Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 25
forgang að uppfylla skilyrði svo að völlurinn geti þjónað landsliðum Ís- lands í alþjóðakeppni. Málið hefur verið rætt á vettvangi KSÍ síðustu misseri og verður væntanlega til umræðu á stjórnarfundi í næstu viku. Frá upphafi hefur það verið leiðarljós stjórnar KSÍ að rekstur nýs leikvangs hafi ekki neikvæð áhrif á reksturinn, eins og fram kom á síðasta ársþingi sambandsins. Mögulegt er að KSÍ verði aðeins leigutaki fyrir landsleiki í framtíð- inni. Í seinni tíð hefur ævinlega ver- ið uppselt á landsleiki karlanna og þörf á fleiri sætum er augljós. Glímuæfingar á grasvelli Áður en mannvirkin í Laugardal voru tekin í notkun hafði Melavöll- urinn í meira en 100 ár verið einn helsti skemmtistaður eða samkomu- staður Reykvíkinga. Aðsókn var yfirleitt mikil á kappleiki og fjöldi áhorfenda skipti oft þúsundum. Í minningariti Gísla Halldórssonar, arkitekts, borgarfulltrúa og forseta Íþróttasambands Íslands, eftir Jón M. Ívarsson er fjallað um íþrótta- aðstöðu í Reykjavík og kennir þar margra grasa. Í bókinni segir svo: „Skildinga- nesmelar voru lengi helsta íþrótta- svæði Reykjavíkur, en þeir voru stórt og flatt svæði og lágu frá kirkjugarðinum við Suðurgötu og suður að Grímsstaðaholti niður að Skerjafirði. Fyrsta heimild um íþróttaiðkun á Melunum er frá árinu 1840. Þá gaf Stefán Gunnlaugsson bæjarfógeti út eftirfarandi auglýsingu: „Fimmtudaginn 19. þ.m. verður á Skildinganesmelum... skotið með byssukúlum til frækleiks, hvörs vegna allir óviðkomandi menn að- varast að koma ekki nærri þeim stað á tjeðum tíma.““ Þetta mun vera í fyrsta skipti sem formlega var gefið út leyfi til íþróttaæfinga á Melunum. Árið 1873 var Glímufélagið í Reykjavík stofnað og fékk það spildu sunnan kirkjugarðsins undir glímuvöll. Þarna var gerður góður grasvöllur til glímuæfinga, en þá var alltaf glímt utandyra. Glímuvöllurinn á Melunum var þar sem nú stendur stytta Einars Jóns- sonar, Útlaginn, og mun hafa verið fyrsti manngerði íþróttavöllur á Ís- landi, segir í minningabók Gísla. Melarnir voru heppilegir til íþróttaiðkunar og þar voru einnig haldnar margs konar hátíðir bæjar- búa. Íþróttafélög í höfuðstaðnum stofnuðu Vallarsambandið svo- nefnda um gerð knattspyrnuvallar á Melunum og var Melavöllurinn vígður 11. júní 1911. Ungmenna- félag Íslands hafði þá forgöngu um mikið íþróttamót sem stóð á vell- inum á hverju kvöldi í heila viku og var í raun fyrsta landsmót samtak- anna. Völlurinn varð þegar í stað mikil lyftistöng fyrir allt íþróttalíf í Reykjavík. Var fyrir Hringbrautinni Þessi fyrsti Melavöllur lá sunnan við Hringbrautina og samhliða henni. Á honum var hringbraut 400 m á lengd, með fjórum hlaupa- brautum. Fyrir innan hlaupabraut- irnar var malarvöllur fyrir knatt- spyrnu, 102×68 m. Í hálfmánunum fyrir aftan mörkin var aðstaða fyrir frjálsíþróttamenn. Á þriðja áratug síðustu aldar var unnið að nýju bæjarskipulagi Reykjavíkur, sem samþykkt var 1927. Þá var búið að ákveða hvar Hringbrautin ætti að liggja um Melana og lá vegarstæðið að hluta til yfir norðurhlið Melavallarins. Bæjarstjórn og forráðamenn Íþróttasambands Reykjavíkur urðu því sammála um að tilgangs- laust væri að endurbyggja íþrótta- völlinn á sama stað. Varð það úr að byggja nýjan völl meðfram Suður- götu, sem reyndar hét þá Melaveg- ur á þessum kafla. Það var samþykkt í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1925 en jafnframt var samþykkt að bærinn kostaði nú alla nýbygginguna enda afhenti Vallarsambandið allar fasteignir sínar á Melunum. Hinn end- urbyggði völlur var vígður 17. júní 1926. Margvísleg íþróttastarfsemi fór fram á Melunum og það tímabil sem svæðið var nýtt fyrir íþróttir stóð í raun frá fyrstu leyfisveitingu bæjarfógeta 1840 og allt þar til Melavellinum frá 1926 var lokað ár- ið 1984, eða samfleytt í 144 ár. Þá var gervigrasvöllurinn í Laugardal tekinn í notkun og í febrúar 1985 voru flóðljósin af Melavelli flutt í Laugardalinn. Á svæðinu á Mel- unum er Þjóðarbókhlaðan nú mest áberandi. Helstu heimildir: Gísli Halldórsson, minningar, menn og málefni, eftir Jón M. Ívarsson, Saga landsliðs karla eftir Sigmund Ó. Steinarsson, Knatt- spyrna í heila öld eftir Víði Sigurðsson og Sigurð Á. Friðþjófsson. Morgunblaðið/Kristinn Vetur Starfsmenn KSÍ og sjálfboðaliðar mokuðu snjó af Laugardalsvelli fyrir mikilvægan kvennalandsleik Íslands og Írlands í lok október 2008. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Upphafið Ríkharður Jónsson leiðir landsliðið inn á völlinn í fyrsta leiknum á Laugardalsvelli í júlí 1957. Mikið hefur verið byggt og mörgu breytt síðan. Þröngt á þingi Fólk beinlínis hékk í gömlu markatöflunni og utan í vallar- klukkunni á leik Vals og Benfica 1968. Alls voru áhorfendur 18.194 talsins. FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 HLIÐGRINDUR OG HLIÐSTAURAR ÚRVAL AUKAHLUTA • Hliðalæsingar • Hjól undir hlið • Lamir • Hliðlokur • Og margt fleira MIKIÐ ÚRVAL OG MARGAR STÆRÐIR • Veghlið og gönguhlið • Smíðaðar úr galvaníseruðum stálrörum • Öflugir burðarstaurar • Hlið með lokunarbúnaði Það var þó ekki alltaf augljóst að hjartað í íþróttastarfsemi bæjar- ins flytti af Melunum í Laugardal- inn, langt í frá. Nauthólsvíkin var fyrsti valkostur og þar væri tals- vert öðru vísi um að litast heldur en nú er ef hugmyndir manna frá fjórða áratugnum hefðu náð fram að ganga. Bæjarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti 1935 að hefjast handa um byggingu nýs íþróttaleikvangs syðst í Vatnsmýrinni, rétt fyrir of- an Nauthólsvík í Skerjafirði, með hvers konar aðstöðu fyrir úti- íþróttir. Í stuttu máli var gert ráð fyrir veglegum leikvangi sem rúmaði 30 þúsund áhorfendur, sjö knattspyrnuvöllum, tólf tennisvöllum og skeiðvelli auk annars. Kringum knattspyrnuvelli og æfingasvæði fyrir frjálsar íþróttir var gert ráð fyrir trjá- rækt. Gert var ráð fyrir greiðfæru gatnakerfi á tvo vegu að vell- inum. Hugmyndin var sú að öll íþróttastarfsemi í Reykjavík færi fram á þessum stað og þar væri hægt að sameina vallaríþróttir og sjóbaðstað í Skerjafirði. Landið var í eigu bresks félags, en komst í eigu bæjarins 1935 og skipulag íþróttasvæðisins var samþykkt nokkru síðar. Árið 1939 var farið að vinna að því að þurrka mýrina svo hægt væri að hefja bygginga- framkvæmdir ári síðar. Svo kom stríðið Veður skipuðust hins vegar skjótt í lofti og vorið 1940 hernámu Bretar Ísland. Eitt af því fyrsta sem þeir vildu byggja hér var flugvöllur og voru þeir fljótir að ákveða að leggja alla Vatnsmýr- ina og nágrenni undir aðalflugvöll hersins. Í minningabók Gísla Hall- dórssonar segir: „Þar með stöðv- uðu þeir allar framkvæmdir á vallarsvæðinu og framtíðaráætl- anir um háborg íþróttanna á þessum stað voru endanlega úr sögunni.“ Háborg íþróttanna átti að vera við Nauthólsvík HEIMSSTYRJÖLDIN OG FLUGVÖLLURINN BREYTTU ÁFORMUM Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Nauthólsvík 1977 Heiti lækurinn var í mörg ár vinsæll baðstaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.