Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Forsvarsmenn Frjálsa lífeyrissjóðs- ins og Almenna lífeyrissjóðsins telja að lög um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi lífeyrissjóða gangi framar ákvæðum í samningi ASÍ og SA frá janúar 2016 um lífeyr- isréttindi hvað varðar ráðstöfun þeirra 2% af launum sem fólki býðst að setja í svokallaða tilgreinda sér- eign frá og með 1. júlí nk. Þá hækkar framlag atvinnurek- enda í lífeyrissjóð upp í 10% af laun- um. Tilgreinda séreignin getur verið 2% af launum þann 1. júlí næstkom- andi, og frá og með 1. júlí 2018 getur hún numið 3,5% af launum. Sjóðfélagar munu þurfa að sækja sérstaklega um tilgreinda séreign, að öðrum kosti rennur fjárhæðin í sam- tryggingarsjóð eins og önnur skyldu- iðgjöld. Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gildis-lífeyrissjóðs, segir á hinn bóginn, í samtali við Morgunblaðið, að skýrt komi fram að þetta nýja viðbót- ariðgjald skuli greiðast í þann sjóð sem skylduaðildin byggist á. „Þetta er bara hluti af skylduiðgjaldinu og byggist á kjarasamningi.“ Ætla ekki að bjóða kostinn Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðs- ins, segir að sjóðurinn muni ekki bjóða sínum sjóðfélögum upp á til- greinda séreign. „Við munum bjóða fólki að setja allt umfram hinn lög- bundna 12% sparnað í séreign sem er laus við 60 ára aldur. Miðað við óbreytt lög þurfum við ekki að vera með sérstaka tegund séreignar með þrengri útborgunarreglum. Ég túlka núverandi lög líka þannig að menn geti valið hvar þeir greiða séreignina. Ég get ekki séð að hægt sé að þvinga menn til að greiða sér- eign til ákveðins vörsluaðila.“ Arnaldur Loftsson, framkvæmda- stjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, segir lögin skýr hvað þetta varðar. „Sjóð- félagar geta valið annan vörsluaðila fyrir þann hluta iðgjaldsins sem þeir kjósa að ráðstafa í séreign. Það er sjálfsagður réttur sjóðfélaga að þeir geti valið sér vörsluaðila fyrir sér- eignarsparnaðinn enda á hver og einn sjóðfélagi sinn sparnað og enginn annar. Kjarasamningur getur ekki takmarkað þær heimildir sem lögin kveða á um. Með heimild sjóðfélaga til að velja sér vörsluaðila fyrir sér- eignina er komið til móts við þær kröfur sem haldið hefur verið á lofti, m.a. af þingmönnum, að allir starf- andi einstaklingar geti valið sér líf- eyrissjóð fyrir skylduiðgjöld sín.“ Verða að lesa öll lögin Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, segir að ekki sé hægt að ráðstafa tilgreindri séreign frjálst. „Það er enginn ágreiningur um þetta á milli okkar og Samtaka atvinnulífs- ins. Það myndi skapa óvissu hjá líf- eyrissjóðunum ef farið yrði með til- greinda séreign eins og frjálsa séreign. Þetta lýtur öðrum lögmál- um.“ Gylfi segir að þeir sem líti öðru- vísi á málið verði að lesa lögin í heild sinni. „2. grein laganna kveður á um að iðgjöld til lífeyrissjóða fari líka eft- ir skyldutryggingu kjarasamninga,“ segir Gylfi. Ágreiningur um hvort ný séreign sé frjáls eða bundin Morgunblaðið/Styrmir Kári Ævikvöldið Tilgreind séreign verður greidd út frá 62-67 ára aldurs.  Lífeyrissjóði greinir á um hvort viðbótarframlag frá 1. júlí sé bundið skylduaðild Sparnaður » Frjálsa séreign má greiða út við 60 ára aldur. » Sækja þarf sérstaklega um tilgreinda séreign. » Það eru kostir og gallar við bæði samtryggingu og séreign. » Almenni lífeyrissjóðurinn býður ekki upp á tilgreinda sér- eign. 10. júní 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 98.79 99.27 99.03 Sterlingspund 127.87 128.49 128.18 Kanadadalur 73.07 73.49 73.28 Dönsk króna 14.912 15.0 14.956 Norsk króna 11.649 11.717 11.683 Sænsk króna 11.329 11.395 11.362 Svissn. franki 102.15 102.73 102.44 Japanskt jen 0.8972 0.9024 0.8998 SDR 136.85 137.67 137.26 Evra 110.94 111.56 111.25 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 135.5533 Hrávöruverð Gull 1274.25 ($/únsa) Ál 1902.0 ($/tonn) LME Hráolía 48.26 ($/fatið) Brent Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hreggviður Jónsson, aðaleigandi Vistor, verður stærsti einkafjárfest- irinn í N1 eftir væntanleg kaup félagsins á Festi, sem tilkynnt voru til Kauphallar í gærmorgun. Hann mun eiga 2,8% hlut í sameinuðu fyrirtæki og er markaðsvirði bréf- anna um 1,1 milljarður króna. Mark- aðurinn tók vel í fyrirhugaðan sam- runa N1 og Festar og hækkaði gengi hlutabréfa N1 um 10% í gær. N1 greiðir fyrir Festi með hlutafé, reiðufé og yfirtöku skulda. Eigendur Festar munu fá 23% hlut í N1 eftir hlutafjáraukningu, auk 12-14 millj- arða króna greiðslu sem ráðast mun af skuldsetningu Festar. Markaðs- virði hlutarins í N1 er um 9 millj- arðar króna. Við kaupin mun velta N1 meira en tvöfaldast. Tekjur Festar námu rúmum 39 milljörðum króna á rekstrarárinu sem lauk í lok febrúar en velta N1 nam 34 milljörðum króna á síðasta ári. Heildarvirði Festar, þ.e. nettó vaxtaberandi skuldir og virði hlutafjár, er 38 millj- arðar króna. Til samanburðar er heildarvirði Haga um 56 milljarðar króna og heildarvirði Baskó, sem meðal annars á 10-11 og Iceland, er um þrír milljarðar króna. Nú eru öll fyrrgreind fyrirtæki tengd olíufé- lögum. Fram kom í Morgunblaðinu haustið 2013 að fjárfestahópur undir forystu sjóðstýringarfyrirtækisins Stefnis hefði keypt Kaupás, sem nú ber nafnið Festi, af Jóni Helga Guð- mundssyni, eiganda Norvik- samstæðunnar. Fjárfestarnir lögðu fram átta milljarða króna í eigið fé og yfirtóku skuldir að andvirði 18 milljarðar króna, samkvæmt frétt- inni. Miðað við þær upplýsingar má áætla að heildarvirði Festar hafi aukist um 47% frá lokum árs 2013. Fjárframlag hluthafa hefur hins vegar hækkað talsvert meira. Stærsti eigandi Festar er SÍA II sem stýrt er af Stefni, með 27,4% hlut, en lífeyrissjóðir eiga það að miklu leyti. Félagið Holdor, í eigu Hreggviðs, kemur næst með 12% hlut. Brekka Retail, sem Þórður Már Jóhannesson á meirihluta í, er þriðji stærsti hluthafinn með 6,5%. Brekka mun því eiga um 1,5% í N1, og er hluturinn metinn á 613 millj- ónir. Af öðrum einkafjárfestum má nefna að Hlér, í eigu Guðmundar Ásgeirssonar í Nesskip, mun eignast 0,9% hlut í N1. Nýir hluthafar koma inn í N1  Hreggviður Jónsson mun eignast 2,8% hlut Morgunblaðið/Styrmir Kári Festi Krónan er ein verslanakeðja Festar auk Nóatúns, Elko og fleiri. ● Greiningardeild Arion banka spáir því að peningastefnunefnd muni lækka stýrivexti Seðlabankans um 0,25 pró- sentustig á vaxtaákvörðunarfundi sín- um á miðvikudaginn 14. júní. Að mati Arion banka eru litlar líkur á óbreyttum vöxtum í ljósi verulegrar styrkingar krónunnar frá síðasta vaxtaákvörðunar- fundi og valið standi því fremur á milli 25 og 50 punkta lækkunar. Hagfræðideild Landsbankans spáir hins vegar óbreyttum vöxtum. Telur bankinn að nefndin muni íhuga óbreytt vaxtastig eða lækkun vaxta um 0,25 prósentustig. Styrking krónunnar sé þó ekki af þeirri stærðargráðu að hún nægi til að telja meirihluta nefndarinnar á að lækka stýrivexti að sinni. Bæði vaxtalækkun og óbreyttum vöxtum spáð Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum M.BENZ Sprinter 519 16+1+1 manna VIP Luxury. Árgerð 2017, ekinn 0 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Verð 10.700.000. án vsk. Rnr.211453. Webasto, Bakkamyndavél, bluetooth, dráttarkrókur, x-enon ljós, leðursæti, tveir stórir skjáir í farþegarými, ökuriti, aðgreinavari og margt fleira. Bílanir eru skoðaðir og klárir í akstur. Eigum tvo á staðnum. Fossháls 27/ Dragháls megin • S. 577 4747 • www.hofdabilar.is Lyfjafyrirtækið Xantis Pharma hefur tekið yfir rússneska lyfja- fyrirtækið Alsi Pharma, að því er tilkynnt var í gær. Björgólfur Thor Björgólfs- son stofnaði Xantis í gegnum fjárfestinga- félagið Novator árið 2015. Yfirtakan á Alsi Pharma er fyrsta yfirtaka Xantis, að sögn Gunnars Beinteinssonar, fram- kvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Hann segir meginástæðu yfirtök- unnar vera tækifæri til að styrkja stöðu Xantis á rússneskum mark- aði, en með yfirtökunni getur fyr- irtækið jafnframt aukið markaðs- hlutdeild sína í Samveldi sjálfstæðra ríkja (CIS). Gunnar segir að Xantis hafi vaxið rólega undanfarin tvö ár með upp- byggingu á vörusafni og kaupum á vörumerkjum, til að mynda nef- spreyinu Sanorin. Aðspurður úti- lokaði Gunnar ekki frekari stækk- un og yfirtökur í náinni framtíð. Björgólfur Thor stofnaði Xantis í samstarfi við nokkra fyrrverandi lykilstjórnendur Actavis með höf- uðáherslu á að vinna markaðs- hlutdeild í Mið- og Austur-Evrópu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Sviss en auk þess er það með skrif- stofur í Kasakstan, Úkraínu og Sló- vakíu. Eftir yfirtökuna starfa alls 500 manns hjá Xantis Pharma. gislirunar@mbl.is Gunnar Beinteinsson Xantis kaupir í Rússlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.