Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Miklar framkvæmdir standa nú yfir á svokölluðum Hafnarstræt- isreit en þar er að finna hinn heimsfræga og vinsæla pylsu- vagn Bæjarins bestu. Búið er að grafa mikla holu á horni reitsins og vegna fram- kvæmdanna hefur þrengt mjög að pylsuvagninum. Röðin, sem er oftast við vagn- inn, hlykkjast nú um nýjar slóð- ir. Á horninu mun rísa spennistöð og mun útlit hennar taka mið af spennistöðvum sem Guðjón Sam- úelsson teiknaði, t.d. á Vestur- götu 2. Núverandi spennistöð er innar á lóðinni og því er um til- flutning að ræða innan reitsins. Verkinu á að ljúka síðsumars. „Þetta er erfitt meðan á þessu stendur en svæðið verður glæsi- legt þegar framkvæmdum lýkur. Við erum alveg róleg,“ segir Baldur Ingi Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Bæjarins bestu. Hann segir að í næstu viku verði planið málað til að lífga upp á og auðvelda fólki að mynda röð. En fleira var gert til að flýta afgreiðslu. „Við breyttum innrétt- ingum á dögunum og settum inn tvö sett af pottum. Um helgar verða þrír á vaktinni svo röðin ætti að ganga hratt fyrir sig,“ segir Baldur Ingi. Lausnin var sú að stækka afgreiðslulúguna svo nú verður hægt að afgreiða tvo í einu. „Það var búið að tala um þetta í mörg ár. Við smíðuðum eftirlík- ingu á skrifstofunni og sáum að þetta var mögulegt. Starfsmenn Bæjarins bestu hafa margra ára- tuga reynsla af því að vinna í litlu rými.“ Einnig stendur til að færa pylsuvagninn í framtíðinni. Hann mun standa 2-3 metrum innar á lóðinni. Núverandi vagn verður not- aður, enda í toppstandi að sögn Baldurs Inga. sisi@mbl.is Framkvæmdir á Hafnarstrætisreit þrengja tímabundið að hinum fræga pylsuvagni Bæjarins bestu Morgunblaðið/RAX Hraðar mun ganga á röðina með stærri lúgu Holan mikla Þarna mun í sumar rísa spennistöð. Meðan á framkvæmdum stendur verða þar mikil þrengsli. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Manndrápið í Mosfellsdal er ekki endilega til merkis um aukið eða harðnandi ofbeldi í undirheimunum, að mati Gríms Grímssonar yfirlög- regluþjóns. „Hluti þess sem við er- um að rannsaka er hver ásetning- urinn var, hvort hann var til manndráps eða einhvers annars,“ sagði Grímur. Hann segir að lögreglan fái til- kynningar um að verið sé að beita því sem kallað er handrukkanir. „Við hvetjum fólk til að hafa sam- band við okkur ef það lendir í slíku,“ sagði Grímur. „Slíkar aðferðir eru gjarnan notaðar vegna einhvers ólögmæts, til dæmis fíkniefnamála. Sá sem fyrir verður lætur það kannski yfir sig ganga og vill ekki blanda lögreglunni í það. Þannig verður þetta undirheimamál, ef svo má segja. Engu að síður hvetjum við til þess að lögreglan sé látin vita.“ Grímur sagði aðspurður að hæg stígandi hefði verið í vopnaburði í undirheimunum. Fyrir talsvert löngu síðan hefði það heyrt til und- antekninga að menn gengju með hnífa, en nú sé það algengt að menn séu vopnaðir hnífum. Hann sagði það ekkert eiga frekar við um út- lendinga en Íslendinga að bera vopn. „Þeir sem leita til okkar gera það oftast vegna ofbeldis í nánum sam- böndum, það er heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis, líkamlegs eða fjárhagslegs ofbeldis,“ sagði Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefna- stjóri Bjarkarhlíðar, ráðgjafarmið- stöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Stöðin var opnuð fyrir um þremur mánuðum og hefur fengið yfir 100 mál frá opnun. Ragna sagði að það væri meira en búist var við. Ragna sagði allt ofbeldi jafnvont og að ekki væri gerður greinarmun- ur á því. „Maður er alltaf að sjá fleiri og fleiri birtingarmyndir ofbeldis með netvæðingu og öðru sem bætist við,“ sagði Ragna. Hún sagði að of- beldi sem tengist undirheimunum hefði ekki enn komið til kasta þeirra í Bjarkarhlíð. Rannsóknarlögreglukona er í teyminu sem vinnur í Bjarkarhlíð. Hún talar við flesta sem leita til mið- stöðvarinnar. „Þegar lög eru brotin og brotið er á einstaklingum er allt- af rétta leiðin að leita til lögregl- unnar og láta opinbera aðila hafa að- komu að þeim málum. Það er sú leið sem við vinnum eftir,“ sagði Ragna. Hún sagði að þegar fólk kæmi með gömul og fyrnd mál, t.d. ofbeldi í æsku, ætti það oft ekki við. Engu að síður væri gott fyrir fólk að geta rætt við lögregluna, kannað sinn rétt og fengið ráð. Hnífaburður algengur  Atburðurinn í Mosfellsdal ekki endilega merki um harðnandi ofbeldi  Ráðgjaf- armiðstöð fyrir þolendur ofbeldis hefur fengið yfir 100 mál á þremur mánuðum Morgunblaðið/Ófeigur Ofbeldi Frá vettvangi í Mosfellsdal. Stórbruni varð í uppsjávarverk- smiðju færeyska fyrirtækisins Varð- in Pelagic P/F, en fyrirtækið er dótturfélag Varðin P/F og Delta Seafood P/F. Skaginn hf. á Akranesi og Kælismiðjan Frost ehf. á Akur- eyri byggðu verksmiðjuna frá grunni fyrir um fimm árum, en hún er á Tvøroyri á Suðurey. Verksmiðjan brann nánast til kaldra kola og slökkvilið slökkti í glæðum fram eftir gærkvöldi. Ingólfur Árnason, forstjóri Skag- ans 3X, segir tjónið mikið og að for- svarsmenn fyrirtækjanna beggja séu í áfalli enda hafi náinn vinskapur tekist með forsvarsmönnum þeirra í tengslum við uppbygginguna. Enn- fremur sé það mikið högg fyrir fyrir- tækið færeyska að verða fyrir tjóni þegar tveir mánuðir séu í makrílver- tíð. Stórbruni varð í Færeyjum  Verksmiðja ónýt  Íslendingar byggðu upp starfsemina Portal.fo/Kjartan Johannessen Bruni Verksmiðjan er talin ónýt, en íbúum var ráðlagt að halda sig fjarri vegna hættu af gufum sem mynduðust þegar ammóníakbirgðir brunnu. Jón Trausti Lúthersson, einn sex- menninganna sem handteknir voru í tengslum við manndrápsmálið í Mosfellsdal á miðvikudag, neitar því að hafa ráðið manninum bana. Þetta segir lögmaður Jóns Trausta, Sveinn Andri Sveinsson, í samtali við mbl.is. Hann neitar hins vegar ekki aðkomu að málinu. „Hann var á þessum vettvangi, en það breytir því ekki að minn um- bjóðandi réð hinum látna ekki bana,“ segir Sveinn. Jón Trausti var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní en Sveinn segir ólíklegt að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. „Ég reikna nú ekki með því. Þetta er alvarlegt mál sem snýr að andláti manns og rannsókn málsins er á al- gjöru frumstigi. Það tvennt leiðir til þess að það eru alltaf 99,9% lík- ur á því að dómstóll samþykki gæsluvarðhald.“ Neitar sök á manndrápi  Var á vettvangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.