Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 þeirrar undirstefnu (hér myndi ég setja hlæjandi kall). Dynfari gerir vel í því að svipta upp sorgbundnum stemmum og þrúgandi andblæ sem tengir sterkt inn í umfjöllunarefnið og er tónlistinni fimlega sveiflað úr gotneskri, sveimkenndri og hefð- bundnari rokkkeyrslu yfir í grófari svartþungarokkskafla. Eins og segir er þetta fjórða plata sveitarinnar en áður hafa samnefnd plata komið út (2011), Sem skugginn (2012) og svo Vegferð tímans (2015) en sveitin breytist úr dúói yfir í kvartett árið 2014. Dynfari hafa haldið glettilega fast í sama stíl frá upphaf þó að eðli- leg fínpúsning hafi átt sér stað í boði reynslunnar og tímans. Það var Stephen Lockhart sem tók upp plötuna, Íri sem búsettur er á Íslandi og hefur tekið upp með fjöldanum öllum af íslenskum svart- þungarokkssveitum. Haukur Hann- es hljóðblandaði og hljómjafnaði. Útgáfutónleikar plötunnar verða í kvöld á Gauknum þar sem sérstakir gestir verða hljómsveitin Auðn. Hluti af ágóða tónleikanna mun renna til Crohn’s og Colitis Ulce- rosa-samtakanna (CCU). Kvartett Dynfari tekst á við sársauka mannskepn- unnar á nýjustu plötu sinni. verður haldin í Deiglunni og er það listamannafélagið Gilsfélagið sem stendur fyrir henni. Slíkar sýningar eiga sér langa sögu og eru kenndar við sýninguna Salon des refusés sem var fyrst haldin árið 1863 í París. Á sýningu Listasafnsins verða eins konar leikir fyrir börn sem heimsækja safnið. „Börn skoða sýn- ingu oft með öðrum augum en full- orðnir,“ segir Hlynur. „Við gefum börnunum blöð að fylla út þar sem þau geta velt fyrir sér einstaka verk- um. Þetta er ekki beint ratleikur heldur svona verkefnablað fyrir börn. Við ætlum að hafa það í gangi í allt sumar og draga síðan verðlauna- hafa úr þessum leik á Akureyrar- vöku í lok ágúst, þegar sýningunni lýkur.“ Sumar mun bjóða gestum upp á leiðsögn bæði á íslensku og ensku. „Við ætlum að vera með leiðsagnir á fimmtudögum,“ segir Hlynur. „Þá kemur alltaf einn listamaður. Við segjum auðvitað almennt frá sýning- unni en með sérstakri áherslu á verk þess listamanns. Það er mjög gaman að geta fengið leiðsögn og hitt í leið- inni listamanninn sjálfan, fengið bak- grunnsupplýsingar um verkið.“ Sumar stendur til 21. ágúst og er sýningin opin frá kl. 10 til 17. Salon des refusés mun standa til 18. júní og er opin frá kl. 14 til 17 alla daga. Uppsetning Listamaðurinn Auður Lóa Guðnadóttir vinnur að því að setja upp sýninguna á listasafninu. Hljómsveitin Moses Hightower sendi frá sér sína þriðju breið- skífu, Fjallaloft, í gær og mun í dag fagna útgáfunni með teiti sem fram fer í versluninni Lucky Rec- ords við Rauðarárstíg og hefst kl. 14. Hlómsveitin mun koma fram og leika nokkur vel valin lög af nýju plötunni og einnig verða léttar veitingar í boði. Platan hefur að geyma 11 lög og hafa nokkur þeirra ómað á öldum ljósvakans undanfarnar vikur. Fjallalofti fagnað Fjallaloft Umslag plötunnar. Myndlistarsýningin Flipp og flakk verður opnuð í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri klukkan tvö í dag. Að sýningunni stendur mynd- listarkonan Dagrún Matthíasdóttir en Dagrún byggir efni sýningar- innar á listamannsdvöl sinni á eynni Máritíus. Varð hún fyrir mikl- um áhrifum frá umhverfi og menn- ingu eyjarinnar á meðan hún dvaldist þar í bænum Flic en Flac og tók þátt í alþjóðlegu verkefni listamannasamtakanna pARTage. Í verkefninu tóku þátt sextán gesta- listamenn víðs vegar að úr heim- inum en Dagrún var eini þátttak- andinn frá Norðurlöndunum. „Þessi dvöl á eflaust eftir að fylgja mér áfram í sköpun og hugmynda- vinnu svo ég byrja núna á því að sýna ljósmyndaseríu þaðan, mynd- bandsverk og teikningar,“ segir Dagrún. „Það má segja að sýningin Flipp og flakk sé einskonar heim- ildarvinna áður en lengra er hald- ið.“ Dagrún er myndlistarkona frá Ísafirði sem nú er búsett á Akur- eyri. Hún hefur haldið fjölda einka- sýninga og samsýninga auk þess sem hún hefur starfað með list- hópnum RÖSK og haldið utan um sýningahald annarra listamanna í Mjólkurbúðinni. Sýningin Flipp og flakk stendur til 18. júní og er opin um helgar frá kl. 14 til 17. Flipp og flakk í Mjólkurbúðinni DAGRÚN MATTHÍASDÓTTIR OPNAR MYNDLISTARSÝNINGU Máritíus Ein ljósmynda Dagrúnar. TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIR FRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA. ILMANDI HLUTI AF DEGINUM Íslenskt fjölskyldufyrirtæki og framleiðsla síðan 1984 Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 10/6 kl. 20:00 185 s. Mið 14/6 kl. 20:00 Sing-along Sun 11/6 kl. 20:00 186 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s. Allra síðustu sýningarnar! Síðasta sýning fimmtudaginn 15. júní. Elly (Nýja sviðið) Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn Sýningar í haust komnar í sölu. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 11/6 kl. 13:00 Sun 10/9 kl. 13:00 Lau 2/9 kl. 13:00 Sun 17/9 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Lau 10/6 kl. 19:30 Lokasýning Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Lau 9/9 kl. 19:30 Sun 17/9 kl. 19:30 Sun 24/9 kl. 19:30 Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Naktir í nátturunni (None) Fim 15/6 kl. 19:30 Aðeins ein sýning ÁHUGASÝNING ÁRSINS leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.