Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Fatahönnuðurinn Steinunn Sigurð- ardóttir, sem hannar föt undir merkinu STEiNUNN, verður með sýningu í vinnustofu sinni að Grandagarði á morgun sem teng- ist sjómannadeginum. „Áður en ég tók við plássinu mínu var þar netaverkstæði sem mér finnst allt- af skemmtilegt því að gera við net og að prjóna er svolítið svipað,“ segir Steinunn. „Ég komst í mikið af netakúlum sem ég er búin að vera að laga og gera við og er að hengja þær allar upp, búa til úr þeim skemmtilegan vegg og setja í samhengi við prjónið því ég ætla að sýna prjónavörur á öllum gín- unum. Ég er að tengja staðinn við handverkið.“ Steinunn mun því bæði sýna föt sem hún hefur hannað og innsetn- ingu úr netum og netakúlum. Vinnustofan verður opin bæði í dag frá kl. 13 og á morgun frá kl. 12. „Ég er að setja kúlurnar í ann- að samhengi sem er alltaf skemmtilegt, að taka hlutina úr því samhengi sem þeir hafa verið í og færa þá yfir í annað,“ segir Steinunn. Netakúlur settar í annað samhengi Innsetning Hluti af verkinu sem Stein- unn vann úr netum og netakúlum. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Leikhúslistamennirnir Árni Pétur Guðjónsson og Björn Thors tóku við Stefaníustjakanum við hátíðlega at- höfn í Iðnó í gær þegar úthlutað var úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guð- mundsdóttur leikkonu. Þeir hlutu hvor styrk að upphæð 850.000 kr. ásamt sérsmíðuðum kertastjaka sem nefndur er Stefaníustjakinn. Minn- ingasjóðurinn var stofnaður 1938 af hjónunum Önnu Borg og Poul Reu- mert með það að markmiði að efla ís- lenska leiklist og heiðra um leið minn- ingu Stefaníu, móður Önnu. Hátt á fimmta tug listamanna hafa hlotið styrk úr sjóðnum frá 1970, en gert er ráð fyrir að listafólk nýti styrkinn til ferðalaga og menntunar erlendis. Afi íslenska tilraunaleikhússins „Þetta er mikilvæg viðurkenning á tilraunabrölti mínu síðustu áratugi,“ segir Árni Pétur Guðjónsson og bendir á að hann sé af sumum kall- aður afi íslenska tilraunaleikhússins. „Ég hef vissulega líka unnið að hefð- bundnari sýningum og var í um ára- tug fastráðinn leikari í Borgarleik- húsinu. En helsti styrkur minn og það sem mér hefur fundist mest spennandi er að vinna með tilraunir,“ segir Árni Pétur og rifjar upp að hann hafi verið kominn vel yfir þrí- tugt þegar hann flutti heim eftir nám og störf erlendis. „Meðan ég var úti starfaði ég mikið í svonefndu svitalyktarleikhúsi þar sem markmiðið var að finna nýjar leiðir í náinni samsköpun leikhóps- ins,“ segir Árni Pétur og tekur fram að í sínum huga verði sjónræni þáttur leikhússins æ mikilvægari. „Þegar ég var ungur og hrokafullur svaraði ég því einhvern tímann til að ég myndi ekki fara að leika í útvarpsleikhúsi þar sem einvörðungu er unnið með texta fyrr en ég væri orðinn farlama,“ segir Árni Pétur og tekur fram að hann hafi verið einstaklega heppinn með samstarfsfólk sem hafi haft það að markmiði að víkka út ramma leik- hússins, brjóta upp formið og þróa nýjar leiðir. „Ég hef unnið mikið með Rúnari Guðbrandssyni í Lab Loka, krökk- unum í Vesturporti sem hafa verið óhræddir við að fara nýjar leiðir og Steinunni Knútsdóttur, forseta sviðs- listadeildar Listaháskóla Íslands, í þróun netleikhúss,“ segir Árni Pétur og fagnar því hversu margt ungt fólk sé nú opið fyrir tilraunastarfi. „Markaðurinn fyrir tilraunasýn- ingar er vissulega ekki stór, en það skiptir engu máli. Aðalatriðið er að flóran sé fyrir hendi, því listin þarf alltaf að hafa marga möguleika,“ seg- ir Árni Pétur og tekur fram að til- raunaleikhúsið sé mikilvæg viðbót við markaðsleikhúsið svonefnda. „Þar með er ég ekki að setja út á stofn- analeikhúsið, enda er það jafn- nauðsynlegt þjóðinni og Sinfóníu- hljómsveitin. Við þurfum hins vegar alla flóruna og vaxtarbroddurinn er í tilraunaleikhúsinu.“ Spurður hvort hann sé búinn að eyrnamerkja styrkinn í eitthvað ákveðið segist Árni Pétur ætla að nýta hann til endurmenntunar er- lendis. „Ég hef mikið verið að skoða hvernig leikarinn, rödd hans og hreyfingar breytast með aldrinum. Ég gæti hugsað mér að læra butoh sem er japönsk danstækni eða fara í einhverja brjálaða raddþjálfun.“ Aðspurður um næstu verkefni seg- ist Árni Pétur vera að leggja drög að leiksýningu í samvinnu við Rúnar um rithöfundinn Harald Hamar, son Steingríms Thorsteinssonar. „Á yngri árum dvaldi hann í Kaup- mannahöfn og London, en vegna samkynhneigðar sinnar var hann vanaður við heimkomuna til Íslands, þá hálffimmtugur,“ segir Árni Pétur, en Haraldur lést 65 ára 1957. Mikill heiður „Ég er djúpt snortinn, enda er þetta mikill heiður. Mér þykir mjög vænt um að tilheyra þessum hópi sem hefur hlotið stjakann,“ segir Björn Thors, en svo skemmtilega vill til að Unnur Ösp Stefánsdóttir, eiginkona Björns, hlaut stjakann 2012 og Stefán Baldursson, tengdafaðir hans, 1980 sama ár og hann tók við leikhús- stjórastöðu hjá Leikfélagi Reykjavík- ur. „Maður fær smá fiðring þegar maður les yfir lista styrkþega því þetta er ekkert smá nafnakall og flottur hópur.“ Björn tekur fram að sér þyki líka sérstaklega vænt um að Stefaníu- stjakinn sé afhentur í Iðnó. „Því þar tóku bæði amma mín, Helga Valtýs- dóttir, og kona mín sín fyrstu skref sem leikkonur,“ segir Björn og rifjar upp að frumraun Helgu hjá Leik- félagi Reykjavíkur hafi verið í Góðir eiginmenn sofa heima í febrúar 1952 en Unnur Ösp var aðeins níu ára þeg- ar hún lék í Landi míns föður sem frumsýnt var í október 1985. Aðspurður segist Björn ekki búinn að ákveða hvernig hann hyggist nýta styrkféð. „En það væri vissulega gaman að nýta peningana í að ferðast og skoða leikhús, því það er mikil- vægt að líta reglulega í kringum sig og sækja sér innblástur. Innblástur- inn er mikilvægt eldsneyti fyrir fram- tíðina og dugir svo lengi. Þannig að við hjónin munum eflaust reyna að gera það þegar yngstu börnin eru orðin aðeins eldri,“ segir Björn en þau Unnur Ösp eignuðust tvíbura í mars sl. og áttu fyrir tvö börn sem eru fimm og níu ára. Inntur eftir því hvaða verkefni bíði hans á komandi leikári segir Björn að fyrst um sinn muni hann einbeita sér að Broti úr hjónabandi sem sé í sínum huga algjört draumaverkefni. „Við Unnur tökum okkur ríflegt fæðingar- orlof og ætlum ekkert að flýta okkur að fara á fullt í vinnu meðan börnin eru svona lítil. Við urðum að hætta með Brot úr hjónabandi fyrir fullu húsi út af meðgöngunni, en tökum sýninguna upp aftur í nóvember. Miðað við viðtökur leikhúsgesta býst ég alveg eins við því að við sýnum sýninguna út næsta leikár, enda mun- um við í ljósi stöðunnar ekki leika hana sex sinnum í viku eins og gerð- um áður.“ Morgunblaðið/Ófeigur Ánægður Björn Thors var að vonum glaður í Iðnó í gær þegar hann tók við myndarlegri peningaupphæð ásamt sérsmíðuðum kertastjaka. Félagi hans, Árni Pétur Guðjónsson, var því miður ekki við myndatökuna. „Djúpt snortinn“  Árni Pétur og Björn Thors hljóta Stefaníustjakann  „Þetta er mikilvæg viðurkenning,“ segir Árni Pétur SÝND KL. 8, 10.20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 2, 4, 6 SÝND KL. 8, 10.20 SÝND KL. 4.30 ÍSL. TAL ÍSL. TAL SÝND KL. 2 ÍSL. TAL SÝND KL. 2, 5 SÝND KL. 8, 10.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.