum og fór eins og hálf þjóðin á leiki á EM í fótbolta í fyrra. Þar vakti hann mikla athygli þegar myndir af honum með skeggið litað í íslensku fánalitunum rötuðu í myndabanka Getty Images og voru notaðar í dagblöðum um all- an heim við fréttir af Íslandi. Fór hann í fjölda viðtala í erlendum fjöl- miðlum í kjölfarið. Fjölskylda Eiginkona Huga er Hanna Lofts- dóttir, f. 27.10. 1977, selló- og gömbu- leikari. Foreldrar hennar: Hanna Kristín Stefánsdóttir, f. 24.12. 1939, kennari og deildarstjóri, og Loftur Guttormsson, f. 5.4. 1938, d. 4.12. 2016, doktor í sagnfræði og prófess- or við Háskóla Íslands. Dætur Huga og Hönnu eru Jó- hanna Hugadóttir, f. 22.1. 2008, og Una Hugadóttir, f. 15.1. 2013. Systkini Huga eru Vera Guð- mundsdóttir, f. 17.4. 1968, lyfja- skráningafulltrúi hjá Beyer A/S og hug- og líkamsþjálfi (psykomotorik) í Danmörku; Daði Guðmundsson, f. 19.12. 1970, doktor í verkfræði og að- gerðarannsóknasérfræðingur hjá Maersk Drilling í Danmörku, og Alma Guðmundsdóttir, f. 29.12. 1984, tónlistarkona í Los Angeles. Foreldrar Huga: Anna Guðrún Hugadóttir, f. 20.10. 1947, náms- og starfsráðgjafi,og Guðmundur Hall- grímsson, f. 9.8. 1939, d. 11.2. 2013, lyfjafræðingur. Úr frændgarði Huga Guðmundssonar Hugi Guðmundsson Anna Jónatansdóttir húsfr. á Akureyri Rósa Hjaltadóttir húsfr. og verslunarm. á Akureyri Hugi Kristinsson verslunarm.og hrossaræktandi áAkureyri Anna Guðrún Hugadóttir námsráðgjafi í FG og húsfr. í Garðabæ Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. á Strjúgsá og Ytra- Dalsgerði Tryggvi Kristinn Jónsson b. á Strjúgsá og Ytra-Dalsgerði í Djúpadal í Eyjafirði Óskar Sæ- mundsson kaupm. á Akureyri Magnús Óskarsson borgarlög- maður Óskar Magn- ússon lögm., b. á Sáms- stöðum og fyrrv. útg.stj. Morgun- blaðsins Hafliði Hallgrímsson tónskáld, sellóleik- ari og áhrifavaldur afmælisbarnsins Lilja Hallgrímsdóttir (Dúlla) tónmenntakennari á Akureyri Rannveig Stefánsdóttir handavinnukennari á Dalvík Gunnar Stefánsson útvarpsmaður Friðrik Jakob Tryggvason skólastjóri Tónlistarskóla Akur- eyrar, organisti og söngstjóri Kristinn Hugason fv. hrossaræktarráðun. BÍ, nú forstöðum. Söguseturs íslenska hestsins dr.Hjalti Hugason prófessor í kirkjusögu við HÍ Sigríður Ólafsdóttir húsfr. í Bolungarvík og síðar áAkureyri Sæmundur Benediktsson sjóm. í Bolungarvík Fríða Sæmundsdóttir kaupm. á Akureyri (Fríða í Markaðnum) Hallgrímur Stefánsson útgerðarm. á Akureyri Guðmundur Hallgrímsson lyfjafr. og heildsali í Garðabæ Stefán Kristinn Hallgrímsson útvegsb. á Stóru-Hámundar- stöðum og í Bröttuhlíð á Árskógsströnd, síðar síldar- form. á Akureyri Tryggvi Jóhannssonb.áYtra-Hvarfi í Svarfaðardal Lilja Jóhannsdóttir húsfreyja Hjalti Sigurðsson húsgagnasmíðam. á Akureyri Hjalti Hjaltason trommuleikari í gullaldarhljómsveit Ingimars Eydal Anna Lilja Sigurðar- dóttir kennari Borgar Þór Magnason kontrabassaleikari Sigurður Reynir Hjalta- son verslunarmaður Ólafur Sigurðsson b.á Gilsá í Eyjafjarðarsveit Franz Viðar Árnason fyrrv. form. Samorku Rósa Ólafsdóttir húsfr. í Rvík Davíð Franzson tónskáld Morgunblaðið/Kristinn Bjartsýnisverðlaun 2015 Hugi og Ólafur Ragnar Grímsson. ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Einar Þorkelsson fæddist aðBorg á Mýrum 11.6. 1867,sonur séra Þorkels Eyjólfs- sonar og Ragnheiður Pálsdóttur. Einar var yngstur tíu systkina sem lifðu en önnur sjö létust í bernsku. Fjölskyldan flutti að Staðastað á Snæfellsnesi er Einar var um 8 ára. Faðir hans var um skeið heimilis- kennari hjá Jóni Thorstensen land- lækni, kenndi samhliða, ýmsum und- ir skóla og hafði jafnan pilta í námi, eftir að hann tók prestvígslu. Einar nam hjá föður sínum og varð vel að sér. Hann bjó nokkur ár á Búðum, en síðar í Ólafsvík og Stykkishólmi og sinnti þá einkum kennslu. Árið 1905 kom hann til Reykjavíkur og vann í fyrstu að skriftum á Þjóðskjalasafninu sem dr. Jón Þorkelsson bróðir hans veitti forstöðu. Einar hafði einkar fagra og stílhreina rithönd líkt og mörg skjalaafrit hans votta. Árið 1909 hóf hann störf á skrif- stofu Alþingis og varð síðan fyrsti fastráðni skrifstofustjóri þess, 1914- 23. Sjón hans hafði þá hrakað og var m.a. kennt um augnraun fyrrum við að rýna í hin fornu skjöl á Þjóð- skjalasafni. Einar og Ólafía Guðmundsdóttir, sem lést 1929, giftust 1918. Hún var þriðja eiginkona hans og varð þeim sex barna auðið. Lifandi eru tvær dætur þeirra þær Ólafía, f. 1924, og Björg, f. 1925. Heimili þeirra stóð í fyrstu í Alþingishúsinu en frá 1923 í Hafnafirði. Árið 1937 flutti hann á Elliheimilið Grund og lést þar. Eftir að Einar lét af störfum hjá Alþingi hóf hann að sinna ritstörfum og komu frá hans hendi þrjú smá- sagnasöfn. Málfarið var hreint og kjarnyrt og sögur hans báru vitni næmum skilningi á „smælingjum“ jafnt í hópi manna sem dýra. Meðan Einar var í blóma lífsins vestur á Snæfellsnesi var hann áhlaupamaður til allra verka. Þó átti dagleg búsýsla ekki hug hans allan. Til þess var tekið hversu vel hann sat hest og átti fallega gæðinga. Ein- ar var maður bókarinnar og víðles- inn fræðaþulur. Einar lést 27.6. 1945. Merkir Íslendingar Einar Þorkelsson Laugardagur 95 ára Fjóla Ólafsdóttir 90 ára Egill Guðmundsson Elísabet Þórarinsdóttir Friðrik Gíslason Friðrik Sófusson 85 ára Sigrún Magnúsdóttir 80 ára Bjarni H. Jónsson Helga Elísabet Schiöth Hjalti Gíslason Hjördís Ósk Óskarsdóttir 75 ára Bjarni Aðalsteinsson Hermann Guðmundsson Jónasína Skarphéðinsdóttir 70 ára Eysteinn Óskar Jónasson Jón Kristinn Haraldsson Kornelíus Sigmundsson Kristinn Ævar Andersen Ólafur I. Jóhannsson Ragnheiður Ágústsdóttir Sigrún Camilla Halldórsdóttir 60 ára Arnhildur Gréta Ólafsdóttir Árni Þór Bjarnason Eiríkur Magnússon Fjóla Hilmarsdóttir Hilmar Jakob Jakobsson Jósef Smári Ásmundsson Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir Laufey Eyjólfsdóttir Ragna Björg Þórisdóttir Sigrún Ása Sigmarsdóttir Sigrún Margrét Hansen Sólrún Jónsdóttir Stefán Daði Ingólfsson 50 ára Edda Jóna Gylfadóttir Erlingur Ingi Sigurðsson Heimir Hallgrímsson Margrét Hólm Valsdóttir Sólveig Reinhold Sæbergsdóttir 40 ára Guðbjartur Jón Einarsson Guðrún Helga Högnadóttir Helgi Kristinn Guðbrandsson Herdís Guðmundsdóttir Hugrún Helga Guðmundsdóttir Jóhanna Kristín Björnsdóttir Sveinn Ragnar Jörundsson 30 ára Alexander Agnarsson Ásgerður Borg Bjarnadóttir Freysteinn Gunnarsson Haraldur Ólafsson Hector Barrios Ruano Kamma Thordarson Kunsang Tsering Tamang Linda Hrönn Ármannsdóttir Malgorzata Pawlowska Sigrún Björk Reynisdóttir Stella Björk Hilmarsdóttir Ævar Pétur Einarsson Sunnudagur 85 ára Jónína S. Guðjónsdóttir Jón Sigurðsson 80 ára Anna Ingvarsdóttir Ingibjörg Óskarsdóttir Jónas Runólfsson Lillian Kristjánsdóttir Málfríður Jónsdóttir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Þorvaldur Kristjánsson 75 ára Eiríkur Eiðsson Erla M. Frederiksen Ingveldur Guðbjörnsdóttir Jón Kristjánsson Kristinn Gísli Antonsson Lára Jónasdóttir Magnús Haraldsson 70 ára Guðmundur Pétursson Gunnar Guðmundsson Kjartan Kjartansson Ottó Jörgensen Ólafur Auðunsson Stefán Dan Óskarsson 60 ára Anna Úrsúla Gunnarsdóttir Árný Dalrós Njálsdóttir Dagmar Elíasdóttir Gísli Guðmundsson Hafdís Þorvaldsdóttir Halldór Gísli Bjarnason Hjördís Harðardóttir Jónheiður Theódórsdóttir Magnús Gíslason Miroslav Vasovic Sigfús Hreiðarsson 50 ára Baldur Grétarsson Baldur Oddur Baldursson Edda Halldórsdóttir Guðmundur Freyr Guðmundsson Helga Grímheiður Gunnarsdóttir Hivzi Bakiqi Hjalti Ragnar Garðarsson Kristín Petra Guðmundsdóttir Robert Slawomir Kuc Ægir Óskar Hallgrímsson 40 ára Agnieszka Marzok Bragi Hreinn Þorsteinsson Einar Johnson Elísabet Hrund Salvarsdóttir Haukur Guðmundsson Jurgita Cepauskiene Kolbrún Ýr Guðmundsdóttir Magnea Ásta Pétursdóttir Stefán Ragnar Jónsson 30 ára Árný Ösp Aðalsteinsdóttir Brynja Þórsdóttir Gunnar Torfi Hannesson Haraldur Sigfússon Hildur Jörundsdóttir Magni Þór Óskarsson Óskar Ólafsson Pétur Karl Ingólfsson Sigrún Benediktsdóttir Stefanie Esther Egilsdóttir Telma Þrastardóttir Tomasz Piotr Styczynski Til hamingju með daginn Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.