Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 Valin verk úr safneign Sunnudagsleiðsögn á sjómannadaginn, sunnudaginn 11. júní kl. 14. HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017 STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017 VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017 Opið daglega kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017 Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Fuglarnir, fjörðurinn og landið í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Hugsað heim á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga frá 10-17. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Sit hér við vinnuskrifborðið og hand- fjatla sérdeilis fallega vínylútgáfu af þessari nýjustu plötu Dynfara. Vín- ylplatan sjálf er sérstaklega flott; ljósblá og gegnsæ. Plötumiðarnir gullbryddaðir og umslag sömuleiðis. Umslagshönnun öll og myndskreyt- ing er í takt við mikilúðlegan titilinn, The Four Doors of the Mind, sem kallar eðlilega fram risa- vaxnar konseptplötur áttunda áratugarins (hönnunin er á vegum Metaztasis, sem hefur unnið fyrir stór nöfn úr svartþungarokkinu eins og Watain og Behemoth). Þessi plata er enda bundin í stóreflis konsept, rétt eins og plötur proggrisanna gömlu. Tónlistin hverfist um kenn- ingar ævintýra- skáldsagnahöfundarins Patrick Rot- Allar dyr upp á gátt hfuss, sem fjalla um seiglu hugans gagnvart sársauka (Dyrnar fjórar tengjast svefni, gleymsku, geðveiki og dauða). Við þetta bætast svo til- vistarspekileg ljóð hins alíslenska og mjög svo dimmsýna Jóhanns Sigur- jónssonar (já, og nafna Jóhanns Dynfara!). Verkið er innblásið af glímu Jóhanns við sjálfsofnæmis- sjúkdóminn colitis ulcerosa. Já, það eru stóru málin sem eru undir hérna! Við þetta allt leggja Dynfarar svo tónlist. Ásamt Jóhanni, sem syngur, spilar á gítara, dragspil og bouzouki, skipa sveitina þeir Jón Emil Björnsson (tromm- ur, gítarar og flauta), Bragi Knútsson (gítarar) og Hjálmar Gylfason (bassi). Ég nefndi svart- þungarokk í inngang- inum, en sá geiri er við góða heilsu í dag á landi elds og ísa. Ekki er að undra að velflestar íslenskar svartþungarokkssveitir eru dásam- lega ofsafengnar og illvígar en Dyn- fari stendur vel utan við þann ramma og hefur verið á nokk ein- stöku róli alla sína tíð. Svartþung- arokkið er vissulega nokkurs konar platti sem sveitin stendur á en út- færslan er melódísk, alla jafna, og tekur t.d. inn áhrif frá síðrokki að hætti Mogwai og Godspeed You Black Emperor! Tónlistin er einkar stemningsrík, tilraun mín til að þýða hið svokallaða „atmospheric“ for- skeyti en „atmospheric black metal“ er orðið að viðurkenndri undirstefnu » Svartþungarokkiðer vissulega nokkurs konar platti sem sveitin stendur á en útfærslan er melódísk, alla jafna, og tekur t.d. inn áhrif frá síðrokki að hætti Mogwai og Godspeed you black emperor! The Four Doors of the Mind er fjórða plata Dynfara, sem leggur upp með stemningsríkt svartþungarokk. Um þemabundið verk er að ræða sem byggir á sjúkdómi sem leiðtoginn, Jóhann Örn Sigurjónsson, glímir við. Menningarhátíðin Breiðholt festival verður haldin á morgun í Breiðholti en á henni er listamönnum sem tengjast Breiðholti og þeirri fjöl- breyttu listsköpun sem fer fram í hverfinu gert hátt undir höfði. Hátíðin fer fram í Seljadal og þá aðallega við Skúlptúrgarð Hall- steins Sigurðssonar að Ystaseli 37, bak við Ölduselsskóla en einnig í Ölduselslaug, hljóðverinu Gróður- húsinu og Seljakirkju. Tónlistarmennirnir sem fram koma á hátíðinni eru Markéta Irglová, Sóley, Ólöf Arnalds, aYia, Marteinn Sindri, RuGl, Reykjavík Batucada & Samúel Jón Samúels- son street band, Rex Pistols, Kjartan Holm og Áslaug Magnús- dóttir. Einnig verður sýnd fata- hönnun og innsetningar og boðið upp á viðburði en meðal þeirra er sýning á einleiknum Hún pabbi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og Köru Hergils, í flutningi leikarans Hannesar Óla Ágústssonar og leik- stjórn Péturs Ármannssonar. Sýningin fer fram í Gróðurhúsinu klukkan 15. Dagskrá hátíðarinnar og frekari upplýsingar um listamenn má finna á vef hennar, breidholtfestival.com. Menningarhátíð haldin í Breiðholti Ljósmynd/Owen Fiene Hún pabbi Hannes Óli Ágústsson í sýningunni sem sýnd var í Borgarleik- húsinu á síðasta leikári. Verkið verður sýnt á Breiðholt Festival. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Þetta er tækifæri fyrir ferðamenn og almenning til að sjá yfirlitssýn- ingu á verkum norðlenskra mynd- listarmanna,“ segir Hlynur Hallsson, sýningarstjóri sýningarinnar Sumar, sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag. Þetta er í annað sinn sem safnið heldur sýningu fyrir listamenn Norð- urlands, eftir sýn- inguna Haust sem haldin var árið 2015 og er áætlað að sýning- arnar verði áfram haldnar annað hvert ár. Hlynur vill þó ekkert fullyrða um að næstu tvær sýningar verði kallaðar Vetur og Vor. „Þetta er hluti af stefnu listasafnsins, að sinna heimahögunum líka,“ segir hann. „Að vera gluggi út í heim og sýna er- lenda myndlistarmenn en líka ís- lenska myndlistarmenningu hvaðan- æva af landinu og það sem er að gerast í nærumhverfinu. Það er spennandi verkefni og mjög vinsælt bæði meðal heimamanna og meðal ferðamanna. Ferðamenn sem koma hingað hafa séð helling af Picasso og Andy Warhol og þeir spyrja bara hvort þeir geti ekki séð einhverja ís- lenska myndlist. Þá segjum við jú, hérna er sú sýning einmitt.“ Leitast við að sýna fjölbreytni „Það er fimm manna dómnefnd sem velur inn á sýninguna, ekki lista- menn heldur verk,“ segir Hlynur. „Við völdum verk eftir tuttugu og einn listamann og erum nú að setja þessa sýningu saman. Fyrst og fremst verða þetta góð og áhugaverð verk en síðan verður líka að gæta þess að sýna fjölbreytni: Bæði í miðl- un, að það séu skúlptúrar, málverk, vídeóverk, teikningar, innsetningar og allt þannig en síðan þarf að skoða efnistök og aldurssamsetningu. Mað- ur getur ekki tekið tillit til alls. Þeg- ar maður lítur upp frá því að velja verkin fer maður að hugsa um hvort kynjahlutfallið sé í lagi og hvort það sé í lagi að hafa svona marga unga listamenn. Sumt kemur á óvart eftir á þegar maður stendur upp frá dóm- araborðinu og skoðar þetta. Það er áhugavert ferli að velja inn á svona sýningu og líka mjög áhugavert að búa til heildstæða sýningu úr svona ólíkum verkum.“ Hlynur viðurkennir að ekki hafi ríkt samstaða um öll verkin sem val- in voru innan dómnefndarinnar en ekki hafi þó verið „slegist“ yfir ákvörðununum. „Fólk færði rök fyrir því hvers vegna því fannst einhver eiga að vera með eða ekki. Stundum skipti fólk um skoðun. Það er alls ekki þannig að dómnefndin sé alltaf sammála um allt, enda reynum við að velja í dómnefndina fólk úr ólíkum áttum. Þar var listfræðingur, vöru- hönnuður, myndlistarmaður, safn- stjóri og svo framvegis. Það er líka mikilvægt að dómnefndin sé breyti- leg frá ári til árs.“ „Börn skoða sýningu oft með öðrum augum“ Hlynur segir að dómnefndin hafi orðið að hafna ýmsum góðum verk- um sem hann hefði viljað hafa með, enda hafi verið fjölmargir umsækj- endur. „Sem betur fer er önnur sýn- ing hinum megin við götuna,“ segir Hlynur. „Hún heitir einmitt Salon des refusés eða Sýning þeirra sem var hafnað. „Ég nefndi það við Gils- félagið, sem skipulagði þá sýningu, að það væru margir listamenn að sýna þar sem sóttu alls ekki um hjá okkur. Þau sögðu að það hefði kannski verið af því að þau höfnuðu sjálfum sér – voru of sein að sækja um, ekki tilbúin með eitthvað eða þorðu ekki að senda umsókn. Mér finnst það skemmtilegt að það sé líka sýning fyrir þá sem komust ekki að og mjög táknrænt að hún skuli vera hinum megin við götuna.“ Sýning verkanna sem var hafnað Heimahögunum sinnt á Akureyri  Sýningarnar Sumar og Salon des refusés opnaðar á Akureyri Hlynur Hallsson Listaverk Mælifell eftir Rebekku Kühnis, eitt listaverkanna sem verða á sýningunni í Listasafni Akureyrar í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.