Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 161. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. „Réð hinum látna ekki bana“ 2. Algengustu mistökin í Costco 3. Öll grunuð um aðild að manndrápi 4. Klofningur í Costco-hópi  Björn Hlynur Haraldsson mun fara með hlutverk Tómasar Stokkmanns læknis í uppfærslu Þjóðleikhússins á Óvini fólksins eftir Henrik Ibsen sem frumsýnd verður á Stóra sviðinu 16. september. Leikstjórinn Una Þorleifs- dóttir vinnur nýja leikgerð í samvinnu við Grétu Kristínu Ómarsdóttur. Þær hafa gert nokkrar breytingar á kyn- hlutverkum í verkinu. Má þar nefna að Pétri Stokkmann, bæjarstjóra, er breytt í Petru sem leikin verður af Sólveigu Arnarsdóttur. Af öðrum leik- unum má nefna að Snæfríður Ingvarsdóttir leikur Petru dóttur Tómasar og Sigurður Sigurjónsson leikur Martein Kíl, tengdaföður Tóm- asar. Í Óvini fólksins segir af bæ sem laðar til sín fjölda ferðamanna vegna glæsilegra heilsubaða. Þegar Tómas læknir uppgötvar að böðin eru meng- uð ákveður bæjarstjórinn að mæta honum af fullri hörku. Átök systkin- anna skekja innviði samfélagsins og brátt logar allur bærinn í illdeilum. Björn og Sólveig eru Stokkmann-systkinin  Félagar úr Leikfélagi Mosfells- sveitar koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, kl. 16. Flutt verða valin lög úr Skilaboða- skjóðunni. Söngleikurinn er byggður á samnefndri bók Þorvaldar Þor- steinssonar með lögum eftir Jóhann G. Jóhannsson. Miðaverð er 2.000 krónur. Flytja valin lög úr Skilaboðaskjóðunni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 og úrkomulítið og bjart með köflum vestan- og norðanlands. Heldur hlýnandi. Á sunnudag (sjómannadagurinn) Norðan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast vestan- lands og austast á landinu. Skýjað en úrkomulítið norðan- og austanlands. Á mánudag Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað en úrkomulítið fyrir norðan, en bjart með köflum sunnanlands. Hiti 5 til 16 stig, mildast sunnan heiða. Íslenska landsliðið í handknattleik karla fagnaði þriggja marka sigri á pólska landsliðinu í annarri umferð alþjóðlega mótsins í handknattleik í Elverum í Noregi í gær, 24:21. Ísland hafði yfirhöndina frá upp- hafi til enda í leiknum og skakkaði t.d. einu marki á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 13:12. Síðasti leikurinn verður við Svía á morgun. »2 Öruggur íslenskur sigur á Pólverjum í Noregi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur náði ekki í gegnum niðurskurðinn í gær að loknum öðrum keppnishring á Manulife LPGA Classic-mótinu í golfi í Ontario í Kanada. Ólafía lék tvo fyrstu hringina á einu höggi undir pari og lengi vel leit út fyrir að það myndi duga. »3 Ólafía féll naum- lega úr leik „Ég held að liðin muni fara varlega í leikinn og Króatar munu reyna að taka stjórnina strax á meðan Ísland mun verjast og bíða eftir tækifærinu. Ég hef trú á því að Ísland geti með sínu skipulagi og föstu leikatriðum náð góðum úrslitum,“ segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, um viðureign Ís- lands og Króatíu í undankeppni HM á Laugardalsvell- inum annað kvöld. »1 Króatar reyna að stjórna en Ísland verst Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Marín Magnúsdóttir flutti til Dan- merkur fyrir um 20 árum, hóf störf í galleríi við höfnina í Skagen, nyrst á Jótlandi, kynntist núverandi eigin- manni sínum, Knud Degn Karsten- sen, eiganda skipasmíðastöðvarinnar Karstensens Skibsværft a/s, og var meðal annars til svara í bás fyrirtæk- isins á sjávarútvegssýningunni í Klakksvík í Færeyjum fyrir skömmu. „Ég hélt á vit ævintýranna og lenti á Skagen af öllum stöðum,“ segir Marín, sem vann áður í tengslum við kvikmyndaframleiðslu, kvikmynda- hátíðir og annað sem tengist kvik- myndum og á þrjú uppkomin börn, tvö á Íslandi og eitt í Danmörku, frá fyrra hjónabandi. Hún segir að þegar þau Knud kynntust hafi fyrirtækið verið mun minna og þá hafi hún farið með honum á sýningar og fleira. Síð- an hafi hún opnað eigið gallerí en eft- ir að hún hafi selt það fyrir um hálfu ári hafi hún aftur farið að fylgja eig- inmanninum í sístækkandi fyrirtæki, sem sé nú með um 500 manns í vinnu. „Ég er félagslynd, það hentar mér vel að tala við fólk og honum finnst gott að hafa mig með,“ segir hún, en sjávarútvegssýningin í Færeyjum var sú fyrsta sem hún sótti í um ára- tug. Öflug skipasmíðastöð Skipasmíðastöðin er ein sú öflug- asta í Evrópu í smíði togara og fjöl- veiðiskipa, en stöðin smíðaði meðal annars Þórunni Sveinsdóttur VE fyr- ir fjölskyldufyrirtækið Ós í Vest- mannaeyjum. Marín segir að mörg skip hafi verið smíðuð fyrir Fær- eyinga, síðast Þrándur í Götu, og gott samband sé við þá, en auk þess hafi Norðmenn fengið fjölda nýrra skipa fá fyrirtækinu. Ennfremur hafi skip meðal annars verið smíðuð fyrir Íra, Skota og Svía. „Um þessar mundir eru um 20 stór skip á mismunandi stigi í smíði og að jafnaði eru þrjú til fjögur skip afhent árlega,“ segir Marín. Hún segir að þrátt fyrir stærðina og fjölda starfsmanna anni fyrirtækið ekki eftirspurn, allur vinnutími sé upppantaður næstu tvö árin. Það segi meira en mörg orð um gæðin og orðsporið. Marín segir að það sé langur vegur frá kvikmyndaiðnaðinum í skipa- smíðastöðina. Hún áréttar samt að það sé mjög gaman að vera á Skagen, ekki síst vegna þess að það sé svo mikið líf við höfnina. „Þetta er helsta löndunarhöfnin í Danmörku og hjarta bæjarins,“ segir hún. Þau búa fyrir utan bæinn og eru þar með ís- lenska hesta, en koma reglulega til Íslands. Við höldum góðu sambandi við Íslendinga, ekki síst fjölskyldu og vini, og verðum með bás á sjávar- útvegssýningunni í haust.“ Marín andlit stöðvarinnar  Úr kvikmynda- bransa í danska skipasmíðastöð Athafnafólk Hjónin Knud Degn Karstensen og Marín Magnúsdóttir í skipasmíðastöðinni. Ísfisktogari Þórunn Sveinsdóttir VE var afhent eigendum 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.