Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Tónlistarmaðurinn Jónas Sig og hljómsveit hans Ritvélar framtíðar- innar standa fyrir tilraunatón- leikaröð alla sunnudaga í sumar á Rosenberg við Klapparstíg og nefn- ist hún Sunnudagshugvekja. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir annað kvöld og munu Jónas og hljómsveit fá til sín góða gesta til flutnings á sunnudagshugvekju. Allir tónleikar hefjast kl. 21.30 og miðasala er á Tix.is Jónas og félagar ætla einnig að halda ellefu tónleika á jafnmörgum dögum um land allt. Hefst sú ferð með útitónleikum í Mosskógi í Mos- fellssveit 22. júní og næstu tón- leikar verða svo í Gunnarshólma í Landssveit, í Drangey, á Rosen- berg, Víkurkirkju í Vík í Mýrdal, Bláu kirkjunni á Seyðisfirði, Fjör- unni á Húsavík, Bergi á Dalvík, Frystiklefanum á Rifi á Snæfells- nesi, á hátíðinni Lopapeysunni á Akranesi og síðustu tónleikarnir verða svo Sunnudagshugvekja á Rosenberg. Í fyrra fóru Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar í tónleikaferð þar sem þau héldu átta tónleika á sjö dögum hringinn í kringum landið. Morgunblaðið/Eggert Tónleikafjöld Tónlistarmaðurinn Jónas Sig slær ekki slöku við. Sunnudagshug- vekja og hringferð Aðrir tónleikar sumartónleikarað- ar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu fara fram í dag kl. 15 og að þessu sinni er það kvintett kontrabassaleikarans Þorgríms Jónssonar sem leikur fyrir gesti á Jómfrúartorginu bak við veitinga- staðinn. Aðgangur að ókeypis. Þorgrímur er djassáhugamönn- um að góðu kunnur því hann hefur plokkað strengina með rjóma ís- lenskra djasstónlistarmanna um árabil, eins og fram kemur í til- kynningu. Kvintettinn mun leika lög af fyrsta geisladiski Þorgríms, Constant Movement, sem hlaut Ís- lensku tónlistarveðlaunin í flokki djass- og blústónlistar fyrr á þessu ári. Líklega munu svo nokkur önn- ur lög læða sér inn í efnisskrána. Kvintett Þorgríms leikur á Jómfrúnni Djassað Kvintett Þorgríms Jónssonar í sveiflu. Íslenska hljómsveitin Oyama mun hita upp fyrir bandarísku rokk- sveitina Dinosaur Jr. á tónleikum hennar í Silfurbergi í Hörpu 22. júlí. Dinosaur Jr. valdi Oyama og eru liðsmenn íslensku sveitar- innar himinlifandi yfir því. Í tilkynningu segir Oyama að hljómsveitin sé í skýjunum yfir að fá að hita upp fyrir goðsagnirnar í Dinosaur Jr. „Lou Barlow og J Mascis eru tvímælalaust snill- ingar og við hlökkum alveg geð- veikt til að deila sviði með þeim. Þeir hafa haft töluverð áhrif á tónsmíðar Oyama, og okkur sem tónlistarfólk,“ segir í tilkynning- unni. Upphitun Oyama hitar upp gesti á tónleikum Dinosaur Jr. í Silfurbergi. Oyama hitar upp fyrir Dinosaur Jr. Sumartónleikaröð Norræna húss- ins, Pikknikk, hefst á morgun kl. 15 með tónleikum hljómsveitarinnar Between Mountains sem fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum á vormánuðum. Tónleikar raðar- innar verða haldnir alla sunnudaga kl. 15 og fara fram utandyra, í gróðurhúsi við Norræna húsið. Dagskráin í sumar verður fjöl- breytt, íslenskir jafnt sem erlendir tónlistarmenn munu koma fram og er frítt inn á alla tónleika. Tónlist- armennirnir og hljómsveitirnar sem koma fram eru Between Mountains fyrrnefnd, Björn Thor- oddsen, Teitur Magnússon, Vísna- tríó, Paunkholm, RuGl, Ceasetone, Eliza Newman, Hafdís Huld, Hine- moa og Mads Mouritz Trio. Pikknikk hefst í Norræna húsinu Morgunblaðið/Freyja Gylfa Fyrstar Vinkonurnar í Between Moun- tains ríða á vaðið í Pikknikk-röðinni. Knight of Cups Kvikmynd um mann sem er fangi frægðarinnar í Holly- wood. Metacritic 53/100 IMDb 5,7/10 Bíó Paradís 17.30 Hidden Figures Saga kvennana á bak við eitt af mikilvægustu afrekum mannkynssögunnar. Metacritic 74/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 17.30 Hrútar Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.30 Carrie Bíó Paradís 20.00, 22.00, 22.15 Peter Pan, breska Þjóðleikhúsið Bíó Paradís 20.00 Ég man þig 16 Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Smárabíó 14.30, 15.30, 17.00, 17.30, 20.10, 22.40 Háskólabíó 15.40, 17.50, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00 Bíó Paradís 20.00 Guardians of the Galaxy Vol. 2 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 66/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.15, 20.00 King Arthur: Legend of the Sword 12 Metacritic40/100 IMDb7,1/10 Sambíóin Álfabakka 22.45 Pirates of the Caribbean: Salazar’s Revenge 12 Metacritic 47/100 IMDb 8,5/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00 Sambíóin Álfabakka 14.30, 17.15, 20.00, 22.45 Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.00, 19.50, 22.30 Sambíóin Kringlunni 13.45, 16.30, 19.15, 22.00 Sambíóin Akureyri 14.30, 17.15, 22.30 Sambíóin Keflavík 14.30, 17.15, 22.30 Alien: Covenant 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 65/100 IMDb 7,0/10 Borgarbíó Akureyri 22.10 Smárabíó 19.50, 22.30 Háskólabíó 20.50 Snatched 12 Þegar kærastinn Emily sparkar henni ákveður hún að fá varkára móður sína með sér í frí til Ekvador. Morgunblaðið mnnnn Metacritic 47/100 IMDb 2,1/10 Háskólabíó 18.10, 21.10 Stubbur stjóri Sjö ára drengur verður af- brýðisamur út í ofvitann, litla bróður sinn. Metacritic 50/100 IMDb 6,5/10 Laugarásbíó 14.00, 16.00, 18.00 Smárabíó 12.45, 15.00, 17.45 Háskólabíó 15.30, 17.50 Heiða Hjartnæm kvikmynd um Heiðu, sem býr hjá afa sín- um í Svissnesku Ölpunum. IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 16.30 Smárabíó 15.00 Háskólabíó 15.15 Borgarbíó Akureyri 15.40, 17.50 Beauty and the Beast Ævintýrið um prins í álögum sem verður ekki aflétt nema stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í höll hans deyr. Bönnuð börnum yngri en 9 ára. Metacritic 65/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 14.30 Spark: A Space Tail Metacritic 22/100 IMDb 5,2/10 Sambíóin Álfabakka 13.30, 15.30 Sambíóin Kringlunni 13.00 Sambíóin Akureyri 15.00 Sambíóin Keflavík 14.15 Dýrin í Hálsaskógi Klassíska ævintýrið eftir Thorbjörn Egner. Morgunblaðið bbbbn IMDb 7,1/10 Laugarásbíó 14.00 Strumparnir: Gleymda þorpið Metacritic 45/100 IMDb 5,9/10 Smárabíó 13.00 Háskólabíó 15.20 Hjartasteinn Örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja. Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 17.30 Everybody Wants Some!! Árið er 1980. Hópur hafn- arboltaleikmanna upplifir frelsið og áhyggjulausa ver- öld í undanfara fullorðins- áranna. Metacritic 83/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 20.00 Þó að hún hafi verið kirfilega jörðuð í grafhvelfingu djúpt í iðrum eyðimerkurinnar, þá vaknar forn drottning, sem var svipt örlögum sínum á órétt- látan hátt, upp í nútímanum, og með henni fylgir gríðarleg reiði og vond orka. IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00 Smárabíó 13.00, 15.00, 17.20, 19.30, 19.50, 22.00, 22.20 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 The Mummy 16 Baywatch Mitch Buchannon, sem lendir upp á kant við nýliðann Matt Brody. Þeir neyðast þó til að starfa saman. Metacritic 37/100 IMDb 5,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 17.30, 20.00, 22.30 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Wonder Woman Herkonan Diana, prinsessa Amazonanna, yfirgefur heimili sitt í leit að örlögunum. Morgunblaðið bbmnn Metacritic 79/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 14.00, 17.00, 20.00, 22.20, 22.55 Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.00, 19.50, 22.40 Sambíóin Kringlunni 13.20, 16.20, 19.20, 22.15 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.55 Sambíóin Keflavík 22.20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.